Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar

Þýska rík­ið send­ir þau skila­boð frá sér að það muni ekki bjarga Deutsche Bank komi til þess að bank­inn fari í gjald­þrot. Fram­kvæmd­ar­stjóri bank­ans sendi í gær tölvu­póst á 100.000 starfs­menn þar sem hann sagði bank­ann ekki hafa stað­ið eins vel í 20 ár, þrátt fyr­ir að hluta­bréf í bank­an­um hafi sama dag náð sín­um lægsta botni í 30 ár.

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar
Krísa Deutsche Bank á í erfiðleikum með að fjármagna sig.

Þýska ríkið mun ekki bjarga Deutsche Bank eða öðrum fjármálastofnunum sem eiga í vanda um þessar mundir, fari svo að stofnanirnar lendi gjaldþroti. Þessar yfirlýsingar komu frá starfsmanni innan ríkisstjórnar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær.

Merkel hitti einnig bankastjóra seðlabanka Evrópu, Mario Draghy, í gær. Þar var afstaðar ríkisstjórnarinnar ítrekuð: Að peningar skattgreiðenda yrðu ekki notaðir til þess að koma fjármálastofnunum í vanda til hjálpar, líkt og gert var í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Íslandi og víðar. Þessar yfirlýsingar koma þvert á raddir sem heyrst höfðu fyrr í vikunni, þess efnis að innan ríkisstjórnarinnar væru uppi áform að bjarga Deutsche Bank ef allt færi á versta veg.

Sekt sem lögð var á bankann, upp á 14 milljarða dollara, vegna ólöglegra fjármálagjörnina í aðdraganda hrunsins árið 2008 er á gjalddaga þann 6. desember næstkomandi. Stjórnendur bankans róa því lífróður þessa dagana til þess að fjármagna þá greiðslu. Virðist ekki vera mikil trú á því að sú fjármögnun takist, því einstaklingar og/eða stofnanir sem eiga hlutabréf í bankanum vinna að því hörðum höndum að losa sig við allar eignir sínar tengdar bankanum um þessar mundir.

Talsmaður seðlabanka Evrópu neitaði að tjá sig um það hvort Merkel og Draghi væru að ræða mál Deutsche Bank í gær. „Þau eru að ræða efnahagsmál Evru-svæðisins,“ lét hann hafa eftir sér.

Lægsta hlutabréfaverð í 30 ár - Ekki staðið eins vel í 20 ár

Framkvæmdarstjóri Deutsche Bank, John Cryan, sendi tölvupóst á 100.000 starfsmenn bankans þar sem hann fullvissaði alla um að fjármál bankans stæðu vel. Sagði hann bankann hafa verið fórnarlamb „spákaupmennsku og gróusagna“ sem væru ástæða þess að hlutabréfaverð í honum væri að hrynja.

John Cryan
John Cryan setti saman tölvupóst sem stappaði einhverju stáli í markaðinn

Hlutabréf í bankanum náðu sínum lægsta botni í 30 ár rétt áður en Cryan sendi tölvupóstinn, sem virðist hafa náð að róa einhverjar taugar. Tók hann einnig fram í póstinum að bankinn hefði ekki staðið eins vel í 20 ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár