Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Föðmumst!

Í hinu dag­lega amstri er fljót­leg­ur gjörn­ing­ur sem get­ur bætt líf okk­ar og fólks­ins í hring­um okk­ur: Faðmlög.

Föðmumst!
Mikhail Gorbachev og Erich Honecker faðmast hér og kyssast „kossi hins sósíalíska bróðernis“, sem átti að sýna fram á hina sérstöku tengingu sem var á milli kommúnískra ríkja.

Innan hins þrönga ramma sem hefðbundinni rútínu hins almenna Íslendings vinnst ekki mikill tími til þess að taka upp nýja hegðun, venjur og hefðir. Eitt getum við þó gert sem tekur stuttan tíma, gæti auðgað líf okkar, minnkað stress og bætt sambönd okkar við annað fólk: Faðmast.

Faðmlög framkalla vellíðan

Þegar við föðmumst sleppir líkaminn út hormóninu oxýtósín. Á íslensku er það kallað hríðahormónið, því það er eitt af þeim hormónum sem er ábyrgt fyrir því að framkalla hríðir og auka mjólkurframleiðslu. Það hefur einnig verið kallað ástarhormónið, því þegar við finnum fyrir væntumþykju gagnvart einhverjum er það oxýtósín sem lætur okkur líði vel. „Oxýtósín er taugapeptíð, sem í grunninn eykur traust og tengingar á milli fólks,“ segir sálfræðingurinn Matt Hertenstein við DePauw-háskóla. „Hormónið leggur hinn lífefnafræðilega grunn sem er nauðsynlegur fyrir okkur til þess að tengjast öðru fólki.“

Hjarta og blóðþrýstingur

Hormónin sem líkaminn leysir úr læðingi við faðmlög eru þó ekki aðeins góð upp á tilfinningalífið, heldur geta þau haft jákvæð áhrif á líkamlega heilsu á sama tíma. Þegar við snertumst virkjast í húðinni taugamóttakarar sem kallast pacinian corpuscles, en þeir senda taugaboð til heilans sem meðal annars lækkar blóðþrýsting.

Ást og alúð
Ást og alúð er börnum lífsnauðsynleg

Börn

Faðmlög og snerting eru börnum nauðsynleg fyrir tilfinningalegan þroska. Rannsókn Emory-háskóla bendir til fylgni milli snertingar og streitulosunar. Í samantekt rannsóknarinnar er sagt að það eigi sérstaklega við um ungviðið, en börn sem upplifa mikla ást og snertingu eiga auðveldara með að takast á við stress þegar þau fullorðnast og eru í meira tilfinningalegu jafnvægi.

Þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Fyrir meiri gleði, aukið hreysti og framtíð barnanna: Föðmumst!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár