Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Baráttan um hvalveiðar Íslendinga: „Þetta var og er hans hjartans áhugamál“

Kristján Lofts­son út­gerð­ar­mað­ur seg­ir að nokk­ur hundruð millj­óna hagn­að­ur sé á hval­veið­um Hvals hf. á ári. Árs­reikn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins gefa aðra mynd sem sýn­ir tap upp á meira en 1,5 millj­arða á liðn­um ár­um. Ingi­björg Björns­dótt­ir, eft­ir­lif­andi eig­in­kona Árna Vil­hjálms­son­ar, seg­ir að hann hafi haft áhyggj­ur af tap­inu á hval­veið­un­um. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra læt­ur vinna skýrslu um áhrif hval­veiða á orð­spor Ís­lands sem kynnt verð­ur fljót­lega. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un seg­ir hval­veið­ar Ís­lend­inga vera sjálf­bær­ar en Banda­ríkja­stjórn set­ur mikla pressu á Ís­lend­inga að hætta hval­veið­un­um og ít­rek­ar þau skila­boð við Stund­ina.

„Nei, nei þetta ber sig ekki á nokkurn hátt. Þessu er haldið uppi af hinum fyrirtækjunum sem félagið [Hvalur hf.] á,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Árna Vilhjálmssonar, fjárfestis og fyrrrverandi prófessors í Háskóla Íslands, í samtali við Stundina og skoðanir Árna á hvalveiðum Hvals hf. sem hann var stór hluthafi í um áratugaskeið ásamt Kristjáni Loftssyni.

Saman áttu þeir Árni og Kristján hlutabréf í Hvali hf., sem feður þeirra stofnuðu árið 1948, í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus. Í kjölfar fráfalls Árna á fyrri hluta árs 2013 seldi Ingibjörg hlutabréf hans í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi til fjárfestingarfélags í eigu Kristjáns Loftssonar en Venus átti og á líka stóran hlut í HB Granda. Með orðum sínum um að hvalveiðum Hvals hf. sé „haldið uppi af hinum fyrirtækjunum“ á hún við að hagnaðurinn af HB Granda sé notaður til að niðurgreiða tapið Hvals hf. af hvalveiðum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár