Verðlag á Íslandi er að öllum líkindum það hæsta á byggðu bóli, samkvæmt greiningu Arion banka á áhrifum gríðarlegrar styrkingar íslensku krónunnar. Í greiningunni kemur fram að krónan sé orðin of sterk.
Afleiðingin er til dæmis að verð á bjór er nífalt hærra í Reykjvík en í Prag, þrefalt hærra en í Brussel og tvöfalt hærra en í London. Bjór í Osló er nú rúmlega 200 krónum ódýrari en í Reykjavík.
Krónan er orðin svo sterk að hún ógnar helstu útflutningsgeirum, þar sem útfluttar vörur kosta mun meira í erlendri mynt vegna styrkingar krónunnar en áður.
Í greiningu Arion banka er velt upp spurningunni hvort hagkerfið ráði við svo sterkt gengi krónunnar.
Athugasemdir