Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar

Þröst­ur Sig­munds­son, eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur þing­konu, er byrj­að­ur að veiða hrefnu á hval­veiði­bátn­um Rokk­ar­an­um sem hann keypti í fyrra. Kona hans sat í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar til í fyrra en kem­ur ekk­ert að rekstr­in­um. Efna­hags­leg­ar for­send­ur hrefnu­veiða hafa ekki ver­ið góð­ar á Ís­landi hing­að til, með­al ann­ars vegna lágs kjöt­verðs, en Þröst­ur hef­ur trú á veið­un­um.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar
Annað fyrirtæki tengt þingmanni hefur hrefnuveiðar Fyrirtækið Runo ehf., sem er í eigu Þrastar Sigmundssonar, eiginmanns Silju Daggar Gunnarsdóttur þingkonu hefur hafið hrefnuveiðar. Fyrirtækið á rekur bátinn Rokkarann KE og gerir út frá Keflavík.

Þröstur Sigmundsson, eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingiskonu úr Framsóknarflokknum, er byrjaður að stunda hrefnuveiðar á hvalveiðibátnum Rokkaranum KE sem var í eigu Útgerðarfélagsins Fjarðar ehf. þar til um haustið 2013 en Birna Loftsdóttir, einn stærsti hluthafi Hvals hf. og HB Granda hf., er einn af stofnendum þess fyrirtækis og sat lengi í stjórn þess. Útgerðarfélagið Fjörður ehf. seldi bátinn til fyrirtækis sem heitir Hraunfossar sær ehf.  fyrir rúmlega 22 milljónir króna árið 2013 þegar FJörður hætti hrefnuveiðum. Hvalveiðifyrirtæki Þrastar heitir Runo ehf. og sat Silja Dögg í stjórn þess þar til sumarið 2015 þegar dóttir þeirra settist í stjórn félagsins. 

Þröstur, sem er vélfræðingur, segist ekki áður hafa stundað hvalveiðar áður en að hann hafi verið á sjó í gegnum árin. „Ég byrjaði sjálfur með bát þegar ég var 18 ára, þá var ég á skaki, og svo var ég vélstjóri á frystitogurum. Maður er bara eins og flestir aðrir: Að reyna að gera eitthvað. Svo geri ég kannski eitthvað annað og nýtt með bátinn þegar hrefnuveiðunum lýkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár