Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs: „Forsætisráðherrann hefur ekki sagt af sér“

Sig­urð­ur Már Jóns­son upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sendi frétta­til­kynn­ingu til er­lendra blaða­manna þar sem fram kem­ur að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki sagt af sér og að Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son tæki við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu „um óákveð­inn tíma“.

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs: „Forsætisráðherrann hefur ekki sagt af sér“

Í fréttatilkynningu frá Sigurði Má Jónssyni, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, til erlendra blaðamanna kemur fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér, hann muni halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins en að Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við forsætisráðuneytinu í „óákveðinn tíma“. Það var Richard Milne, blaðamaður Financial Times á Norðurlöndunum, sem greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld og Kjarninn greindi fyrst frá.

Uppfært: Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tekur fram að Sigmundur hætti sem forsætisráðherra

Sagt hefur verið frá því í fréttum um allan heim í dag að Sigmundur Davíð hefði sagt af sér sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi tæki við embættinu. Það var til dæmis fyrsta frétt í fréttum klukkan sex á BBC. 

Ekki náðist í Sigurð Má Jónsson né Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar Davíðs, við vinnslu fréttarinnar. 

Fréttastofa RÚV náði hins vegar tali af Jóhannesi Þór, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs, sem staðfesti að það sem þar kemur fram sé rétt. Sigmundur Davíð hafi lagt til að Sigurður Ingi tæki við í ótilgreindan tíma, og það geti þýtt fram að næstu kosningum. 

Hann segir jafnframt að Sigmundur hafi ekki sagt af sér, hann sé enn starfandi forsætisráðherra og verði það þar til hann hafi skilað umboði sínu til forseta Íslands. Þannig beri að skilja þessa setningu í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins: „The Prime Minister has not resigned.“

Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sem tilkynnti um fjögur í dag að Sigmundur Davíð hefði á þingsflokksfundi Framsóknarflokksins lagt til að Sigurður Ingi tæki við forsætisráðuneytinu.

Í kjölfarið fundaði Sigurður Ingi með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfsstæðisflokksins, um tillöguna. Þeir mættu svo báðir í Kastljósið í kvöld þar sem þeir hefðu hafið viðræður um hvort þeir gætu náð saman í stærstu málum ríkisstjórnarinnar. Enn á eftir að koma í ljós hvort sú leið verði farin. 

Bjarni sagðist hins vegar vonast til þess að afsögn forsætisráðherra væri nóg til að lægja öldurnar. Hann sagðist hafa lesið þannig í stöðuna að það sé uppi skýr og afdráttarlaus krafa um að það verði brugðist við því ástandi sem hefði skapast fyrir nokkrum sólarhringum. „Við skulum bara segja alveg eins og er. Spjótin beindust að forsætisráðherra. Og það var það sem ég sagði við hann í morgun.“

Sigurður Ingi var tvívegis spurður að því hvort það væri klárt mál að Sigmundur Davíð hefði stigið til hliðar. „Hann er búinn að stíga til hliðar, sagði hann þá, og nú legg ég til að við förum í þetta. Núverandi ríkisstjórn er þannig að forsætisráðherra er framsóknarmaður og ég er bara að koma í staðinn fyrir hann alveg eins og hefur gerst í ríkisstjórninni með aðra ráðherra á tímabilinu,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. 

Þar kom jafnframt fram að til greina kæmi að flýta kosningum. 

Sigurður Ingi var einnig til viðtals í Íslandi í dag í kvöld, þar sem hann ræddi áherslur sínar í þeim verkefnum sem fyrir liggja.

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, áréttar í samtali við Stundina að Sigmundur hætti. Ekki er hins vegar ljóst hvað felist í því að Sigurður Ingi taki við forsætisráðuneytinu um ótilgreindan tíma. „„Hann er bara að hætta sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi að taka við, það er bara þannig. Enginn vafi á því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Stundina.

Fréttatilkynningin í heild sinni

Ladies and gentlemen 

I call your attention to the following information regarding the Prime Minister of Iceland. 

For immediate release: 

Prime Minister of Iceland very proud of Government’s success - suggests Progressive Party Vice-Chairman take over the office of Prime Minister for an unspecified amount of time.

Today the Prime Minister of Iceland Sigmundur David Gunnlaugsson has suggested to the Progressive Party Parliamentary group that the Progressive Party Vice-Chairman take over the office of Prime Minister for an unspecified amount of time. The Prime Minister has not resigned and will continue to serve as Chairman of the Progressive Party.

The Prime Minster is very proud of the success of his Government’s policies that have resulted in the resurrection of Iceland’s economy, an unprecedented rise in purchasing power, record low inflation and a general improvement in living standards for the Icelandic people.

The Prime Minister is especially proud of his Government’s handling of Iceland´s situation with the creditors of the failed Icelandic banks. The Prime Minister has devoted much of his time in politics to the challenge of resolving the dramatic balance of payment problem Iceland faced due to banking crisis in 2008. If the creditors of the failed banks, which were nine times the size of the economy, had been allowed to take their claims and exit Iceland with foreign currency, it would have had a devestating impact on the standard of living for Icelanders. Instead the Prime Minister and his Government were able to bring to the table a solution which will have an exceptionally positive impact on the Icelandic economy. The net positive impact to the Icelandic economy is more than three billion GBP, or a quarter of Iceland´s GDP. The net external position of Iceland has never been as good as now.    

These facts are acknowledged by international experts, including Lee Buchheit, the Government’s advisor on capital account liberalization and a world renowned authority on sovereign debt reconstruction, who said in a recent interview that the result achieved in settling the failed banks’ estates is unprecedented in world financial history and that this outcome could by no means have been expected.

The Prime Minister’s action reflects his wish to not stand in the way of the important issues that still remain on the Government’s agenda being finished in this term, issues like housing reform and the reform of the financial system that he will continue to fight for in the interest of the Icelandic people.  

In recent weeks, the Prime Minister and his wife have provided detailed answers to questions about the assets of the PM’s wife. They have never sought to hide these assets from Icelandic tax authorities and these holdings in Wintris have been reported as an asset on the Prime Minister’s wife’s income tax returns since 2008 and taxes have been paid accordingly in Iceland. No Parliamentary rules on disclosure have been broken. Even The Guardian and other media covering the story have confirmed that they have not seen any evidence to suggest that the Prime Minister, his wife, or Wintris engaged in any actions involving tax avoidance, tax evasion, or any dishonest financial gain.

As up until now, the Icelandic Government continues to use every option available to prevent tax avoidance.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár