Verði lagabreytingar sem leggja á fyrir breska þinginu að veruleika verður til heimild til að refsa fréttafólki sem tekur við upplýsingum sem lekið hafa frá yfirvöldum. Allt að 14 ára fangelsi gæti beðið þeirra sem taka við gögnum sem innihalda viðkvæmar upplýsingar.
Nú stendur yfir fyrsta meiri háttar breytingin frá árinu 1911 á svokölluðum „Lögum um trúnaðarmál“. [e. Official Secrets Acts] Breytingunum er ætlað að mæta aukinni ógn sem Bretar telja að stafi af Rússum, og miðar að því að refsa njósnurum sem leka trúnaðarupplýsingum til annarra þjóðríkja, njósna um bresk sendiráð og þeim sem taka við upplýsingum frá þessum einstaklingum.
Athugasemdir