Eldvörp eru um 10 kílómetra löng gígaröð skammt vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Gígaröðin myndaðist í Reykjaneseldum á 13. öld en þá runnu Eldvarpahraun, Stampahraun yst á Reykjanesi og Arnarseturshraun en í gegnum það liggur Grindavíkurvegurinn. Þegar farið er um þessi svæði á ysta hluta Reykjanesskagans er ekki erfitt að ímynda sér hvað gengið hefur á í þessum miklu jarðeldum. Hvergi í heiminum eru ummerki eldvirkninnar á mótum tveggja jarðskorpufleka jafn sýnileg á þurru landi. Segja má að Eldvörp séu eins og smækkuð útgáfa af Lakagígum, frægustu gígaröð landsins og eru þau á náttúruminjaskrá.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Fórna fágætri náttúru á heimsvísu
HS Orka hefur fengið leyfi Grindavíkurbæjar fyrir rannsóknarborunum við gígaröð Eldvarpa á Reykjanesi. Skipulagsstofnun segir um að ræða umfangsmikið, óafturkræft rask á svæðum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu.
Athugasemdir