Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar

Þröst­ur Sig­munds­son, eig­in­mað­ur Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur þing­konu, er byrj­að­ur að veiða hrefnu á hval­veiði­bátn­um Rokk­ar­an­um sem hann keypti í fyrra. Kona hans sat í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins þar til í fyrra en kem­ur ekk­ert að rekstr­in­um. Efna­hags­leg­ar for­send­ur hrefnu­veiða hafa ekki ver­ið góð­ar á Ís­landi hing­að til, með­al ann­ars vegna lágs kjöt­verðs, en Þröst­ur hef­ur trú á veið­un­um.

Eiginmaður þingkonu farinn á hvalveiðar
Annað fyrirtæki tengt þingmanni hefur hrefnuveiðar Fyrirtækið Runo ehf., sem er í eigu Þrastar Sigmundssonar, eiginmanns Silju Daggar Gunnarsdóttur þingkonu hefur hafið hrefnuveiðar. Fyrirtækið á rekur bátinn Rokkarann KE og gerir út frá Keflavík.

Þröstur Sigmundsson, eiginmaður Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingiskonu úr Framsóknarflokknum, er byrjaður að stunda hrefnuveiðar á hvalveiðibátnum Rokkaranum KE sem var í eigu Útgerðarfélagsins Fjarðar ehf. þar til um haustið 2013 en Birna Loftsdóttir, einn stærsti hluthafi Hvals hf. og HB Granda hf., er einn af stofnendum þess fyrirtækis og sat lengi í stjórn þess. Útgerðarfélagið Fjörður ehf. seldi bátinn til fyrirtækis sem heitir Hraunfossar sær ehf.  fyrir rúmlega 22 milljónir króna árið 2013 þegar FJörður hætti hrefnuveiðum. Hvalveiðifyrirtæki Þrastar heitir Runo ehf. og sat Silja Dögg í stjórn þess þar til sumarið 2015 þegar dóttir þeirra settist í stjórn félagsins. 

Þröstur, sem er vélfræðingur, segist ekki áður hafa stundað hvalveiðar áður en að hann hafi verið á sjó í gegnum árin. „Ég byrjaði sjálfur með bát þegar ég var 18 ára, þá var ég á skaki, og svo var ég vélstjóri á frystitogurum. Maður er bara eins og flestir aðrir: Að reyna að gera eitthvað. Svo geri ég kannski eitthvað annað og nýtt með bátinn þegar hrefnuveiðunum lýkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár