Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Bókstaflegt dæmi um hlutgervingu þegar konu er breytt í dekk“

Kven­rétt­inda­fé­lag Ís­lands vek­ur at­hygli á aug­lýs­ingu í Frétta­blað­inu þar sem bú­ið er að móta dekk í kven­lík­ama. Bryn­hild­ur Heið­ar- og Óm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra fé­lags­ins, seg­ir að um sé að ræða dæmi­gerða hlut­gerv­ingu kven­lík­ams til að selja vöru.

„Bókstaflegt dæmi um hlutgervingu þegar konu er breytt í dekk“

Kvenréttindafélag Íslands vekur athygli á auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í morgun á Facebook-síðu sinni. „Fílar þú þig sem harðkornadekk í dag?“ spyr félagið á Facebook.

Auglýsingin, sem er á vegum Dekkverks, sýnir dekk sem búið er að móta í kvenmannslíkama. Í samtali við Stundina segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra félagsins, að um er að ræða dæmigerða og bókstaflega hlutgervingu kvenlíkamans. „Þetta er klassískt og bókstaflegt dæmi um hlutgervingu þegar konu er breytt í dekk. Ég skil ekki alveg hugsunina bak við þessa auglýsingu. Árið er 2015 og ég hélt að tími svona auglýsinga væri löngu liðinn,“ segir Brynhildur.

Framkvæmdastýra
Framkvæmdastýra Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, segir að um er að ræða dæmigerða og bókstaflega hlutgervingu kvennlíkamans.

Hún bendir á að varan sem er auglýst komi líkama kvenna ekkert við. „Þetta snýst um hvernig kyn kvenna er smættað niður í hluti og svo notað í að auglýsa vöru sem tengist líkama kvenna ekki neitt. Það sem mér flaug strax í hug er hinn frægi Michelin-maður. Þá sér maður að þegar karlar eru notaðir, því Michelin-maðurinn er karlmaður og þetta er karllíkami, þá er hann fígúra sem er gerandi í auglýsingunni. Það er ekki verið að gera út á að hann sé sexí eða fallegur. Það er ekki verið að segja: „Girnstu mig“,“ segir Brynhildur.

Hún bendir enn fremur á að öll áhersla í auglýsingunni sé á brjóst dekkjakonunnar og hún hafi ekki einu sinni haus. „Síðan sjáum við þessa auglýsingu þar sem ekki nóg með það að þetta sé kvennlíkaminn sem er smættaður niður í dekk þá er hún algjörlega hauslaus líka. Það vantar á hana alla útlimi og það eina sem er lagt áhersla á eru brjóst, magi, rass og læri. Það er ekki verið að nota konu sem talskonu dekkja,“ segir Brynhildur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár