Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forsetaframbjóðandi varar við vísindum

Hild­ur Þórð­ar­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og heil­ari, tel­ur að vís­indi séu á villi­göt­um. Hún tel­ur krabba­mein eiga or­sök sína í „orku­stöðv­um“ í fyrri líf­um og nið­ur­stöð­ur vís­inda­manna valda „fólki óþarfa ótta og hvetja til mis­þyrm­inga á lík­am­an­um“.

Forsetaframbjóðandi varar við vísindum

Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi, heilari og þjóðfræðingur, telur að vísindi séu á villigötum. Þetta kemur fram í bloggfærslu hennar frá því í fyrra.

Ljóst er af orðum Hildar í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun að hún stendur við hvert orð en þar var vitnað í bloggfærsluna. Hildur sagði í þættinum að hún teldi sig geta orðið sameiningartákn þjóðarinnar, en hún tilkynnti um framboð sitt til forseta 3. janúar síðastliðinn.

Í bloggi forsetaframbjóðandans birtast ýmsar kenningar um heilbrigðismál, svo sem að uppruna krabbameins megi finna í „orkulíkamanum“, réttara sagt að „orkustíflur í hjartastöð“ geti átt rót sína í fyrri lífum.

Krabbamein og tilfinningar

Í bloggfærslu sinni útlistar Hildur skoðanir sínar á krabbameini. Hún segir að ekki sé hægt að rekja orsakir krabbameins til genamengis heldur tilfinninga og „orku“. Hún notar jafnframt tækifærið til að vitna til bókar sinnar Taumhald á tilfinningunum – leið til betra lífs sem kom út árið 2013.

„Ástæðu brjóstakrabbameins er ekki að finna í genamenginu heldur í orkulíkamanum. Orsökin er orkustíflur í hjartastöð, oft úr mörgum lífum. Tilfinningar eru orka sem situr í orkulíkamanum. Jákvæðar tilfinningar eins og ástúð, kærleikur, samþykki og gleði hafa jákvæða orku sem örvar orkustreymið svo heildin, þ.e. efnislíkaminn og orkulíkaminn, starfar vel. Neikvæðar tilfinningar eins og höfnun, ástleysi, skortur á umhyggju, að finnast maður ekki velkominn í heiminn eða verðskulda ást, hafa neikvæða orku sem stíflar orkustreymið í hjartastöðinni. Um þetta má lesa í bókinni Taumhald á tilfinningunum – leið til betra lífs,“ skrifar Hildur í fyrra.

Lungnakrabbamein í stað brjóstakrabbameins

Hildur heldur áfram og telur að ekki sé hægt að koma í veg fyrir brjóstakrabbamein með því að fjarlæga brjóst. Krabbameinið leiti annað þar sem vandamálið sé í „orkustöðinni“.

„Því er sorglegt þegar konur láta fjarlægja brjóstin af ótta við brjóstakrabbamein þótt hið meinta brjóstakrabbameinsgen finnist í þeirra mengi. Þar sem vandamálið er í orkustöðinni mun það bara finna sér annan farveg á þessu svæði ef ekkert er gert. Konur fá þá lungnakrabbamein í staðinn eða hjartaáfall. Genarannsóknir eru á villigötum því það eru engin gen sem valda sjúkdómum. Niðurstöður þeirra valda fólki óþarfa ótta og hvetja til misþyrminga á líkamanum. Eftir einhvern tíma munu vísindamenn komast að því að þeir höfðu rangt fyrir sér, en þá verður það of seint fyrir þær konur sem létu fjarlægja brjóstin með alls kyns eftirkvillum,“ skrifar forsetaframbjóðandinn.

Ósammála niðurstöðum vísindarannsókna

Vísindarannsóknir hafa leitt til þeirrrar niðurstöðu að tvö gen auki verulega hættu á brjóstakrabbameini, þó þau skýri einungis lítið brot af sjúkdómstilfellum. Konur sem hafa þetta gen eru í verulegri hættu en helsti áhættuþáttur er aldur og þær hormónabreytingar sem honum fylgja. Þetta kemur fram á Vísindavefurinn en Magnús Jóhannsson, prófessor í læknisfræði við HÍ, skrifar svarið.

„Út frá öllum þessum upplýsingum má áætla gróflega áhættu hverrar konu á að fá brjóstakrabbamein. Þær konur sem greinast með mikla eða talsverða áhættu geta valið milli nokkurra kosta: þær geta farið í reglulegt eftirlit til að hugsanlegt krabbamein greinist fljótt, þær geta tekið lyf sem minnkar verulega hættuna á krabbameini eða valið þá leið að láta fjarlægja bæði brjóstin í forvarnaskyni. Allar þessar leiðir hafa sína kosti og galla. Gott eftirlit er líklega í flestum tilvikum besti kosturinn en er erfitt hjá konum sem eru með hnútótt brjóst eða þegar tekin hafa verið mörg nálarsýni,“ segir á Vísindavefnum. Ekki er minnst á orkulíkama eða orkustöðvar í svari Magnúsar.

„Sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi“

Á dögunum greindi DV frá því að Hildur hafði eytt færslu af bloggi sínu þar sem hún fjallaði um fyrra líf sitt á Englandi fyrir 200 árum. „Nýlega varð ég þeirrar reynslu aðnjótandi að upplifa næstum 200 ára sorg vegna makamissis úr fyrra lífi í Englandi. Það kom mér á óvart hvað sorgin var mikil og ég grét og grét og hleypti öllu út og var hreinlega ekki viss um að ég kæmist út að borða með vinum mínum um kvöldið,“ skrifaði Hildur.

Hildur tilkynnti um forsetaframboð sitt 3. janúar síðastliðinn með stöðufærslu á Facebook. „Forsetinn er í mínum huga sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi, öryggisventill gagnvart Alþingi, landsmóðir, fulltrúi landsins út á við og fyrirmynd landsmanna.  Einkunnarorð mín eru samvinna, skilningur, kærleikur, samkennd og auðmýkt,“ skrifaði hún meðal annars þá.

Í gær birti hún nokkurs konar ferilskrá á Facebook-síðu sinni: 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu