Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Baráttan um hvalveiðar Íslendinga: „Þetta var og er hans hjartans áhugamál“

Kristján Lofts­son út­gerð­ar­mað­ur seg­ir að nokk­ur hundruð millj­óna hagn­að­ur sé á hval­veið­um Hvals hf. á ári. Árs­reikn­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins gefa aðra mynd sem sýn­ir tap upp á meira en 1,5 millj­arða á liðn­um ár­um. Ingi­björg Björns­dótt­ir, eft­ir­lif­andi eig­in­kona Árna Vil­hjálms­son­ar, seg­ir að hann hafi haft áhyggj­ur af tap­inu á hval­veið­un­um. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráð­herra læt­ur vinna skýrslu um áhrif hval­veiða á orð­spor Ís­lands sem kynnt verð­ur fljót­lega. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un seg­ir hval­veið­ar Ís­lend­inga vera sjálf­bær­ar en Banda­ríkja­stjórn set­ur mikla pressu á Ís­lend­inga að hætta hval­veið­un­um og ít­rek­ar þau skila­boð við Stund­ina.

„Nei, nei þetta ber sig ekki á nokkurn hátt. Þessu er haldið uppi af hinum fyrirtækjunum sem félagið [Hvalur hf.] á,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Árna Vilhjálmssonar, fjárfestis og fyrrrverandi prófessors í Háskóla Íslands, í samtali við Stundina og skoðanir Árna á hvalveiðum Hvals hf. sem hann var stór hluthafi í um áratugaskeið ásamt Kristjáni Loftssyni.

Saman áttu þeir Árni og Kristján hlutabréf í Hvali hf., sem feður þeirra stofnuðu árið 1948, í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus. Í kjölfar fráfalls Árna á fyrri hluta árs 2013 seldi Ingibjörg hlutabréf hans í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi til fjárfestingarfélags í eigu Kristjáns Loftssonar en Venus átti og á líka stóran hlut í HB Granda. Með orðum sínum um að hvalveiðum Hvals hf. sé „haldið uppi af hinum fyrirtækjunum“ á hún við að hagnaðurinn af HB Granda sé notaður til að niðurgreiða tapið Hvals hf. af hvalveiðum sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár