Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

FME bregst við fullyrðingum um viðskipti Benedikts: Skýringar fullnægjandi og athugun löngu lokið

„Fjár­mála­eft­ir­lit­ið taldi skýr­ing­ar reglu­varð­ar­ins á við­skipt­un­um full­nægj­andi,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna um­ræðu um við­skipti for­manns Við­reisn­ar. Full­yrð­ing um „hæga­gang eft­ir­lits­að­ila“ í Morg­un­blað­inu á ekki við rök að styðj­ast.

FME bregst við fullyrðingum um viðskipti Benedikts: Skýringar fullnægjandi og athugun löngu lokið

Fjármálaeftirlitið taldi skýringar regluvarðar Nýherja á viðskiptum Benedikts Jóhannessonar, stjórnarformanns félagsins og formanns Viðreisnar, með hlutabréf í Nýherja í nóvember fullnægjandi og lauk athugun á málinu í febrúar í byrjun þessa árs. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef FME í dag en þar er brugðist við umræðu sem farið hefur af stað í kjölfar þess að Morgunblaðið birti aðsenda grein um viðskipti Benedikts eftir Óttar Guðjónsson, hagfræðing og framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga. Viðskiptablaðið vitnaði í greinina undir yfirskriftinni „Innherjaviðskipti formanns Viðreisnar“ og vakti umfjöllunin talsverða athygli á samfélagsmiðlum.

Óttar er yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og birti nýlega mynd af frambjóðendum flokksins á Facebook-síðu sinni. Hann var tilnefndur af Illuga Gunnarssyni sem varamaður í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2014 og er meðstjórnandi í Félagi sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Fyrirsögn greinar hans í Morgunblaðinu er „Æpandi þögn um innherjaviðskipti formanns Viðreisnar“.

Í greininni rifjar Óttar upp að þann 23. nóvember í fyrra seldu Benedikt og aðilar tengdir honum samtals 9.000.000 hluti í Nýherja á genginu 14,7 fyrir söluandvirðið 132.300.000 krónur. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Nýherji að selt yrði nýtt hlutafé í Nýherja, allt að 40.000.000 hlutir eða 9,76 prósent af útistandandi hlutafé.

„Það er því ljóst að formaður stjórnar og aðilar honum tengdir seldu 2,196% af hlutafé félagsins aðeins 10 dögum áður en félagið tilkynnir hlutafjáraukninguna,“ skrifar Óttar og fullyrðir að „hægagangur eftirlitsaðila“ sé farinn að „rýra traust á markaðnum og eftirlitsstofnunum hans“. 

Samkvæmt tilkynningu Fjármálaeftirlitsins eru hins vegar um átta mánuðir síðan athugun á viðskiptum Benedikts lauk. Voru skýringar regluvarðar Nýherja taldar fullnægjandi. Fullyrðingin um „hægagang eftirlitsaðila“ á því ekki við rök að styðjast.  

„Liður í eftirliti Fjármálaeftirlitsins með verðbréfamarkaði er að hafa eftirlit með innherjaviðskiptum í  fjármálagerningum sem  teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga. Samkvæmt ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga þurfa  fruminnherjar að ganga úr skugga um að þeir búi ekki yfir innherjaupplýsingum áður en þeir eiga viðskipti með bréf útgefanda (rannsóknarskylda),“ segir í tilkynningunni.

„Jafnframt þurfa fruminnherjar að tilkynna fyrirfram um væntanleg viðskipti til regluvarðar en hlutverk regluvarðar er m.a.  að veita álit á eðli upplýsinga, m.t.t. skilgreiningar á hugtakinu innherjaupplýsingar.  Fjármálaeftirlitið kallar með reglubundnum hætti eftir upplýsingum og gögnum er varða slík mál. Að gefnu tilefni skal þess getið að Fjármálaeftirlitið óskaði eftir upplýsingum og gögnum hjá regluverði Nýherja um viðskipti formanns stjórnar félagsins sem fram fóru í nóvember síðastliðnum. Fjármálaeftirlitið taldi skýringar regluvarðarins á viðskiptunum fullnægjandi, en athugun eftirlitsins lauk í febrúar síðastliðnum.“

Benedikt Jóhannesson tjáði sig um skrif Óttars í gær:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár