Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forystufólk úr fjórum flokkum vill að Katrín fái stjórnarmyndunarumboðið „og kannski eitt stykki buff“

Bjarni Bene­dikts­son fund­ar með for­seta á Bessa­stöð­um.

Forystufólk úr fjórum flokkum vill að Katrín fái stjórnarmyndunarumboðið „og kannski eitt stykki buff“

Forystufólk fjögurra flokka á Alþingi hefur talað fyrir því í dag að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, taki við stjórnmyndunarumboðinu frá forseta og reyni að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Smári McCarthy, umboðsmaður Pírata, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar lýstu þessari skoðun sinni á RÚV í dag. Þá tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurvesturkjördæmi, undir þessa kröfu í Twitter-færslu. „Blasir við að @katrinjak fái stjórnarmyndunarumboðið hjá forseta. Og kannski eitt stykki buff með,“ skrifar hún. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar hefur ekki viljað segja til um hver hann vilji helst að fái umboðið. 

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins er haft eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, að hann útiloki ekkert um það hvert framhaldið verði í stjórnarmyndunarviðræðunum. ,Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið.  Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið.  Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,” segir Bjarni sem mun hitta Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands á fundi á Bessastöðum klukkan fimm.

Katrín Jakobsdóttir hefur lýst sig reiðubúna að reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn, en samkvæmt könnun sem gerð var skömmu fyrir kosningar vilja um 40 prósent landsmanna helst að hún verði forsætisráðherra. Vísir greindi frá því áðan að Bjarni Benediktsson hefði haft samband við Katrínu en samkvæmt heimildum Stundarinnar er enginn áhugi á því meðal forystufólks í Vinstri grænum að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár