Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Ég gat varla gengið”

Björn Zoëga Björns­son, fyrr­ver­andi skip­stjórn­ar­mað­ur, var alltof þung­ur, með skaða á hné og áunna syk­ur­sýki. Hann fékk hjálp og geng­ur nú á hæstu fjöll sem Big­gest Winner.

„Ég gat varla gengið”
Sigurvegari Björn Zoëga á Fimmvörðuhálsi, einni af erfiðari gönguleiðumn á Íslandi, nokkrum mánuðum eftir að hann gat varla gengið. Mynd: Einkasafn

„Ég var orðinn alltof þungur og glímdi að auki við veikindi í hné eftir slys á sjónum. Af þessu leiddi að ég átti erfitt með gang,” segir Björn Zoëga Björnsson, 50 ára fyrrverandi skipstjórnarmaður, sem þakkar nú sínum sæla fyrir að hafa snúið lífi sínu frá kyrrsetu í það að ganga á fjöll nokkrum sinnum í viku. 

Það sem varð Birni til bjargar var verkefnið Biggest Winner sem stofnað var til á vegum Ferðafélags Íslands í febrúar á síðasta ári. Markmiðið var að gefa þungu fólki tækifæri til að styrkja sig og létta með fjallgöngum. 40 manns tóku slaginn. Þeirra á meðal var Björn. 

Hætti á sjónum

„Ég hafði þurft að hætta sjómennsku vegna slyss á hægra hné. Þetta hefur háð mér mjög undanfarin ár. Þegar reyndi á hnéð þá bólgnaði það upp og það tók mig langan tíma að verða góður. Núna  finn ég nánast ekki fyrir verkjum. Ég hef farið í sjö aðgerðir á hnénu. Brjóskið er nánast uppurið og ég er með slitgigt. Til þess að bæta gráu ofan á svart var ég með sykursýki 2. Árið 2013 fékk ég „Unloader One“ hnéspelku frá Össuri samkvæmt ráðleggingu heimilislæknis míns. Ég hefði raunar þurft að fara í liðskipti en var að mati Tryggingastofnunar of ungur,“ segir Björn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
4
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár