Í fréttatilkynningu frá Sigurði Má Jónssyni, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, til erlendra blaðamanna kemur fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér, hann muni halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins en að Sigurður Ingi Jóhannsson tæki við forsætisráðuneytinu í „óákveðinn tíma“. Það var Richard Milne, blaðamaður Financial Times á Norðurlöndunum, sem greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld og Kjarninn greindi fyrst frá.
Uppfært: Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tekur fram að Sigmundur hætti sem forsætisráðherra.
Sagt hefur verið frá því í fréttum um allan heim í dag að Sigmundur Davíð hefði sagt af sér sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi tæki við embættinu. Það var til dæmis fyrsta frétt í fréttum klukkan sex á BBC.
Ekki náðist í Sigurð Má Jónsson né Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar Davíðs, við vinnslu fréttarinnar.
Fréttastofa RÚV náði hins vegar tali af Jóhannesi Þór, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs, sem staðfesti að það sem þar kemur fram sé rétt. Sigmundur Davíð hafi lagt til að Sigurður Ingi tæki við í ótilgreindan tíma, og það geti þýtt fram að næstu kosningum.
Hann segir jafnframt að Sigmundur hafi ekki sagt af sér, hann sé enn starfandi forsætisráðherra og verði það þar til hann hafi skilað umboði sínu til forseta Íslands. Þannig beri að skilja þessa setningu í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins: „The Prime Minister has not resigned.“
Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sem tilkynnti um fjögur í dag að Sigmundur Davíð hefði á þingsflokksfundi Framsóknarflokksins lagt til að Sigurður Ingi tæki við forsætisráðuneytinu.
Í kjölfarið fundaði Sigurður Ingi með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfsstæðisflokksins, um tillöguna. Þeir mættu svo báðir í Kastljósið í kvöld þar sem þeir hefðu hafið viðræður um hvort þeir gætu náð saman í stærstu málum ríkisstjórnarinnar. Enn á eftir að koma í ljós hvort sú leið verði farin.
Bjarni sagðist hins vegar vonast til þess að afsögn forsætisráðherra væri nóg til að lægja öldurnar. Hann sagðist hafa lesið þannig í stöðuna að það sé uppi skýr og afdráttarlaus krafa um að það verði brugðist við því ástandi sem hefði skapast fyrir nokkrum sólarhringum. „Við skulum bara segja alveg eins og er. Spjótin beindust að forsætisráðherra. Og það var það sem ég sagði við hann í morgun.“
Sigurður Ingi var tvívegis spurður að því hvort það væri klárt mál að Sigmundur Davíð hefði stigið til hliðar. „Hann er búinn að stíga til hliðar,“ sagði hann þá, „og nú legg ég til að við förum í þetta. Núverandi ríkisstjórn er þannig að forsætisráðherra er framsóknarmaður og ég er bara að koma í staðinn fyrir hann alveg eins og hefur gerst í ríkisstjórninni með aðra ráðherra á tímabilinu,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars.
Þar kom jafnframt fram að til greina kæmi að flýta kosningum.
Sigurður Ingi var einnig til viðtals í Íslandi í dag í kvöld, þar sem hann ræddi áherslur sínar í þeim verkefnum sem fyrir liggja.
Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, áréttar í samtali við Stundina að Sigmundur hætti. Ekki er hins vegar ljóst hvað felist í því að Sigurður Ingi taki við forsætisráðuneytinu um ótilgreindan tíma. „„Hann er bara að hætta sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi að taka við, það er bara þannig. Enginn vafi á því,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Stundina.
Fréttatilkynningin í heild sinni
Ladies and gentlemen
I call your attention to the following information regarding the Prime Minister of Iceland.
For immediate release:
Prime Minister of Iceland very proud of Government’s success - suggests Progressive Party Vice-Chairman take over the office of Prime Minister for an unspecified amount of time.
Today the Prime Minister of Iceland Sigmundur David Gunnlaugsson has suggested to the Progressive Party Parliamentary group that the Progressive Party Vice-Chairman take over the office of Prime Minister for an unspecified amount of time. The Prime Minister has not resigned and will continue to serve as Chairman of the Progressive Party.
The Prime Minster is very proud of the success of his Government’s policies that have resulted in the resurrection of Iceland’s economy, an unprecedented rise in purchasing power, record low inflation and a general improvement in living standards for the Icelandic people.
The Prime Minister is especially proud of his Government’s handling of Iceland´s situation with the creditors of the failed Icelandic banks. The Prime Minister has devoted much of his time in politics to the challenge of resolving the dramatic balance of payment problem Iceland faced due to banking crisis in 2008. If the creditors of the failed banks, which were nine times the size of the economy, had been allowed to take their claims and exit Iceland with foreign currency, it would have had a devestating impact on the standard of living for Icelanders. Instead the Prime Minister and his Government were able to bring to the table a solution which will have an exceptionally positive impact on the Icelandic economy. The net positive impact to the Icelandic economy is more than three billion GBP, or a quarter of Iceland´s GDP. The net external position of Iceland has never been as good as now.
These facts are acknowledged by international experts, including Lee Buchheit, the Government’s advisor on capital account liberalization and a world renowned authority on sovereign debt reconstruction, who said in a recent interview that the result achieved in settling the failed banks’ estates is unprecedented in world financial history and that this outcome could by no means have been expected.
The Prime Minister’s action reflects his wish to not stand in the way of the important issues that still remain on the Government’s agenda being finished in this term, issues like housing reform and the reform of the financial system that he will continue to fight for in the interest of the Icelandic people.
In recent weeks, the Prime Minister and his wife have provided detailed answers to questions about the assets of the PM’s wife. They have never sought to hide these assets from Icelandic tax authorities and these holdings in Wintris have been reported as an asset on the Prime Minister’s wife’s income tax returns since 2008 and taxes have been paid accordingly in Iceland. No Parliamentary rules on disclosure have been broken. Even The Guardian and other media covering the story have confirmed that they have not seen any evidence to suggest that the Prime Minister, his wife, or Wintris engaged in any actions involving tax avoidance, tax evasion, or any dishonest financial gain.
As up until now, the Icelandic Government continues to use every option available to prevent tax avoidance.
Athugasemdir