Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar

Þröst­ur Sig­munds­son, eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur þing­konu, er byrj­að­ur að veiða hrefnu á hval­veiði­bátn­um Rokk­ar­an­um sem hann keypti í fyrra. Kona hans sat í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar til í fyrra en kem­ur ekk­ert að rekstr­in­um. Efna­hags­leg­ar for­send­ur hrefnu­veiða hafa ekki ver­ið góð­ar á Ís­landi hing­að til, með­al ann­ars vegna lágs kjöt­verðs, en Þröst­ur hef­ur trú á veið­un­um.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar
Annað fyrirtæki tengt þingmanni hefur hrefnuveiðar Fyrirtækið Runo ehf., sem er í eigu Þrastar Sigmundssonar, eiginmanns Silju Daggar Gunnarsdóttur þingkonu hefur hafið hrefnuveiðar. Fyrirtækið á rekur bátinn Rokkarann KE og gerir út frá Keflavík.

Þröstur Sigmundsson, eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingiskonu úr Framsóknarflokknum, er byrjaður að stunda hrefnuveiðar á hvalveiðibátnum Rokkaranum KE sem var í eigu Útgerðarfélagsins Fjarðar ehf. þar til um haustið 2013 en Birna Loftsdóttir, einn stærsti hluthafi Hvals hf. og HB Granda hf., er einn af stofnendum þess fyrirtækis og sat lengi í stjórn þess. Útgerðarfélagið Fjörður ehf. seldi bátinn til fyrirtækis sem heitir Hraunfossar sær ehf.  fyrir rúmlega 22 milljónir króna árið 2013 þegar FJörður hætti hrefnuveiðum. Hvalveiðifyrirtæki Þrastar heitir Runo ehf. og sat Silja Dögg í stjórn þess þar til sumarið 2015 þegar dóttir þeirra settist í stjórn félagsins. 

Þröstur, sem er vélfræðingur, segist ekki áður hafa stundað hvalveiðar áður en að hann hafi verið á sjó í gegnum árin. „Ég byrjaði sjálfur með bát þegar ég var 18 ára, þá var ég á skaki, og svo var ég vélstjóri á frystitogurum. Maður er bara eins og flestir aðrir: Að reyna að gera eitthvað. Svo geri ég kannski eitthvað annað og nýtt með bátinn þegar hrefnuveiðunum lýkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár