Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Breiðfylking gegn Hönnu Birnu

Mikl­ar lík­ur eru á fram­boði Ólaf­ar Nor­dal til vara­for­manns. Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir er ein­dreg­inn stuðn­ings­mað­ur Ólaf­ar. El­ín Hirst vill að Hanna Birna fari af þingi. Formað­ur­inn sagð­ur styðja Ólöfu.

Breiðfylking gegn Hönnu Birnu
Stórsókn og undanhald Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur sagt að hún sé að hugsa málið varðandi framboð. Hún nýtur breiðs stuðnings innan flokksins og þykir líkleg til að bæta ásýnd hans. Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill gefa kost á sér áfram í embætti. Margir innan flokksins eru á öðru máli. Mynd: Innanríkisráðuneytið

Vaxandi þrýstingur er innan Sjálfstæðisflokksins á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum og ýta þannig Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, til hliðar. Heimildir Stundarinnar herma að stuðningsmenn Ólafar meti það svo að miklar líkur séu á því að hún bjóði sig fram. „Líkurnar eru yfirgnæfandi,“ sagði einn samherja hennar. Þungavigtarmaður innan Sjálfstæðisflokksins sagði augljóst að Ólöf væri að fara í slaginn. „Og hún mun vinna, það er augljóst. Hanna Birna er á stöðugu undanhaldi en Ólöf í stórsókn,“ segir hann.

Sjálf hefur Ólöf einungis sagt að hún þurfi að gera upp við sig hvort hún sækist eftir þingsæti á ný. Ólöf var varaformaður á árunum 2010 til 2013 en hætti á Alþingi í síðustu kosningum.

Á þriðjudagskvöld varð sá fáheyrði atburður að fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi skoraði á Ólöfu að gefa kost á sér. Þar er afdráttarlaust lýst stuðningi við ráðherrann sem er utan þings. Tugir manna voru á fundinum. Tillaga formanns um áskorun á Ólöfu var einróma samþykkt.

„Fund­ur­inn hvet­ur Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra til að gefa kost á sér til embætt­is vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á kom­andi lands­fundi. Ólöf hef­ur sýnt það í störf­um sín­um nú sem fyrr að hún býr yfir krafti, áræðni og reynslu til for­yst­u­starfa á veg­um Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir í álykt­un fund­ar­ins. Áður hafði Félag sjálfstæðismanna í Langholtshverfi sent frá sér sambærilega áskorun.

„Ólöf hef­ur sýnt og sannað að hún býr yfir krafti og áræðni til for­yst­u­starfa, hvort sem er á vett­vangi Sjálf­stæðis­flokks­ins eða lands­mál­anna,“ seg­ir í ályktun félagsins. Tekið er eftir því að orðalag stuðningsyfirlýsinganna er nauðalíkt. Þá er þess að vænta að fleiri félög sjálfstæðismanna taki af skarið og lýsi stuðningi við innanríkisráðherra. Í grasrót flokksins er uppreisn gegn Hönnu Birnu.

Þess utan hefur hópur forystu­manna Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni gefið út stuðningsyfirlýsingu við framboð Ólafar. Þá yfirlýsingu undirrita fjölmargir formenn Sjálfstæðisfélaga svo sem Sölvi Sól­bergs­son á Bolungarvík og Haf­dís Gunn­ars­dótt­ir á Ísafirði. „Án þess að á nokk­urn sé hallað telj­um við Ólöfu vera hæf­asta sjálfstæðismanninn á land­inu öllu til að leiða flokk­inn, ásamt Bjarna Benediktssyni for­manni,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

Þöglir þingmenn

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki viljað gefa opinberlega upp afstöðu sína til framboðs Ólafar. Þó er talið að hún njóti mikils stuðnings. Guðlaugur 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár