Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Meintum nauðgurum sleppt: „Ber ekki að taka öryggi íslenskra kvenna alvarlega?“

Árni Þór Sig­munds­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá kyn­ferð­is­brota­brota­deild, seg­ir ekki þörf á gæslu­varð­haldi yf­ir meint­um nauðg­ur­um. Tveir menn eru tald­ir hafa nauðg­að tveim­ur kon­um í íbúð í Hlíð­un­um sem var út­bú­in tækj­um til nauðg­ana.

Meintum nauðgurum sleppt: „Ber ekki að taka öryggi íslenskra kvenna alvarlega?“

„Þeir voru í haldi í tæpan sólarhring og það lágu fyrir öll gögn. Það var ekki talin þörf á rannsóknargæslu,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður á kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stundina um mennina tvo sem taldir eru hafa nauðgað tveimur konum í íbúð í Hlíðunum í síðasta mánuði. Íbúðin var búin tækjum sem mennirnir notuðu við nauðganirnar, svo sem svipum, reipi og keðjum. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun

Var það ekki talið þjóna almannahagsmunum að úrskurða mennina í gæsluvarðhald? „Nei,“ svarar Árni Þór. „Annars er það ákærusviðið sem tekur ákvörðun um það byggt á því sem liggur fyrir um rannsóknina,“ segir Árni, en segist að öðru leyti ekki tjáð sig um rannsókn málsins. 

Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. 

Spyr lögreglu hvort hún geti tryggt öryggi sitt

Fréttirnar hafa valdið miklum óhug í dag og hafa netverjar notað myllumerkið #almannahagsmunir til þess að vekja athygli á málinu. „„Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim.“ Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju menn, sem eru taldir ítrekað skipuleggja og framkvæma nauðganir, eru ekki settir í gæsluvarðhald á meðan rannsóknin heldur áfram? Kannski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu geti það?“ spyr Diljá Ámundadóttir, borgarfulltrúi Bjartar framtíðar, til að mynda. 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Þórdís Elva spyr hvort lögreglan geti tryggt öryggi sitt og annarra á meðan mennirnir ganga lausir.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli þar sem fjallað er um kynferðisbrot á Íslandi, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi fyrirspurn á Facebook í morgun: „Kæra lögregla á höfuðborgarsvæðinu. Sem almennur borgari, sem er þess utan kvenkyns og þar af leiðandi í stærri áhættuhóp fyrir kynferðisbrot, vil ég fá útskýringu á því hvers vegna menn sem liggja undir grun um að hafa raðnauðgað konum á hrottalegan hátt í íbúð í Hlíðahverfinu og sýnt af sér bæði einbeittan brotavilja auk samverknaðar, sitja ekki í gæsluvarðhaldi? Hér hljóta að vera ríkir almannahagsmunir fyrir því að mennirnir gangi ekki lausir. Ef almenningi stafar ekki hætta af þessum mönnum, hver er þá nógu hættulegur til að sitja í gæsluvarðhaldi? Telst það ekki til almannahagsmuna að konur séu öruggar í Reykjavík?“ 

Svar lögreglu var að ekki væri hægt að ræða tiltekin mál á opinberum vettvangi og því ekki hægt að útskýra hvaða ástæður liggja að baki þegar þessi tiltekna ákvörðun var tekin. „Almennt má segja að hjá okkur hefur alla tíð frá 2007, þegar kynferðisbrotadeildin okkar er stofnuð, lagt kapp á að nýta allar rannsóknarheimildir sem lögreglu standa til boð, þ.m.t. húsleitir, tæknirannsóknir og gæsluvarðhöld, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum málum þarf að skoða atvik til þess að meta hvort að málið uppfylli skilyrði þessarra aðgerða. Þannig þarf þetta mat alltaf að fara fram og í öllum tilvikum gerum við okkar allra besta til að ákvarða rétt,“ segir í svari lögreglu.

Þórdís Elva bendir aftur á móti á að samkvæmt íslenskum lögum sem varða gæsluvarðhald þurfi sterkur grunur að leika á um að sakborningur hafi framið afbrot sem varðar 10 ára fangelsi. „Einnig ef talið er nauðsynlegt að verja aðra fyrir árásum sakbornings, eða ef ætla má að hann reyni að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á samseka og síðast en ekki síst með tilliti til almannahagsmuna. Þetta tiltekna mál virðist skólabókardæmi og uppfylla flest - ef ekki öll - þau skilyrði þar sem krefjast má gæsluvarðhalds yfir sakborningi. Því spyr ég: Ef lögreglan má ekki útskýra fyrir mér hvers vegna þessir menn eru ekki í gæsluvarðhaldi, getur hún þá tryggt öryggi mitt og annarra á meðan þeir ganga lausir?“ spyr Þórdís Elva.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu