Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

„Við er­um alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Sæ­munds­son, for­stjóri Vinnu­eft­ir­lit rík­is­ins, um kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík. 17 at­huga­semd­ir í þrem­ur eft­ir­lits­heim­sókn­um og for­stjór­inn seg­ir von á fleir­um.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi
Eyjólfur Sæmundsson Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að forsvarsmönnum United Silicon hafi verið gefinn stuttur frestur til þess að gera úrbætur á fjölmörgum þáttum er við koma starfseminni. Mynd:

„Ég get alveg sagt þér það að við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna og það er alls ekki fullnægjandi,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins um aðbúnað og öryggi starfsmanna United Silicon.

Þeir starfsmenn sem Stundin hefur rætt við hafa meðal annars gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar. Eyjólfur er ósammála þeirri gagnrýni og segir Vinnueftirlit ríkisins taka þessu mjög alvarlega en eftirlitið skráði niður 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum sem lutu að grundvallaratriðum í öryggi starfsmanna.

Stundin hefur að undanförnu fjallað ítarlega um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík en nú hafa tvær eftirlitsstofnanir skráð niður 29 frávik eða athugasemdir vegna starfseminnar og hafa þær krafist úrbóta. Aðeins tæpir tveir mánuðir eru síðan að verksmiðjan var gangsett en Stundinni hafa borist fjölmörg myndskeið sem sýna bæði brot á skilmálum starfsleyfis United Silicon og brot á ýmsum reglum er varða öryggi og aðbúnað starfsmanna á vinnusvæðinu.

Öryggi starfsmanna ekki tryggt

Myndskeiðið sem fylgir þessari frétt sýnir sjúkraherbergi verksmiðjunnar en þar á að vera hægt að veita fyrstu hjálp þegar alvarleg slys eiga sér stað. Sjúkraherbergið er þó langt frá því að vera öruggt fyrir meðhöndlun sára en það er grútskítugt auk þess sem engin áhöld eru til að hlúa að þeim sem lenda í slysum eða óhöppum. Stundin hafði samband við Eyjólf sem fór yfir þau grundvallaratriði sem þurfa að vera í lagi.

„Það á að vera skipulegt öryggisstarf í svona fyrirtæki og það á að vera áhættumat sem byggir á raunverulegum aðstæðum og þar sem meðal annars er tekið á því hvernig brugðist er við þegar bilanir og aðrar óvæntar aðstæður koma upp. Svo á að vera áætlun um heilsu og forvarnir en inni í því eru til dæmis reglubundnar mælingar á mengun í andrúmslofti starfsmanna. Þá á að vera eftirlit með hávaða og fyrir á að liggja mat á því hvar þarf persónuhlífar og allt slíkt. Síðan eiga að vera til staðar sérstakir öryggistrúnaðarmenn starfsmanna sem hafa sótt námskeið og fengið þjálfun og eiga að vera fyrir hönd starfsmanna í samstarfi við stjórnendur fyrirtækisins um að leysa úr málum. Síðast en ekki síst á að vera starfandi öryggisnefnd þar sem þessi fulltrúar og stjórnendur í fyrirtækinu hittast til þess að fara yfir það sem þarf að gera. Þetta eru algjör grundvallaratriði sem þurfa að vera í lagi,“ segir Eyjólfur.

Er þetta til staðar hjá United Silicon í dag?

„Nei, þetta hefur ekki verið til staðar. Eins og ég segi þá eru þetta grundvallaratriði sem þeir verða að koma í lag og þeir hafa fengið stuttan frest til þess.“

Hvers vegna var ekki farið í eftirlit fyrr og krafist úrbóta fyrr? Er það eðlilegt að leyfa verksmiðjunni að hefja rekstur þegar ekki er búið að taka út þá þætti sem snúa að Vinnueftirliti ríkisins. Hefði ekki verið eðlilegra að gera þetta áður en hún hóf rekstur?

„Það er ekki hægt í þessu tilfelli vegna þess að þetta ástand sem þarna er hefði aldrei komið í ljós við skoðun áður en verksmiðjan var gangsett.“

Fátæklegt sjúkraherbergi

Eyjólfur segir stofnunina hafa gefið United Silicon stuttan frest til þess að gera úrbætur á þeim sautján athugasemdum sem skráðar voru. Hann býst fastlega við því að þær verði fleiri eftir því sem vinnueftirlitið tekur út fleiri þætti starfseminnar. Þá sérstaklega því sem snýr að öryggi, aðbúnaði og vinnusvæði starfsmanna kísilmálmverksmiðjunnar. Verkefnið sé gríðarlega umfangsmikið en í ljósi frétta af ömurlegum aðstæðum starfsmanna United Silicon var ákveðið að eftirlit og úttekt á starfsemi fyrirtækisins í Helguvík yrði sett í forgang.

Eitt af því sem starfsmenn verksmiðjunnar hafa gagnrýnt er til dæmis sjúkraherbergi verksmiðjunnar en þar á að vera hægt að veita mönnum fyrstu hjálp, hvort sem starfsmenn hafi brunnið eða skorið sig. Herbergið er grútskítugt og engin áhöld eru til staðar til þess að hlúa að þeim sem lenda í slysi. Myndi Vinnueftirlitið setja út á herbergið í þessari mynd?

„Já, mér sýnist það á myndinni. Hitt er síðan annað mál að ef það verða þarna alvarleg slys á að hringja í sjúkrabíl í grænum hvelli. Þetta sjúkraherbergi á að vera og er í áætlunum um verksmiðjuna sem hafa komið hingað til umfjöllunar og mér sýnist þetta sjúkraherbergi fátæklega búið satt best að segja.“

En hvað getur Vinnueftirlit ríkisins gert til þess að knýja fram úrbætur ef ykkar kröfum er ekki sinnt?

„Vinnueftirlitið hefur tvær aðferðir til þess að knýja fram úrbætur ef ekki er farið eftir fyrirmælum. Annars vegar að leggja dagsektir á fyrirtækið og hins vegar, ef við teljum hættu stafa fyrir líf og heilsu starfsmanna sem getur bæði verið bráða- og langtímahætta, þá getum við stöðvað starfsemina,“ segir Eyjólfur.

Grútskítugt sjúkraherbergi
Grútskítugt sjúkraherbergi Engin áhöld eru að finna í sjúkraherberginu til þess að hlúa að slösuðum. „Ekki í lagi,“ segir vinnueftirlitið.

Frekari umfjöllun um United Silicon má finna í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 5. janúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
1
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
2
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
5
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
6
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
8
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár