Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Fimm leiðir til að lífga upp á gráu dagana

Fimm leiðir til að lífga upp á gráu dagana

Suma daga er líkt og vorið sé alveg á næsta leiti. Sólargeislarnir gægjast inn um gluggana, fuglasöngur ómar í fjarlægð og sundlaugarnar fyllast af fólki. En síðan, líkt og hendi væri veifað, kemur næsta vetrarlægð. Næsta hret. Veðrið hefur óneitanlega áhrif á andlega líðan fólks og flestir Íslendingar eru fyrir löngu orðnir langeygir eftir betri tíð. Á meðan við bíðum er hins vegar ýmislegt sem við getum gert til þess að lífga upp á gráu dagana og á vefsíðunni happier.com eru nokkrar hugmyndir sem heimfæra má á íslenskan veruleika.

1. Farðu út!

Í stað þess að hírast innandyra í hvert skipti sem kalt er í veðri, rigning eða snjókoma, gæti verið hressandi að klæða sig í hlífðargallann og fara út. Sem dæmi væri hægt að fara í kröftuga göngu um hverfið, út að hoppa í polla með börnunum eða setjast út á verönd með kaffibollann, húfuna og vettlingana. 

2. Finndu hamingjuna í litunum

Það má lífga upp á grámann í tilverunni með því að klæðast líflegum litum. Hvort sem það er litríkur trefill, skært naglalakk eða röndóttir sokkar þá eru líkur á að litirnir munu fá þig og þá sem eru í kringum þig til þess að brosa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár