Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

FME bregst við fullyrðingum um viðskipti Benedikts: Skýringar fullnægjandi og athugun löngu lokið

„Fjár­mála­eft­ir­lit­ið taldi skýr­ing­ar reglu­varð­ar­ins á við­skipt­un­um full­nægj­andi,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna um­ræðu um við­skipti for­manns Við­reisn­ar. Full­yrð­ing um „hæga­gang eft­ir­lits­að­ila“ í Morg­un­blað­inu á ekki við rök að styðj­ast.

FME bregst við fullyrðingum um viðskipti Benedikts: Skýringar fullnægjandi og athugun löngu lokið

Fjármálaeftirlitið taldi skýringar regluvarðar Nýherja á viðskiptum Benedikts Jóhannessonar, stjórnarformanns félagsins og formanns Viðreisnar, með hlutabréf í Nýherja í nóvember fullnægjandi og lauk athugun á málinu í febrúar í byrjun þessa árs. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef FME í dag en þar er brugðist við umræðu sem farið hefur af stað í kjölfar þess að Morgunblaðið birti aðsenda grein um viðskipti Benedikts eftir Óttar Guðjónsson, hagfræðing og framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga. Viðskiptablaðið vitnaði í greinina undir yfirskriftinni „Innherjaviðskipti formanns Viðreisnar“ og vakti umfjöllunin talsverða athygli á samfélagsmiðlum.

Óttar er yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og birti nýlega mynd af frambjóðendum flokksins á Facebook-síðu sinni. Hann var tilnefndur af Illuga Gunnarssyni sem varamaður í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2014 og er meðstjórnandi í Félagi sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Fyrirsögn greinar hans í Morgunblaðinu er „Æpandi þögn um innherjaviðskipti formanns Viðreisnar“.

Í greininni rifjar Óttar upp að þann 23. nóvember í fyrra seldu Benedikt og aðilar tengdir honum samtals 9.000.000 hluti í Nýherja á genginu 14,7 fyrir söluandvirðið 132.300.000 krónur. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Nýherji að selt yrði nýtt hlutafé í Nýherja, allt að 40.000.000 hlutir eða 9,76 prósent af útistandandi hlutafé.

„Það er því ljóst að formaður stjórnar og aðilar honum tengdir seldu 2,196% af hlutafé félagsins aðeins 10 dögum áður en félagið tilkynnir hlutafjáraukninguna,“ skrifar Óttar og fullyrðir að „hægagangur eftirlitsaðila“ sé farinn að „rýra traust á markaðnum og eftirlitsstofnunum hans“. 

Samkvæmt tilkynningu Fjármálaeftirlitsins eru hins vegar um átta mánuðir síðan athugun á viðskiptum Benedikts lauk. Voru skýringar regluvarðar Nýherja taldar fullnægjandi. Fullyrðingin um „hægagang eftirlitsaðila“ á því ekki við rök að styðjast.  

„Liður í eftirliti Fjármálaeftirlitsins með verðbréfamarkaði er að hafa eftirlit með innherjaviðskiptum í  fjármálagerningum sem  teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga. Samkvæmt ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga þurfa  fruminnherjar að ganga úr skugga um að þeir búi ekki yfir innherjaupplýsingum áður en þeir eiga viðskipti með bréf útgefanda (rannsóknarskylda),“ segir í tilkynningunni.

„Jafnframt þurfa fruminnherjar að tilkynna fyrirfram um væntanleg viðskipti til regluvarðar en hlutverk regluvarðar er m.a.  að veita álit á eðli upplýsinga, m.t.t. skilgreiningar á hugtakinu innherjaupplýsingar.  Fjármálaeftirlitið kallar með reglubundnum hætti eftir upplýsingum og gögnum er varða slík mál. Að gefnu tilefni skal þess getið að Fjármálaeftirlitið óskaði eftir upplýsingum og gögnum hjá regluverði Nýherja um viðskipti formanns stjórnar félagsins sem fram fóru í nóvember síðastliðnum. Fjármálaeftirlitið taldi skýringar regluvarðarins á viðskiptunum fullnægjandi, en athugun eftirlitsins lauk í febrúar síðastliðnum.“

Benedikt Jóhannesson tjáði sig um skrif Óttars í gær:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár