Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Líf og drifkraftur Guðna: Feimni, föðurmissir, skilnaður og sköpun sögunnar

Ef fram fer sem horf­ir verð­ur Guðni Th. Jó­hann­es­son næsti for­seti Ís­lands. Þessi hæg­láti og takt­fasti mað­ur hafði, þang­að til fyr­ir nokkr­um vik­um, lát­ið sér nægja að skrifa um ís­lenska sam­tíma­sögu, en er nú bú­inn að vinda sér í for­grunn henn­ar. Guðni seg­ir frá föð­ur­missin­um, feimn­inni, skiln­að­in­um, drif­kraft­in­um og kosn­inga­bar­átt­unni.

Þrátt fyrir að hafa skrifað fjölda greina og bóka sem vakið hafa mikla athygli undanfarin ár, og verið einn fremsti fræðimaður og álitsgjafi landsins, var það ekki fyrr en í miðjum fellibylnum sem skall á íslenskum valdhöfum í kjölfar leka Panama-skjalanna sem Guðni Th. stimplaði sig rækilega inn í meðvitund þjóðarinnar, og þar með umræðuna um hugsanlega forsetaframbjóðendur.

Á meðan landsmenn sátu límdir við skjáinn og fylgdust með ráðamönnum hlaupa á milli stofnana í tilraun til að missa ekki tökin á stjórnartaumunum var Guðni eins og umsjónarmaður í dýralífsþætti, og hélt í höndina á undrandi áhorfendum, og útskýrði mögulegar útkomur, vísaði í dæmi úr stjórnmálasögunni og veitti farsanum þá jarðtengingu sem hann svo stórlega vantaði.

„Ég var alveg handviss um að það kæmi öflugur kvenframbjóðandi fram.“

Takturinn í atburðarásinni hafði fram að þessu verið töluvert hægari hjá Guðna, enda með fádæmum rólegur og orðvar maður. „Fyrir áramót höfðu sumir spurt mig hvort ég myndi sýna því áhuga að bjóða mig fram færi svo að Ólafur Ragnar hætti við. Svo færðist smá þungi í það þegar hann kynnti ákvörðun sína á nýársdag. En ég svaraði því til að ég vildi ekki fara í þá baráttu með öllu sem því fylgdi, meðal annars vegna þess að ég var alveg handviss um að það kæmi öflugur kvenframbjóðandi fram. Að ákall tímans væri um konu í embættið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár