Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Eins og í heimsendabíómynd“

Benja­mín Ju­li­an og Heiða Kar­en ferð­ast á milli grískra eyja og að­stoða flótta­menn. Straum­ur flótta­manna til Grikk­lands hef­ur aldrei ver­ið meiri á þess­um árs­tíma. Fólk býr í tjöld­um á kaldri mold­ar­flöt og brenn­ir pappa­kass­ana ut­an af hjálp­ar­gögn­um til að halda á sér hita.

„Eins og í heimsendabíómynd“
Flóttamannageymsla Benjamín kallar búðirnar í Moria flóttamannageymslu. Fólki sem Evrópa vilji ekki sjá sé hrúgað þar upp og það látið bíða.

Þetta er hrottalegt. Ég veit ekki hvernig þetta verður í vor,“ segir Benjamín Julian sem hefur síðustu vikurnar ferðast um eyjur Grikklands og aðstoðað flóttamenn ásamt Heiðu Karenu Sæbergsdóttur. Þau vinna með ýmsum sjálfboðaliðasamtökum, meðal annars við að fæða þann gríðarlega fjölda fólks sem heldur til í hinum ýmsu flóttamannabúðum landsins. Blaðamaður Stundarinnar heyrði í þeim á milli verkefna og fékk að fræðast um það hvernig neyðarástandið á grísku eyjunum horfir við þeim. Þau benda á að á síðustu árum hafi verið lítill straumur af flóttafólki til Grikklands á þessum árstíma. „Núna eru þrjú til fimm þúsund manns að koma daglega þótt hér sé hávetur.“

Benjamín bendir á að allt síðasta ár hafi nær allur straumur flóttamanna til Evrópu farið í gegnum landið. „Gríska ríkið hefur nær engin ráð á að skrá og hýsa allt fólkið, svo búðirnar og skráningarmiðstöðvarnar eru mjög hráslagalegar og færast til nánast vikulega. Á þeim biðstöðvum sem hafa staðið í lengri tíma fyllist allt mjög hratt og tjaldbúðir spretta upp í kring. Þar brennir fólk sér timbur og rusl til að halda á sér hita, svo allt fyllist af eitruðum reyk.“ Þau segjast hafa séð einhverja viðleitni til að halda fjölskyldum frá verstu aðstæðunum, en hún dugi skammt.

Allir vilja norður

„Fyrsta krafa evrópskra yfirvalda hefur lengi verið að allir séu skráðir og stimplaðir inn við komu til Evrópu,“ segir Benjamín og bendir á að þetta valdi því að fólk sé fast vikum saman í hörmulegum aðstæðum, „króknandi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár