Landsbankinn krafðist þess í bréfi þann 1. júní að fimm manna fjölskylda í Hafnarfirði yfirgæfi húsnæði sitt og skilaði lyklunum til fullnustudeildar bankans innan 10 daga. „Að öðrum kosti verður málið falið utanaðkomandi lögfræðingi og krafist útburðar án frekari viðvarana,“ segir í bréfi frá bankanum sem fjölskyldufaðirinn birti á Facebook og vakið hefur talsverða athygli.
Í bréfinu kemur fram að bankinn hafi eignast fasteignina þann 8. maí og óski eftir að íbúar rými eignina eigi síðar en 11. júní. „Takið eftir dagsetningunni á bréfinu og þeim tíma sem fimm manna fjölskylda á að hafa til að komast í annað húsnæði eins og leigumarkaðurinn er í dag,“ skrifar maðurinn. Stundin hafði samband við hann og fékk að heyra forsögu málsins.
Athugasemdir