„Nei, nei þetta ber sig ekki á nokkurn hátt. Þessu er haldið uppi af hinum fyrirtækjunum sem félagið [Hvalur hf.] á,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, eftirlifandi eiginkona Árna Vilhjálmssonar, fjárfestis og fyrrrverandi prófessors í Háskóla Íslands, í samtali við Stundina og skoðanir Árna á hvalveiðum Hvals hf. sem hann var stór hluthafi í um áratugaskeið ásamt Kristjáni Loftssyni.
Saman áttu þeir Árni og Kristján hlutabréf í Hvali hf., sem feður þeirra stofnuðu árið 1948, í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus. Í kjölfar fráfalls Árna á fyrri hluta árs 2013 seldi Ingibjörg hlutabréf hans í Fiskveiðihlutafélaginu Venusi til fjárfestingarfélags í eigu Kristjáns Loftssonar en Venus átti og á líka stóran hlut í HB Granda. Með orðum sínum um að hvalveiðum Hvals hf. sé „haldið uppi af hinum fyrirtækjunum“ á hún við að hagnaðurinn af HB Granda sé notaður til að niðurgreiða tapið Hvals hf. af hvalveiðum sínum.
Athugasemdir