Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar

Þýska rík­ið send­ir þau skila­boð frá sér að það muni ekki bjarga Deutsche Bank komi til þess að bank­inn fari í gjald­þrot. Fram­kvæmd­ar­stjóri bank­ans sendi í gær tölvu­póst á 100.000 starfs­menn þar sem hann sagði bank­ann ekki hafa stað­ið eins vel í 20 ár, þrátt fyr­ir að hluta­bréf í bank­an­um hafi sama dag náð sín­um lægsta botni í 30 ár.

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar
Krísa Deutsche Bank á í erfiðleikum með að fjármagna sig.

Þýska ríkið mun ekki bjarga Deutsche Bank eða öðrum fjármálastofnunum sem eiga í vanda um þessar mundir, fari svo að stofnanirnar lendi gjaldþroti. Þessar yfirlýsingar komu frá starfsmanni innan ríkisstjórnar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær.

Merkel hitti einnig bankastjóra seðlabanka Evrópu, Mario Draghy, í gær. Þar var afstaðar ríkisstjórnarinnar ítrekuð: Að peningar skattgreiðenda yrðu ekki notaðir til þess að koma fjármálastofnunum í vanda til hjálpar, líkt og gert var í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Íslandi og víðar. Þessar yfirlýsingar koma þvert á raddir sem heyrst höfðu fyrr í vikunni, þess efnis að innan ríkisstjórnarinnar væru uppi áform að bjarga Deutsche Bank ef allt færi á versta veg.

Sekt sem lögð var á bankann, upp á 14 milljarða dollara, vegna ólöglegra fjármálagjörnina í aðdraganda hrunsins árið 2008 er á gjalddaga þann 6. desember næstkomandi. Stjórnendur bankans róa því lífróður þessa dagana til þess að fjármagna þá greiðslu. Virðist ekki vera mikil trú á því að sú fjármögnun takist, því einstaklingar og/eða stofnanir sem eiga hlutabréf í bankanum vinna að því hörðum höndum að losa sig við allar eignir sínar tengdar bankanum um þessar mundir.

Talsmaður seðlabanka Evrópu neitaði að tjá sig um það hvort Merkel og Draghi væru að ræða mál Deutsche Bank í gær. „Þau eru að ræða efnahagsmál Evru-svæðisins,“ lét hann hafa eftir sér.

Lægsta hlutabréfaverð í 30 ár - Ekki staðið eins vel í 20 ár

Framkvæmdarstjóri Deutsche Bank, John Cryan, sendi tölvupóst á 100.000 starfsmenn bankans þar sem hann fullvissaði alla um að fjármál bankans stæðu vel. Sagði hann bankann hafa verið fórnarlamb „spákaupmennsku og gróusagna“ sem væru ástæða þess að hlutabréfaverð í honum væri að hrynja.

John Cryan
John Cryan setti saman tölvupóst sem stappaði einhverju stáli í markaðinn

Hlutabréf í bankanum náðu sínum lægsta botni í 30 ár rétt áður en Cryan sendi tölvupóstinn, sem virðist hafa náð að róa einhverjar taugar. Tók hann einnig fram í póstinum að bankinn hefði ekki staðið eins vel í 20 ár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár