Afmörkuð fælni, eða fóbía, er talin vera algengasta kvíðaröskunin en hún hrjáir um allt að 12% fólks. Almennt er talað um ótta við afmarkað fyrirbæri, til að mynda ketti, snáka eða skordýr, og svo ótta við afmarkaðar aðstæður, svo sem við lokuð rými, að sjá blóð eða vera á fjölmennum stöðum. Um fóbíu er að ræða þegar ótti fólks er ekki í neinu samræmi við raunverulega hættu. Þrátt fyrir að afmörkuð fælni sé algengasta kvíðaröskunin er hún sú sem fólk leitar sér síst aðstoðar vegna, jafnvel þó árangur af meðferð sé almennt góður, en flestir reyna einfaldlega að haga lífi sínu þannig að þeir séu sjaldan útsettir fyrir því sem þeir óttast. Algengara er að konur þjáist af fælni en karlar þó munurinn sé mismunandi eftir tegund fóbíu.
Borða bara með plasthnífapörum
Haraldur Jónasson ljósmyndari
Metallophobia – ótti við málma
„Það væri orðum ofaukið að segja að ég upplifði ótta en ég finn fyrir mikilli ónotatilfinningu við tilhugsunina um að borða með járnhnífapörum og geri það bara alls ekki. Sum járnhnífapör finnst mér svo ógeðslegri en önnur, ég fæ sérstaka klígju af gömlum járnhnífapörum, hnífapörum úr burstuðu járni
Athugasemdir