Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gagnrýnir Sigríði og hvetur flokksmenn til að lesa skrif sín um lýðræði

Ingi­björg Sól­rún tjá­ir sig um for­manns­kjör

Gagnrýnir Sigríði og hvetur flokksmenn til að lesa skrif sín um lýðræði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist hugsi yfir stöðu síns gamla flokkss. Henni renni til rifja að sjá formannsframbjóðendurna Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Árna Pál Árnason „í aðalhlutverkum í þeim darraðadansi sem fram fór um helgina á landsfundi Samfylkingarinnar“.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar beinir hún spjótum sínum að Sigríði Ingibjörgu og gagnrýnir hana fyrir að hafa boðið sig fram með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni:

„Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni. Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum. Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun. Setjum sem svo að þetta hefði farið á hinn veginn og Sigríður Ingibjörg hefði verið kosin formaður með 241 atkvæði. Í hvaða stöðu hefði það sett hana sem formann? Í hvaða stöðu hefði hún verið gagnvart öllum þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál í lýðræðislegri kosningu fyrir rúmum tveimur árum?“

Segir hún framboð Sigríðar hafa verið misráðið. Það hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa, skila annaðhvort löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð. 

„Ýmsir félagar mínir í Samfylkingunni hafa fært fram þau rök að formlega hafi ekki verið neitt rangt við formannsframboð á síðustu stundu. Reglur banni það ekki. Það er í sjálfu sér rétt en mér finnst það mjög miður ef það er orðin viðtekin skoðun í Samfylkingunni að lýðræðið sé fyrst og fremst form en ekki ferli sem byggist á umræðu. Með því að stytta sér leið með þessum hætti á landsfundi var verið að hafa þá umræðu af flokksmönnum, sem þeir eiga lýðræðislegan rétt á samkvæmt reglum flokksins.” 

Loks hvetur Ingibjörg Samfylkingarfólk til að lesa bók sem hefur að geyma greinar og ræður eftir hana sjálfa, heftið „Mín eigin orð“ sem Samfylkingin gaf út um áramótin í tilefni sextugsafmælis hennar. „Að lokum legg ég til að flokksmenn blaði í heftinu 'Mín eigin orð' sem kom út 31. desember s.l. Þar eru nokkrar greinar um lýðræði,“ skrifar Ingibjörg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár