Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gagnrýnir Sigríði og hvetur flokksmenn til að lesa skrif sín um lýðræði

Ingi­björg Sól­rún tjá­ir sig um for­manns­kjör

Gagnrýnir Sigríði og hvetur flokksmenn til að lesa skrif sín um lýðræði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist hugsi yfir stöðu síns gamla flokkss. Henni renni til rifja að sjá formannsframbjóðendurna Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Árna Pál Árnason „í aðalhlutverkum í þeim darraðadansi sem fram fór um helgina á landsfundi Samfylkingarinnar“.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar beinir hún spjótum sínum að Sigríði Ingibjörgu og gagnrýnir hana fyrir að hafa boðið sig fram með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni:

„Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni. Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum. Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun. Setjum sem svo að þetta hefði farið á hinn veginn og Sigríður Ingibjörg hefði verið kosin formaður með 241 atkvæði. Í hvaða stöðu hefði það sett hana sem formann? Í hvaða stöðu hefði hún verið gagnvart öllum þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál í lýðræðislegri kosningu fyrir rúmum tveimur árum?“

Segir hún framboð Sigríðar hafa verið misráðið. Það hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa, skila annaðhvort löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð. 

„Ýmsir félagar mínir í Samfylkingunni hafa fært fram þau rök að formlega hafi ekki verið neitt rangt við formannsframboð á síðustu stundu. Reglur banni það ekki. Það er í sjálfu sér rétt en mér finnst það mjög miður ef það er orðin viðtekin skoðun í Samfylkingunni að lýðræðið sé fyrst og fremst form en ekki ferli sem byggist á umræðu. Með því að stytta sér leið með þessum hætti á landsfundi var verið að hafa þá umræðu af flokksmönnum, sem þeir eiga lýðræðislegan rétt á samkvæmt reglum flokksins.” 

Loks hvetur Ingibjörg Samfylkingarfólk til að lesa bók sem hefur að geyma greinar og ræður eftir hana sjálfa, heftið „Mín eigin orð“ sem Samfylkingin gaf út um áramótin í tilefni sextugsafmælis hennar. „Að lokum legg ég til að flokksmenn blaði í heftinu 'Mín eigin orð' sem kom út 31. desember s.l. Þar eru nokkrar greinar um lýðræði,“ skrifar Ingibjörg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár