Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fulltrúi Framsóknar í umhverfis- og skipulagsráði átti hlut í aflandsfélagi

„Þetta fé­lag var stofn­að vegna hús­eign­ar sem for­eldr­ar okk­ar eiga á Flórída.“

Fulltrúi Framsóknar í umhverfis- og skipulagsráði átti hlut í aflandsfélagi

Stefanía Ingibjörg Sverrisdóttir hefur tekið sæti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknarflokksins meðan Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi fer í launaleyst leyfi. Í Panama-skjölunum kemur fram að Stefanía átti hlut í aflandsfélaginu Zarazen Services S.A. sem var skráð á Bresku Jómfrúreyjunum á tímabilinu 2000 til 2012. Foreldrar hennar og bróðir voru einnig skráð sem hluthafar en félagið var stofnað með milligöngu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca. 

Stundin hefur reynt að ná tali af Stefaníu í dag án árangurs. „Þetta félag var stofnað vegna húseignar sem foreldrar okkar eiga á Flórída, þannig var þetta nú bara,“ segir Sigfús, bróðir Stefaníu, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Reykjavíkurborg

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár