Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fólkið sem safnar fjöllum

Stór hóp­ur fólks berst við að ganga á tind­ana sem finn­ast í bók­inni Ís­lensk fjöll. Fjór­ir hafa náð öll­um tind­un­um en marg­ir nálg­ast mark­mið­ið. Sum­ir eru op­in­ber­lega að elt­ast við tind­ana en aðr­ir eru laumukross­ar­ar. For­stjóri Neyð­ar­lín­unn­ar varð fyrst­ur til að klára alla topp­ana.

Stór hópur fólks hefur það áhugamál að ganga á öll þau fjöll sem tíunduð eru í bókinni Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind, eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Bókin kom út fyrst árið 2004 en hefur síðan verið endurútgefin. Fjöllin í bókinni eru sum  gríðarlega erfið en þar er einnig að finna nokkur léttari.

Staðfest er að fjórir einstaklingar hafa lokið við að ganga á öll þessi fjöll. Fyrstur til að klára bókina var Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar. Sú þekkta göngukona, Gerður Steinþórsdóttir, hefur einnig lokið við öll fjöllin. Þá hafa hjónin María Berglind Þráinsdóttir og Tómas Þröstur Rögnvaldsson einnig klifið alla tindina. Stefán Magnússon leiðsögumaður á aðeins eftir að klífa fjóra tinda til að klára bókina. Fleiri eru nálægt því að ljúka við bókina. Þónokkrir þeirra eru komnir yfir 130 fjöll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífsreynsla

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár