Stefanía Ingibjörg Sverrisdóttir hefur tekið sæti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknarflokksins meðan Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi fer í launaleyst leyfi. Í Panama-skjölunum kemur fram að Stefanía átti hlut í aflandsfélaginu Zarazen Services S.A. sem var skráð á Bresku Jómfrúreyjunum á tímabilinu 2000 til 2012. Foreldrar hennar og bróðir voru einnig skráð sem hluthafar en félagið var stofnað með milligöngu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca.
Stundin hefur reynt að ná tali af Stefaníu í dag án árangurs. „Þetta félag var stofnað vegna húseignar sem foreldrar okkar eiga á Flórída, þannig var þetta nú bara,“ segir Sigfús, bróðir Stefaníu, í samtali við Stundina.
Athugasemdir