Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Búast við fjölgun ferðamanna við Eldvörp

Um­deild­ar rann­sókn­ar­bor­an­ir hefjast inn­an skamms.

Búast við fjölgun ferðamanna við Eldvörp
Eldvörp Vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja njóta náttúrunnar. Mynd: Ellert Grétarsson

Innan skamms mun HS Orka hefja rannsóknarboranir í Eldvörpum, skammt vestan við Bláa lónið og Svartsengi en þar er að finna gosminjar frá Reykjaneseldum á 13. öld. Fjölmargir náttúruverndarsinnar og útivistarfólk hafa sett sig upp á móti þessu framkvæmdum og hefur ljósmyndarinn Ellert Grétarsson verið einn þeirra en hann hefur skrifað fjölmarga pistla um málið. Eldvörp er röð gosgíga sem teygja sig 10 kílómetra frá norðaustri til suðvesturs eftir sprungustefnunni sem Ellert segir einkenna eldstöðvarnar á vestanverðum Reykjanesskaganum.

Þá segir Ellert einnig að allar líkur séu á því að orkuvinnsla á svæðinu verði ekki sjálfbær: „Í matskýrslunni kemur glögglega fram að tengsl eru á milli hitasvæðanna í Eldvörpum og Svartsengi. Allt bendir til þess að um sama jarðhitageyminn sé að ræða. Orkuvinnsla í Eldvörpum yrði því aldrei sjáflbær, ekki frekar en vinnslan í Svartsengi sem er keyrð á rúmlega 70% afköstum. Einungis þannig er mögulegt að halda henni í jafnvægi. HS Orka vill sumsé ganga úr skugga um þetta með tilraunaborunum.“

Bæjaryfirvöld í Grindavík gáfu grænt ljós á verkefnið en í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir þá fundaði Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur um málið. Nefndin segir að gera megi ráð fyrir því að aukin umræða um Eldvörp leiði til aukinnar umferðar ferðamanna um svæðið.

„Svæðið er mjög viðkvæmt og því brýnt að þegar verði hafist handa við að skipuleggja stígagerð og gera aðrar þær ráðstafanir til að stýra umferð fólks um svæðið. Nefndin leggur til að leitað verði ráðgjafar hjá Ómari Smára Ármannssyni, sem hefur kynnt sér svæðið manna best.“
Þá vildi nefndin einnig árétta mikilvægi þess að aðilar á vegum Grindavíkurbæjar hafi mjög náið eftirlit með öllum framkvæmdum á svæðinu: „… og fylgi því eftir að allar takmarkanir á umfangi borteiga séu virtar.“

Þá segir einnig í bókun nefndarinnar að strangt eftirlit verði haft með þeim framkvæmdum sem óhjákvæmilega verða vegna uppbyggingar og styrkingar á vegum og slóðum á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldvörp

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár