Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Bókstaflegt dæmi um hlutgervingu þegar konu er breytt í dekk“

Kven­rétt­inda­fé­lag Ís­lands vek­ur at­hygli á aug­lýs­ingu í Frétta­blað­inu þar sem bú­ið er að móta dekk í kven­lík­ama. Bryn­hild­ur Heið­ar- og Óm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra fé­lags­ins, seg­ir að um sé að ræða dæmi­gerða hlut­gerv­ingu kven­lík­ams til að selja vöru.

„Bókstaflegt dæmi um hlutgervingu þegar konu er breytt í dekk“

Kvenréttindafélag Íslands vekur athygli á auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í morgun á Facebook-síðu sinni. „Fílar þú þig sem harðkornadekk í dag?“ spyr félagið á Facebook.

Auglýsingin, sem er á vegum Dekkverks, sýnir dekk sem búið er að móta í kvenmannslíkama. Í samtali við Stundina segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra félagsins, að um er að ræða dæmigerða og bókstaflega hlutgervingu kvenlíkamans. „Þetta er klassískt og bókstaflegt dæmi um hlutgervingu þegar konu er breytt í dekk. Ég skil ekki alveg hugsunina bak við þessa auglýsingu. Árið er 2015 og ég hélt að tími svona auglýsinga væri löngu liðinn,“ segir Brynhildur.

Framkvæmdastýra
Framkvæmdastýra Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, segir að um er að ræða dæmigerða og bókstaflega hlutgervingu kvennlíkamans.

Hún bendir á að varan sem er auglýst komi líkama kvenna ekkert við. „Þetta snýst um hvernig kyn kvenna er smættað niður í hluti og svo notað í að auglýsa vöru sem tengist líkama kvenna ekki neitt. Það sem mér flaug strax í hug er hinn frægi Michelin-maður. Þá sér maður að þegar karlar eru notaðir, því Michelin-maðurinn er karlmaður og þetta er karllíkami, þá er hann fígúra sem er gerandi í auglýsingunni. Það er ekki verið að gera út á að hann sé sexí eða fallegur. Það er ekki verið að segja: „Girnstu mig“,“ segir Brynhildur.

Hún bendir enn fremur á að öll áhersla í auglýsingunni sé á brjóst dekkjakonunnar og hún hafi ekki einu sinni haus. „Síðan sjáum við þessa auglýsingu þar sem ekki nóg með það að þetta sé kvennlíkaminn sem er smættaður niður í dekk þá er hún algjörlega hauslaus líka. Það vantar á hana alla útlimi og það eina sem er lagt áhersla á eru brjóst, magi, rass og læri. Það er ekki verið að nota konu sem talskonu dekkja,“ segir Brynhildur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár