St. Martin kanallinn er 4,5 kílómetra langur skipaskurður sem sker sig þvert yfir norðurhluta Parísar, frá Stalíngrad metróstöðinni í norðri niður að Bastillu-hverfinu í suðri. Í norðri stóðu borgarmúrarnir en eitt af því fáa sem stendur eftir af þeim er gamli varðturninn sem nú er orðinn að barnum og veitingastaðnum La Rotonde, í suðri er Bastillu-fangelsið löngu horfið en módernískt óperuhús komið í stað þess á hinu sögufræga torgi. Kanal-svæðið er eitt mest sjarmerandi svæði borgarinnar, þar eru barir og kaffihús á hverju horni, á sumrin situr ungt fólk með gítara og bjórdósir í hönd við bakkann (og reyndar er svo troðið á sólríkum dögum að þrátt fyrir lengd skurðarins er erfitt að finna gott pláss í sólskini).
Boðið er upp á bátsferðir niður skurðinn en hann endar út í Signu. Leiðsögumaður myndi vafalaust benda ferðalöngum á Hotel du nord sem var sögusvið samnefndrar kvikmyndar, ég sjálfur myndi benda fólki á að ganga upp götuna rue de la Grange-Aux-Belles við hlið hótelsins og fá sér kaffibolla
Athugasemdir