Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar

Þröst­ur Sig­munds­son, eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur þing­konu, er byrj­að­ur að veiða hrefnu á hval­veiði­bátn­um Rokk­ar­an­um sem hann keypti í fyrra. Kona hans sat í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar til í fyrra en kem­ur ekk­ert að rekstr­in­um. Efna­hags­leg­ar for­send­ur hrefnu­veiða hafa ekki ver­ið góð­ar á Ís­landi hing­að til, með­al ann­ars vegna lágs kjöt­verðs, en Þröst­ur hef­ur trú á veið­un­um.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar
Annað fyrirtæki tengt þingmanni hefur hrefnuveiðar Fyrirtækið Runo ehf., sem er í eigu Þrastar Sigmundssonar, eiginmanns Silju Daggar Gunnarsdóttur þingkonu hefur hafið hrefnuveiðar. Fyrirtækið á rekur bátinn Rokkarann KE og gerir út frá Keflavík.

Þröstur Sigmundsson, eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingiskonu úr Framsóknarflokknum, er byrjaður að stunda hrefnuveiðar á hvalveiðibátnum Rokkaranum KE sem var í eigu Útgerðarfélagsins Fjarðar ehf. þar til um haustið 2013 en Birna Loftsdóttir, einn stærsti hluthafi Hvals hf. og HB Granda hf., er einn af stofnendum þess fyrirtækis og sat lengi í stjórn þess. Útgerðarfélagið Fjörður ehf. seldi bátinn til fyrirtækis sem heitir Hraunfossar sær ehf.  fyrir rúmlega 22 milljónir króna árið 2013 þegar FJörður hætti hrefnuveiðum. Hvalveiðifyrirtæki Þrastar heitir Runo ehf. og sat Silja Dögg í stjórn þess þar til sumarið 2015 þegar dóttir þeirra settist í stjórn félagsins. 

Þröstur, sem er vélfræðingur, segist ekki áður hafa stundað hvalveiðar áður en að hann hafi verið á sjó í gegnum árin. „Ég byrjaði sjálfur með bát þegar ég var 18 ára, þá var ég á skaki, og svo var ég vélstjóri á frystitogurum. Maður er bara eins og flestir aðrir: Að reyna að gera eitthvað. Svo geri ég kannski eitthvað annað og nýtt með bátinn þegar hrefnuveiðunum lýkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár