Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forystufólk úr fjórum flokkum vill að Katrín fái stjórnarmyndunarumboðið „og kannski eitt stykki buff“

Bjarni Bene­dikts­son fund­ar með for­seta á Bessa­stöð­um.

Forystufólk úr fjórum flokkum vill að Katrín fái stjórnarmyndunarumboðið „og kannski eitt stykki buff“

Forystufólk fjögurra flokka á Alþingi hefur talað fyrir því í dag að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, taki við stjórnmyndunarumboðinu frá forseta og reyni að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Smári McCarthy, umboðsmaður Pírata, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar lýstu þessari skoðun sinni á RÚV í dag. Þá tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurvesturkjördæmi, undir þessa kröfu í Twitter-færslu. „Blasir við að @katrinjak fái stjórnarmyndunarumboðið hjá forseta. Og kannski eitt stykki buff með,“ skrifar hún. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar hefur ekki viljað segja til um hver hann vilji helst að fái umboðið. 

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins er haft eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, að hann útiloki ekkert um það hvert framhaldið verði í stjórnarmyndunarviðræðunum. ,Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið.  Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið.  Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,” segir Bjarni sem mun hitta Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands á fundi á Bessastöðum klukkan fimm.

Katrín Jakobsdóttir hefur lýst sig reiðubúna að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn, en samkvæmt könnun sem gerð var skömmu fyrir kosningar vilja um 40 prósent landsmanna helst að hún verði forsætisráðherra. Vísir greindi frá því áðan að Bjarni Benediktsson hefði haft samband við Katrínu en samkvæmt heimildum Stundarinnar er enginn áhugi á því meðal forystufólks í Vinstri grænum að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu