Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Forseti Íslands hefur brugðist mér“

Kona sem Ró­bert Árni Hreið­ars­son braut gegn grét í dag þeg­ar hún frétti að hann hefði feng­ið upp­reist æru frá for­seta Ís­lands og fengi lög­manns­rétt­indi á ný. Ró­bert Árni braut kyn­ferð­is­lega gegn fjór­um stúlk­um, fjór­tán og fimmtán ára göml­um, og þótt­ist með­al ann­ars vera sautján ára strák­ur.

„Forseti Íslands hefur brugðist mér“
Guðni Th. Jóhannesson Forsetaembættið veitti dæmdum kynferðisbrotamanni uppreist æru 16. september síðastliðinn. Mynd: Pressphotos

„Hvar er réttlætið í því?“ spyr Nína Rún Bergsdóttir, ein af fjórum konum sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Róberts Árna Hreiðarssonar lögmanns, eftir að ljóst varð að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefði veitt honum uppreist æru og þannig gert honum kleift að endurheimta lögmannsréttindi sín. 

Hætt að vera hræddNína Rún hvetur fólk til að rísa upp.

Í dag varð ljóst að Róbert Árni, dæmdur kynferðisbrotamaður, myndi endurheimta lögmannsréttindi sín í krafti „óflekkaðs mannorðs“, eftir að Hæstiréttur féllst á þá kröfu hans. Forsenda þess var ákvörðun forseta Íslands, í september síðastliðnum.

Nína Rún segist í samtali við Stundina hvetja fólkið í landinu til að mótmæla. Hún hefur lifað með afleiðingum kynferðisbrotsins í 12 ár og grét þegar hún heyrði af ákvörðuninni. Hún sendir frá sér yfirlýsingu á Facebook í kvöld, þar sem hún segir kerfið og forseta Íslands hafa brugðist sér, en kveðst hætt að vera hrædd. „Ég er ein af þeim fjórum stelpum sem Róbert Árni Hreiðarsson misnotaði kynferðislega, og ég grét þegar mamma mín sendi mér þessa frétt í dag. Íslenska réttarkerfið hefur brugðist mér. Forseti Íslands hefur brugðist mér,“ segir hún.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að forsetinn hafi fallist á tillögu innanríkisráðherra um að veita Róberti uppreist æru. „Hinn 16. september 2016 féllst forseti Íslands síðan á tillögu innanríkisráðherra um að varnaraðila yrði veitt uppreist æru og var varnaraðila tilkynnt sú niðurstaða með bréfi innanríkisráðuneytisins 27. sama mánaðar. Samkvæmt því hefur varnaraðili öðlast óflekkað mannorð.“

Þolendurnir fjórtán og fimmtán ára

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2007 nýtti Róbert sér yfirburði sína til að tæla fjórar ungar stúlkur til sín. Þrjár þeirra voru fimmtán ára og ein fjórtán ára. Hann beitti peningagreiðslum og blekkingum, þóttist meðal annars vera 17 ára piltur að nafni Rikki.

„Ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi!“

„Ég hef þurft að lifa með þessu í 12 ár og það er bara nýlega sem ég hef getað hætt að kenna sjálfri mér um,“ segir Nína. „Enn þann dag í dag get ég ekki fundið ákveðna lykt / horft á ákveðnar myndir / farið á ákveðna staði án þess að minnast þessa atviks. Mikill kvíði og þunglyndi hefur fylgt mér út af þessu og enn þann dag í dag er ég hrædd við internetið. Róbert fær þriggja ára dóm, „uppreist æru“ frá Forseta Íslands og lögmannsréttindi sín á ný. Hvar er réttlætið í því? Ég vil að fólk viti hvað Róbert gerði, ég vil að fólk þekki nafnið hans, og ég vil að fólk standi upp og segi að þetta sé ekki í lagi! Ég er hætt að vera hrædd!“

Í samtali við Stundina segist Nína Rún vera búsett í Bandaríkjunum. „Ég bý í Bandaríkjunum þannig það er pínu erfitt fyrir mig að gera eitthvað í þessu þarna heima. Þannig ég var að vonast til að fólkið í landinu mínu geri eitthvað í þessu fyrir mína hönd. Svo á ég frábæra foreldra og stjúpforeldri sem eru að vinna í þessu með mér.“

Vill rökstuðning Guðna forseta

Nína segist vilja fá rökstuðning Guðna Th. Jóhannessonar fyrir því að veita manninum sem braut gegn henni uppreist æru og óflekkað mannorð. „Ef ég gæti hitt forsetann þá væri það bara foreldrar mínir sem myndu hitta hann fyrir mína hönd. Ég væri samt til í að spyrja hann hvaða rök hann hefur fyrir þessari ákvörðun.“

Guðni Th. segist í samtali við Vísi.is vera miður sín yfir málinu. „Ákvörðunin er tekin í ráðuneytinu. Þetta er allt formlegs eðlis - arfur frá liðinni tíð. „Yður þóknast,“ og svo framvegis. Þegar litið var svo á að forsetinn sjálfur hefði náðunarvald. Ég fæ til dæmis beiðnir hingað um náðanir vegna ölvunaraksturs, frá jafnvel harðduglegu fólki sem er búið að koma sér á beinu brautina. En ég get ekki tekið ákvörðun um slíkt, það er náðunarnefnd sem gerir það,“ segir hann.

Var með 335 kvenmansnöfn skráð

Í dómi héraðsdóms, sem má lesa hér, koma fram einbeittar aðferðir mannsins til að tæla ungar stúlkur. Þá kemur fram að hann hafði skrifað 335 kvenmansnöfn hjá sér, að því er virðist í þeim tilgangi að reyna að tæla stúlkurnar. „Þá hefur verið rituð lögregluskýrsla vegna skoðunar á minnisbók sem var haldlögð á heimili ákærða undir númerinu G-06. Fram kemur að á bakhlið forsíðublaðs sé m.a. ritað ,,bestur2000@hotmail.com”. Í bókinni séu 44 blöð. Á 32 fyrstu síðunum séu rituð 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmer og netpóstföng. Athygli veki að við umrædd kvennöfn sé víða að sjá skráðar tölur sem ætla megi að vísi á aldur stúlknanna.“ 

Skipti um nafn 

Róbert Árni kallar sig Robert Downey í dag. Hann hefur búið erlendis undanfarin ár. Þaðan hefur hann varað sérstaklega við straumi innflytjenda og hælisleitenda til Íslands. „Halda stjórnmálamenn og fylgjendur þessarar hælisleitendastefnu að þessari flóðbylgju linni, þegar búið er að koma þessum hópi hælisleitenda fyrir í löndum Evrópu?“ spurði hann á Facebook, eftir að hópur Íslendinga tók sig saman og bauðst til að hýsa hælisleitendur frá Sýrlandi. „Þvert á móti verður það hvatning til annarra íbúa í þessum löndum hælisleitanda að komst inn í velferðarkerfi vesturlanda á kostnað skattborgaranna. Flóðbylgjurnar koma til með að verða stærri, tíðari og skaðvænlegri þegar fram í sækir,, þar til tekið verður á þessum málum af fullri alvöru og á raunhæfan hátt og fólkinu gert kleypt að lifa á sínum heimaslóðum á mannsæmandi hátt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár