Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gagnrýna ógegnsæi við sölu ríkiseigna og kalla eftir þingslitum: „Brunaútsala undir pólitískri tímapressu?“

Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna, Sig­ríð­ur Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Birgitta Jóns­dótt­ir Pírati telja rétt­ast að þing­inu verði slit­ið og boð­að taf­ar­laust til kosn­inga. Þing­for­seti seg­ir fjar­vist­ir eðli­leg­ar.

Gagnrýna ógegnsæi við sölu ríkiseigna og kalla eftir þingslitum: „Brunaútsala undir pólitískri tímapressu?“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði vart annað fyrir stafni en að afhenda einkavinum ríkiseignir. „Gefum þeim ekki lengri tíma til þess og slítum þessu þingi,“ sagði hún undir liðnum störf þingsins. 

Ríkið seldi hlut sinn í fasteignafélaginu Reitum fyrir 3,9 milljarða á mánudaginn. Í gær vakti Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, máls á þessu og velti því upp hvort farið væri of geyst í sölu ríkiseigna.

„Af hverju liggur svona á? Hvers vegna þurfti að selja allan hlutinn í fasteignafélaginu í hvelli meðan spáð er hækkun á fasteignaverði fram í tímann? Væri hægt að ná meiru fyrir hlutinn með því að gera þetta smátt og smátt?“ sagði Svandís og bætti því við að ferlið hefði að þessu sinni verið undarlega lokað; útboðið hefði opnað á föstudag og gengið frá sölunni á mánudeginum þar á eftir.

„Fjármálaráðherra hlýtur að þurfa að svara því hvort til standi að ljúka við sölu þessara eigna í hálflokuðu ferli. Er hagsmunum ríkissjóðs borgið með þessu móti? Er verið að selja á hæsta mögulega verði eða er verið að flýta aðgerðum í skjóli nætur í aðdraganda kosninga? Er um að ræða brunaútsölu undir pólitískri tímapressu? Þessum spurningum þarf að svara,“ sagði Svandís. 

Slæm mæting og þingfundi frestað

Í dag var atkvæðagreiðslum þriggja mála á Alþingi frestað vegna slakrar mætingar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að eðlilegar ástæður væru fyrir þessu; þingmenn væru til að mynda skuldbundnir erlendis og í kjördæmum sínum. 

Sigríði Ingibjörgu fannst hins vegar „algerlega absúrd að vera á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins“ og sagði: „Hér áttu þó að vera atkvæðagreiðslur, og er það nú óvenjurýrt í roðinu, en þeim þurfti að fresta vegna slakrar mætingar. Svo á morgun eru óundirbúnar fyrirspurnir vissulega, kannski atkvæðagreiðslur ef einhverjir mæta til þess að taka þátt í þeim og ein sérstök umræða sem formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir. Okkur var sagt að við yrðum að vera hér, það væri svo áríðandi að halda áfram vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim. Og óttast var, hvað? Að stjórnarandstaðan mundi þvælast fyrir? Ég segi bara: Ég sé ekki ástæðu til að vera hér.“

Þá benti hún á að enn væri beðið eftir frumvörpum um almannatryggingar og fæðingarorlof. „Þetta eru mál sem varða miklu fyrir fjöldann og skipta máli fyrir fjölda fólks í samfélaginu. Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur gefið í skyn að það sé nú allólíklegt vegna atkvæðagreiðslu í ríkisfjármálaáætlun að málefni félags- og húsnæðismálaráðherra fái hér greiða meðferð. Þau eru ekki einu sinni komin inn í ríkisstjórn. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við eigum að geta lokið þeim á þessu þingi. Verið er að hafa alþingismenn, en það sem verra er, kjósendur að athlægi. Og talað er eins og hér sitji ríkisstjórn með erindi. Hún hefur ekkert erindi annað en það að afhenda eignir einkavinum,“ sagði hún.

Segir fjarvistir eðlilegar

Einar K. Guðfinnsson svaraði athugasemdum Sigríðar um stöðu þingsins:

„Það er alvanalegt þegar svo stendur á í störfum þingsins að ekki liggja mörg mál fyrir að þá sé vikið út frá starfsáætlun í þeim skilningi að felldir eru niður þingfundir og t.d. settir á þingnefndarfundir í staðinn. Það var ætlun forseta að hér færu fram atkvæðagreiðslur í dag jafnframt því sem þessi umræða færi fram. Forseti hefur lagt sig fram um að tryggja að bæði dagskrárliðir eins og störf þingsins og óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra geti átt sér stað vegna þess að forseti leggur mikla áherslu á það að hinar pólitísku umræður geti farið fram í sölum þingsins eins og eðlilegt er. Þess vegna var það niðurstaða forseta að halda sér við dagskrá fundarins í dag. Í ljós kom hins vegar að það eru allmargar fjarvistir þingmanna af eðlilegum ástæðum, m.a. vegna skuldbindinga þingmanna í alþjóðanefndum sem eru líka hluti af störfum okkar alþingismanna og sömuleiðis skuldbindingar í kjördæmum sem forseti telur líka mikilvægt að þingmenn geti rækt og sinnt. Þess vegna eru ekki atkvæðagreiðslur í dag.“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þetta:

„Ég kem hér upp sem stjórnarþingmaður og ætla aðeins að bera í bætifláka fyrir stjórnarflokkana vegna þess einfaldlega að í nefndum sitja mörg stór og mikilvæg mál sem bæði ráðherrar og stjórnarmeirihlutinn vilja gjarnan að verði kláruð. Á þeim dögum frá því að þing hófst núna í ágúst hefur verið mælt fyrir þeim málum sem kynnt var í vor að mælt yrði fyrir, það væri mál sem snerti afnám hafta, mál sem snertu séreignarstefnuna í beinum tengslum við frumvörp hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra sem þá voru flutt, mál sem voru í það minnsta í samkomulagi á milli stjórnarflokkanna. Það er líka frumvarp í efnahags- og viðskiptanefnd um vexti og verðtryggingu. Vissulega koma þessi mál fram nú á haustdögum á þessu þingi, þurfa að fara til umsagnar og vera síðan þar í vinnslu. Til þess að allrar sanngirni sé gætt þá eru þetta þau stóru mál sem m.a. var tilkynnt í vor þegar gengið var frá málum á vorþingi að kæmu hingað í haust. En við þekkjum það verklag sem hér er að mælt er fyrir máli, þau eru send til umsagnar og síðan koma þau inn til vinnslu. Önnur mál eru í vinnslu í nefndum. Kannski getum við sagt að þau komi seint út úr nefndunum til þess að koma hingað inn. Ég tek undir með þeim sem hafa talað að það er sérkennileg staða á miðvikudegi 24. ágúst að í þinginu skuli eingöngu vera störf þingsins til umræðu. Það er mjög sérkennilegt og hefði farið betur ef hlutirnir væru öðruvísi. En ef allrar sanngirni er gætt þá vita þingmenn, jafnt stjórnarliðar sem stjórnarandstaða, að það eru mál inni í nefndum sem eru mikilvæg fyrir alla þjóðina óháð pólitísku flokkunum.“

 

Svandís Svavarsdóttir tjáir sig um stöðu þingmála á Facebook í dag: 

 

Birgitta Jónsdóttir tekur undir þetta og skrifar:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
10
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár