150 farandverkamenn sem fluttir voru til landsins frá Póllandi greiða sjöfalda húsaleigu til atvinnurekanda síns, Icelandair. Halldór Grönvald hjá ASÍ segist ekki geta lagt neinn dóm á málið enn sem komið er þar sem hann skortir allar forsendur til þess.
„En ég tel sjálfsagt og eðlilegt að málið verði kannað nánar og brugðist við eftir því sem tilefni gefur til,“ segir Halldór í samtali við Stundina.
Farandverkamennirnir eru komnir hingað til lands til þess að starfa fyrir Icelandair Ground Services, IGS, en það er dótturfélag Icelandair. IGS sér meðal annars um að hlaða töskum í og úr flugvélum á Keflavíkurflugvelli.
Athugasemdir