Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Meintum nauðgurum sleppt: „Ber ekki að taka öryggi íslenskra kvenna alvarlega?“

Árni Þór Sig­munds­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá kyn­ferð­is­brota­brota­deild, seg­ir ekki þörf á gæslu­varð­haldi yf­ir meint­um nauðg­ur­um. Tveir menn eru tald­ir hafa nauðg­að tveim­ur kon­um í íbúð í Hlíð­un­um sem var út­bú­in tækj­um til nauðg­ana.

Meintum nauðgurum sleppt: „Ber ekki að taka öryggi íslenskra kvenna alvarlega?“

„Þeir voru í haldi í tæpan sólarhring og það lágu fyrir öll gögn. Það var ekki talin þörf á rannsóknargæslu,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður á kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Stundina um mennina tvo sem taldir eru hafa nauðgað tveimur konum í íbúð í Hlíðunum í síðasta mánuði. Íbúðin var búin tækjum sem mennirnir notuðu við nauðganirnar, svo sem svipum, reipi og keðjum. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun

Var það ekki talið þjóna almannahagsmunum að úrskurða mennina í gæsluvarðhald? „Nei,“ svarar Árni Þór. „Annars er það ákærusviðið sem tekur ákvörðun um það byggt á því sem liggur fyrir um rannsóknina,“ segir Árni, en segist að öðru leyti ekki tjáð sig um rannsókn málsins. 

Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. 

Spyr lögreglu hvort hún geti tryggt öryggi sitt

Fréttirnar hafa valdið miklum óhug í dag og hafa netverjar notað myllumerkið #almannahagsmunir til þess að vekja athygli á málinu. „„Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim.“ Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju menn, sem eru taldir ítrekað skipuleggja og framkvæma nauðganir, eru ekki settir í gæsluvarðhald á meðan rannsóknin heldur áfram? Kannski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu geti það?“ spyr Diljá Ámundadóttir, borgarfulltrúi Bjartar framtíðar, til að mynda. 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Þórdís Elva spyr hvort lögreglan geti tryggt öryggi sitt og annarra á meðan mennirnir ganga lausir.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli þar sem fjallað er um kynferðisbrot á Íslandi, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi fyrirspurn á Facebook í morgun: „Kæra lögregla á höfuðborgarsvæðinu. Sem almennur borgari, sem er þess utan kvenkyns og þar af leiðandi í stærri áhættuhóp fyrir kynferðisbrot, vil ég fá útskýringu á því hvers vegna menn sem liggja undir grun um að hafa raðnauðgað konum á hrottalegan hátt í íbúð í Hlíðahverfinu og sýnt af sér bæði einbeittan brotavilja auk samverknaðar, sitja ekki í gæsluvarðhaldi? Hér hljóta að vera ríkir almannahagsmunir fyrir því að mennirnir gangi ekki lausir. Ef almenningi stafar ekki hætta af þessum mönnum, hver er þá nógu hættulegur til að sitja í gæsluvarðhaldi? Telst það ekki til almannahagsmuna að konur séu öruggar í Reykjavík?“ 

Svar lögreglu var að ekki væri hægt að ræða tiltekin mál á opinberum vettvangi og því ekki hægt að útskýra hvaða ástæður liggja að baki þegar þessi tiltekna ákvörðun var tekin. „Almennt má segja að hjá okkur hefur alla tíð frá 2007, þegar kynferðisbrotadeildin okkar er stofnuð, lagt kapp á að nýta allar rannsóknarheimildir sem lögreglu standa til boð, þ.m.t. húsleitir, tæknirannsóknir og gæsluvarðhöld, svo eitthvað sé nefnt. Í öllum málum þarf að skoða atvik til þess að meta hvort að málið uppfylli skilyrði þessarra aðgerða. Þannig þarf þetta mat alltaf að fara fram og í öllum tilvikum gerum við okkar allra besta til að ákvarða rétt,“ segir í svari lögreglu.

Þórdís Elva bendir aftur á móti á að samkvæmt íslenskum lögum sem varða gæsluvarðhald þurfi sterkur grunur að leika á um að sakborningur hafi framið afbrot sem varðar 10 ára fangelsi. „Einnig ef talið er nauðsynlegt að verja aðra fyrir árásum sakbornings, eða ef ætla má að hann reyni að afmá merki eftir brot eða hafa áhrif á samseka og síðast en ekki síst með tilliti til almannahagsmuna. Þetta tiltekna mál virðist skólabókardæmi og uppfylla flest - ef ekki öll - þau skilyrði þar sem krefjast má gæsluvarðhalds yfir sakborningi. Því spyr ég: Ef lögreglan má ekki útskýra fyrir mér hvers vegna þessir menn eru ekki í gæsluvarðhaldi, getur hún þá tryggt öryggi mitt og annarra á meðan þeir ganga lausir?“ spyr Þórdís Elva.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár