Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ég gat varla gengið”

Björn Zoëga Björns­son, fyrr­ver­andi skip­stjórn­ar­mað­ur, var alltof þung­ur, með skaða á hné og áunna syk­ur­sýki. Hann fékk hjálp og geng­ur nú á hæstu fjöll sem Big­gest Winner.

„Ég gat varla gengið”
Sigurvegari Björn Zoëga á Fimmvörðuhálsi, einni af erfiðari gönguleiðumn á Íslandi, nokkrum mánuðum eftir að hann gat varla gengið. Mynd: Einkasafn

„Ég var orðinn alltof þungur og glímdi að auki við veikindi í hné eftir slys á sjónum. Af þessu leiddi að ég átti erfitt með gang,” segir Björn Zoëga Björnsson, 50 ára fyrrverandi skipstjórnarmaður, sem þakkar nú sínum sæla fyrir að hafa snúið lífi sínu frá kyrrsetu í það að ganga á fjöll nokkrum sinnum í viku. 

Það sem varð Birni til bjargar var verkefnið Biggest Winner sem stofnað var til á vegum Ferðafélags Íslands í febrúar á síðasta ári. Markmiðið var að gefa þungu fólki tækifæri til að styrkja sig og létta með fjallgöngum. 40 manns tóku slaginn. Þeirra á meðal var Björn. 

Hætti á sjónum

„Ég hafði þurft að hætta sjómennsku vegna slyss á hægra hné. Þetta hefur háð mér mjög undanfarin ár. Þegar reyndi á hnéð þá bólgnaði það upp og það tók mig langan tíma að verða góður. Núna  finn ég nánast ekki fyrir verkjum. Ég hef farið í sjö aðgerðir á hnénu. Brjóskið er nánast uppurið og ég er með slitgigt. Til þess að bæta gráu ofan á svart var ég með sykursýki 2. Árið 2013 fékk ég „Unloader One“ hnéspelku frá Össuri samkvæmt ráðleggingu heimilislæknis míns. Ég hefði raunar þurft að fara í liðskipti en var að mati Tryggingastofnunar of ungur,“ segir Björn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár