Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

FME bregst við fullyrðingum um viðskipti Benedikts: Skýringar fullnægjandi og athugun löngu lokið

„Fjár­mála­eft­ir­lit­ið taldi skýr­ing­ar reglu­varð­ar­ins á við­skipt­un­um full­nægj­andi,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna um­ræðu um við­skipti for­manns Við­reisn­ar. Full­yrð­ing um „hæga­gang eft­ir­lits­að­ila“ í Morg­un­blað­inu á ekki við rök að styðj­ast.

FME bregst við fullyrðingum um viðskipti Benedikts: Skýringar fullnægjandi og athugun löngu lokið

Fjármálaeftirlitið taldi skýringar regluvarðar Nýherja á viðskiptum Benedikts Jóhannessonar, stjórnarformanns félagsins og formanns Viðreisnar, með hlutabréf í Nýherja í nóvember fullnægjandi og lauk athugun á málinu í febrúar í byrjun þessa árs. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef FME í dag en þar er brugðist við umræðu sem farið hefur af stað í kjölfar þess að Morgunblaðið birti aðsenda grein um viðskipti Benedikts eftir Óttar Guðjónsson, hagfræðing og framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga. Viðskiptablaðið vitnaði í greinina undir yfirskriftinni „Innherjaviðskipti formanns Viðreisnar“ og vakti umfjöllunin talsverða athygli á samfélagsmiðlum.

Óttar er yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og birti nýlega mynd af frambjóðendum flokksins á Facebook-síðu sinni. Hann var tilnefndur af Illuga Gunnarssyni sem varamaður í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2014 og er meðstjórnandi í Félagi sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Fyrirsögn greinar hans í Morgunblaðinu er „Æpandi þögn um innherjaviðskipti formanns Viðreisnar“.

Í greininni rifjar Óttar upp að þann 23. nóvember í fyrra seldu Benedikt og aðilar tengdir honum samtals 9.000.000 hluti í Nýherja á genginu 14,7 fyrir söluandvirðið 132.300.000 krónur. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Nýherji að selt yrði nýtt hlutafé í Nýherja, allt að 40.000.000 hlutir eða 9,76 prósent af útistandandi hlutafé.

„Það er því ljóst að formaður stjórnar og aðilar honum tengdir seldu 2,196% af hlutafé félagsins aðeins 10 dögum áður en félagið tilkynnir hlutafjáraukninguna,“ skrifar Óttar og fullyrðir að „hægagangur eftirlitsaðila“ sé farinn að „rýra traust á markaðnum og eftirlitsstofnunum hans“. 

Samkvæmt tilkynningu Fjármálaeftirlitsins eru hins vegar um átta mánuðir síðan athugun á viðskiptum Benedikts lauk. Voru skýringar regluvarðar Nýherja taldar fullnægjandi. Fullyrðingin um „hægagang eftirlitsaðila“ á því ekki við rök að styðjast.  

„Liður í eftirliti Fjármálaeftirlitsins með verðbréfamarkaði er að hafa eftirlit með innherjaviðskiptum í  fjármálagerningum sem  teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga. Samkvæmt ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga þurfa  fruminnherjar að ganga úr skugga um að þeir búi ekki yfir innherjaupplýsingum áður en þeir eiga viðskipti með bréf útgefanda (rannsóknarskylda),“ segir í tilkynningunni.

„Jafnframt þurfa fruminnherjar að tilkynna fyrirfram um væntanleg viðskipti til regluvarðar en hlutverk regluvarðar er m.a.  að veita álit á eðli upplýsinga, m.t.t. skilgreiningar á hugtakinu innherjaupplýsingar.  Fjármálaeftirlitið kallar með reglubundnum hætti eftir upplýsingum og gögnum er varða slík mál. Að gefnu tilefni skal þess getið að Fjármálaeftirlitið óskaði eftir upplýsingum og gögnum hjá regluverði Nýherja um viðskipti formanns stjórnar félagsins sem fram fóru í nóvember síðastliðnum. Fjármálaeftirlitið taldi skýringar regluvarðarins á viðskiptunum fullnægjandi, en athugun eftirlitsins lauk í febrúar síðastliðnum.“

Benedikt Jóhannesson tjáði sig um skrif Óttars í gær:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár