Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Eins og í heimsendabíómynd“

Benja­mín Ju­li­an og Heiða Kar­en ferð­ast á milli grískra eyja og að­stoða flótta­menn. Straum­ur flótta­manna til Grikk­lands hef­ur aldrei ver­ið meiri á þess­um árs­tíma. Fólk býr í tjöld­um á kaldri mold­ar­flöt og brenn­ir pappa­kass­ana ut­an af hjálp­ar­gögn­um til að halda á sér hita.

„Eins og í heimsendabíómynd“
Flóttamannageymsla Benjamín kallar búðirnar í Moria flóttamannageymslu. Fólki sem Evrópa vilji ekki sjá sé hrúgað þar upp og það látið bíða.

Þetta er hrottalegt. Ég veit ekki hvernig þetta verður í vor,“ segir Benjamín Julian sem hefur síðustu vikurnar ferðast um eyjur Grikklands og aðstoðað flóttamenn ásamt Heiðu Karenu Sæbergsdóttur. Þau vinna með ýmsum sjálfboðaliðasamtökum, meðal annars við að fæða þann gríðarlega fjölda fólks sem heldur til í hinum ýmsu flóttamannabúðum landsins. Blaðamaður Stundarinnar heyrði í þeim á milli verkefna og fékk að fræðast um það hvernig neyðarástandið á grísku eyjunum horfir við þeim. Þau benda á að á síðustu árum hafi verið lítill straumur af flóttafólki til Grikklands á þessum árstíma. „Núna eru þrjú til fimm þúsund manns að koma daglega þótt hér sé hávetur.“

Benjamín bendir á að allt síðasta ár hafi nær allur straumur flóttamanna til Evrópu farið í gegnum landið. „Gríska ríkið hefur nær engin ráð á að skrá og hýsa allt fólkið, svo búðirnar og skráningarmiðstöðvarnar eru mjög hráslagalegar og færast til nánast vikulega. Á þeim biðstöðvum sem hafa staðið í lengri tíma fyllist allt mjög hratt og tjaldbúðir spretta upp í kring. Þar brennir fólk sér timbur og rusl til að halda á sér hita, svo allt fyllist af eitruðum reyk.“ Þau segjast hafa séð einhverja viðleitni til að halda fjölskyldum frá verstu aðstæðunum, en hún dugi skammt.

Allir vilja norður

„Fyrsta krafa evrópskra yfirvalda hefur lengi verið að allir séu skráðir og stimplaðir inn við komu til Evrópu,“ segir Benjamín og bendir á að þetta valdi því að fólk sé fast vikum saman í hörmulegum aðstæðum, „króknandi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár