Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag“

Lík­inga­mál Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur vek­ur at­hygli: Seg­ir að „því mið­ur“ sé litla gula hæn­an enn á lífi.

„Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag“

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að litla gula hænan lifi enn góðu lífi. Þetta myndmál er að finna í Facebook-færslu sem hún birti í kvöld en þar gerir hún formannskjörið á flokksþingi Framsóknarflokksins að umtalsefni. Eins og Stundin greindi frá í dag bar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sigurorð af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins til sjö ára.

„Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu. Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður,“ skrifar Vigdís.

Líkingamálið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Sem kunnugt er fjallar umrædd dæmisaga um litla gula hænu sem biður önnur dýr um hjálp við uppskeru, þreskingu, mölun og bakstur án árangurs. Dýrin reynast hins vegar viljug til að borða það sem hænan bakar, en hún neitar þeim réttilega um það. 

Vigdís Hauksdóttir tekur undir lofgjörð Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, um Sigmund Davíð.

„Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum,“ skrifar Guðfinna og bætir við: „Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár