Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Föðmumst!

Í hinu dag­lega amstri er fljót­leg­ur gjörn­ing­ur sem get­ur bætt líf okk­ar og fólks­ins í hring­um okk­ur: Faðmlög.

Föðmumst!
Mikhail Gorbachev og Erich Honecker faðmast hér og kyssast „kossi hins sósíalíska bróðernis“, sem átti að sýna fram á hina sérstöku tengingu sem var á milli kommúnískra ríkja.

Innan hins þrönga ramma sem hefðbundinni rútínu hins almenna Íslendings vinnst ekki mikill tími til þess að taka upp nýja hegðun, venjur og hefðir. Eitt getum við þó gert sem tekur stuttan tíma, gæti auðgað líf okkar, minnkað stress og bætt sambönd okkar við annað fólk: Faðmast.

Faðmlög framkalla vellíðan

Þegar við föðmumst sleppir líkaminn út hormóninu oxýtósín. Á íslensku er það kallað hríðahormónið, því það er eitt af þeim hormónum sem er ábyrgt fyrir því að framkalla hríðir og auka mjólkurframleiðslu. Það hefur einnig verið kallað ástarhormónið, því þegar við finnum fyrir væntumþykju gagnvart einhverjum er það oxýtósín sem lætur okkur líði vel. „Oxýtósín er taugapeptíð, sem í grunninn eykur traust og tengingar á milli fólks,“ segir sálfræðingurinn Matt Hertenstein við DePauw-háskóla. „Hormónið leggur hinn lífefnafræðilega grunn sem er nauðsynlegur fyrir okkur til þess að tengjast öðru fólki.“

Hjarta og blóðþrýstingur

Hormónin sem líkaminn leysir úr læðingi við faðmlög eru þó ekki aðeins góð upp á tilfinningalífið, heldur geta þau haft jákvæð áhrif á líkamlega heilsu á sama tíma. Þegar við snertumst virkjast í húðinni taugamóttakarar sem kallast pacinian corpuscles, en þeir senda taugaboð til heilans sem meðal annars lækkar blóðþrýsting.

Ást og alúð
Ást og alúð er börnum lífsnauðsynleg

Börn

Faðmlög og snerting eru börnum nauðsynleg fyrir tilfinningalegan þroska. Rannsókn Emory-háskóla bendir til fylgni milli snertingar og streitulosunar. Í samantekt rannsóknarinnar er sagt að það eigi sérstaklega við um ungviðið, en börn sem upplifa mikla ást og snertingu eiga auðveldara með að takast á við stress þegar þau fullorðnast og eru í meira tilfinningalegu jafnvægi.

Þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Fyrir meiri gleði, aukið hreysti og framtíð barnanna: Föðmumst!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár