Þröstur Sigmundsson, eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingiskonu úr Framsóknarflokknum, er byrjaður að stunda hrefnuveiðar á hvalveiðibátnum Rokkaranum KE sem var í eigu Útgerðarfélagsins Fjarðar ehf. þar til um haustið 2013 en Birna Loftsdóttir, einn stærsti hluthafi Hvals hf. og HB Granda hf., er einn af stofnendum þess fyrirtækis og sat lengi í stjórn þess. Útgerðarfélagið Fjörður ehf. seldi bátinn til fyrirtækis sem heitir Hraunfossar sær ehf. fyrir rúmlega 22 milljónir króna árið 2013 þegar FJörður hætti hrefnuveiðum. Hvalveiðifyrirtæki Þrastar heitir Runo ehf. og sat Silja Dögg í stjórn þess þar til sumarið 2015 þegar dóttir þeirra settist í stjórn félagsins.
Þröstur, sem er vélfræðingur, segist ekki áður hafa stundað hvalveiðar áður en að hann hafi verið á sjó í gegnum árin. „Ég byrjaði sjálfur með bát þegar ég var 18 ára, þá var ég á skaki, og svo var ég vélstjóri á frystitogurum. Maður er bara eins og flestir aðrir: Að reyna að gera eitthvað. Svo geri ég kannski eitthvað annað og nýtt með bátinn þegar hrefnuveiðunum lýkur.“
Athugasemdir