Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gagnrýna ógegnsæi við sölu ríkiseigna og kalla eftir þingslitum: „Brunaútsala undir pólitískri tímapressu?“

Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna, Sig­ríð­ur Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Birgitta Jóns­dótt­ir Pírati telja rétt­ast að þing­inu verði slit­ið og boð­að taf­ar­laust til kosn­inga. Þing­for­seti seg­ir fjar­vist­ir eðli­leg­ar.

Gagnrýna ógegnsæi við sölu ríkiseigna og kalla eftir þingslitum: „Brunaútsala undir pólitískri tímapressu?“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði vart annað fyrir stafni en að afhenda einkavinum ríkiseignir. „Gefum þeim ekki lengri tíma til þess og slítum þessu þingi,“ sagði hún undir liðnum störf þingsins. 

Ríkið seldi hlut sinn í fasteignafélaginu Reitum fyrir 3,9 milljarða á mánudaginn. Í gær vakti Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, máls á þessu og velti því upp hvort farið væri of geyst í sölu ríkiseigna.

„Af hverju liggur svona á? Hvers vegna þurfti að selja allan hlutinn í fasteignafélaginu í hvelli meðan spáð er hækkun á fasteignaverði fram í tímann? Væri hægt að ná meiru fyrir hlutinn með því að gera þetta smátt og smátt?“ sagði Svandís og bætti því við að ferlið hefði að þessu sinni verið undarlega lokað; útboðið hefði opnað á föstudag og gengið frá sölunni á mánudeginum þar á eftir.

„Fjármálaráðherra hlýtur að þurfa að svara því hvort til standi að ljúka við sölu þessara eigna í hálflokuðu ferli. Er hagsmunum ríkissjóðs borgið með þessu móti? Er verið að selja á hæsta mögulega verði eða er verið að flýta aðgerðum í skjóli nætur í aðdraganda kosninga? Er um að ræða brunaútsölu undir pólitískri tímapressu? Þessum spurningum þarf að svara,“ sagði Svandís. 

Slæm mæting og þingfundi frestað

Í dag var atkvæðagreiðslum þriggja mála á Alþingi frestað vegna slakrar mætingar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að eðlilegar ástæður væru fyrir þessu; þingmenn væru til að mynda skuldbundnir erlendis og í kjördæmum sínum. 

Sigríði Ingibjörgu fannst hins vegar „algerlega absúrd að vera á þingfundi þar sem eina dagskrármálið er störf þingsins“ og sagði: „Hér áttu þó að vera atkvæðagreiðslur, og er það nú óvenjurýrt í roðinu, en þeim þurfti að fresta vegna slakrar mætingar. Svo á morgun eru óundirbúnar fyrirspurnir vissulega, kannski atkvæðagreiðslur ef einhverjir mæta til þess að taka þátt í þeim og ein sérstök umræða sem formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir. Okkur var sagt að við yrðum að vera hér, það væri svo áríðandi að halda áfram vegna allra þeirra stóru mála sem biðu. Það fer lítið fyrir þeim. Og óttast var, hvað? Að stjórnarandstaðan mundi þvælast fyrir? Ég segi bara: Ég sé ekki ástæðu til að vera hér.“

Þá benti hún á að enn væri beðið eftir frumvörpum um almannatryggingar og fæðingarorlof. „Þetta eru mál sem varða miklu fyrir fjöldann og skipta máli fyrir fjölda fólks í samfélaginu. Hæstvirtur fjármálaráðherra hefur gefið í skyn að það sé nú allólíklegt vegna atkvæðagreiðslu í ríkisfjármálaáætlun að málefni félags- og húsnæðismálaráðherra fái hér greiða meðferð. Þau eru ekki einu sinni komin inn í ríkisstjórn. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við eigum að geta lokið þeim á þessu þingi. Verið er að hafa alþingismenn, en það sem verra er, kjósendur að athlægi. Og talað er eins og hér sitji ríkisstjórn með erindi. Hún hefur ekkert erindi annað en það að afhenda eignir einkavinum,“ sagði hún.

Segir fjarvistir eðlilegar

Einar K. Guðfinnsson svaraði athugasemdum Sigríðar um stöðu þingsins:

„Það er alvanalegt þegar svo stendur á í störfum þingsins að ekki liggja mörg mál fyrir að þá sé vikið út frá starfsáætlun í þeim skilningi að felldir eru niður þingfundir og t.d. settir á þingnefndarfundir í staðinn. Það var ætlun forseta að hér færu fram atkvæðagreiðslur í dag jafnframt því sem þessi umræða færi fram. Forseti hefur lagt sig fram um að tryggja að bæði dagskrárliðir eins og störf þingsins og óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra geti átt sér stað vegna þess að forseti leggur mikla áherslu á það að hinar pólitísku umræður geti farið fram í sölum þingsins eins og eðlilegt er. Þess vegna var það niðurstaða forseta að halda sér við dagskrá fundarins í dag. Í ljós kom hins vegar að það eru allmargar fjarvistir þingmanna af eðlilegum ástæðum, m.a. vegna skuldbindinga þingmanna í alþjóðanefndum sem eru líka hluti af störfum okkar alþingismanna og sömuleiðis skuldbindingar í kjördæmum sem forseti telur líka mikilvægt að þingmenn geti rækt og sinnt. Þess vegna eru ekki atkvæðagreiðslur í dag.“

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þetta:

„Ég kem hér upp sem stjórnarþingmaður og ætla aðeins að bera í bætifláka fyrir stjórnarflokkana vegna þess einfaldlega að í nefndum sitja mörg stór og mikilvæg mál sem bæði ráðherrar og stjórnarmeirihlutinn vilja gjarnan að verði kláruð. Á þeim dögum frá því að þing hófst núna í ágúst hefur verið mælt fyrir þeim málum sem kynnt var í vor að mælt yrði fyrir, það væri mál sem snerti afnám hafta, mál sem snertu séreignarstefnuna í beinum tengslum við frumvörp hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra sem þá voru flutt, mál sem voru í það minnsta í samkomulagi á milli stjórnarflokkanna. Það er líka frumvarp í efnahags- og viðskiptanefnd um vexti og verðtryggingu. Vissulega koma þessi mál fram nú á haustdögum á þessu þingi, þurfa að fara til umsagnar og vera síðan þar í vinnslu. Til þess að allrar sanngirni sé gætt þá eru þetta þau stóru mál sem m.a. var tilkynnt í vor þegar gengið var frá málum á vorþingi að kæmu hingað í haust. En við þekkjum það verklag sem hér er að mælt er fyrir máli, þau eru send til umsagnar og síðan koma þau inn til vinnslu. Önnur mál eru í vinnslu í nefndum. Kannski getum við sagt að þau komi seint út úr nefndunum til þess að koma hingað inn. Ég tek undir með þeim sem hafa talað að það er sérkennileg staða á miðvikudegi 24. ágúst að í þinginu skuli eingöngu vera störf þingsins til umræðu. Það er mjög sérkennilegt og hefði farið betur ef hlutirnir væru öðruvísi. En ef allrar sanngirni er gætt þá vita þingmenn, jafnt stjórnarliðar sem stjórnarandstaða, að það eru mál inni í nefndum sem eru mikilvæg fyrir alla þjóðina óháð pólitísku flokkunum.“

 

Svandís Svavarsdóttir tjáir sig um stöðu þingmála á Facebook í dag: 

 

Birgitta Jónsdóttir tekur undir þetta og skrifar:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár