Þann 20. mars næstkomandi verður almyrkvi sólar en hann mun sjást frá Færeyjum. Deildarmyrkvi mun sjást á Íslandi en hann verður meiri því austar sem á landið er komið.
Búast má við miklum önnum en nær öll flug til Þórshafnar á tíma sólmyrkvans eru uppbókuð. Flugumferðarstöðin Isavia, sem er staðsett við Reykjavíkurflugvöll, býr sig undir miklar annir. „Við erum að búast við 16-20 flugvélum með fólki sem vill sjá sólmyrkvann,” segir Árni Baldursson, aðstoðardeildarstjóri og aðalvarðstjóri flugstjórnarmiðstöðvar. Vanalega fljúga aðeins nokkrar vélar á dag til Færeyja og er því um töluverða aukningu að ræða.
Athugasemdir