Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fimm leiðir til að lífga upp á gráu dagana

Fimm leiðir til að lífga upp á gráu dagana

Suma daga er líkt og vorið sé alveg á næsta leiti. Sólargeislarnir gægjast inn um gluggana, fuglasöngur ómar í fjarlægð og sundlaugarnar fyllast af fólki. En síðan, líkt og hendi væri veifað, kemur næsta vetrarlægð. Næsta hret. Veðrið hefur óneitanlega áhrif á andlega líðan fólks og flestir Íslendingar eru fyrir löngu orðnir langeygir eftir betri tíð. Á meðan við bíðum er hins vegar ýmislegt sem við getum gert til þess að lífga upp á gráu dagana og á vefsíðunni happier.com eru nokkrar hugmyndir sem heimfæra má á íslenskan veruleika.

1. Farðu út!

Í stað þess að hírast innandyra í hvert skipti sem kalt er í veðri, rigning eða snjókoma, gæti verið hressandi að klæða sig í hlífðargallann og fara út. Sem dæmi væri hægt að fara í kröftuga göngu um hverfið, út að hoppa í polla með börnunum eða setjast út á verönd með kaffibollann, húfuna og vettlingana. 

2. Finndu hamingjuna í litunum

Það má lífga upp á grámann í tilverunni með því að klæðast líflegum litum. Hvort sem það er litríkur trefill, skært naglalakk eða röndóttir sokkar þá eru líkur á að litirnir munu fá þig og þá sem eru í kringum þig til þess að brosa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár