Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bræður á spena Flokks heimilanna

Bræð­urn­ir Kristján Snorri og Eyj­ólf­ur Vest­mann Ing­ólfs­syn­ir yf­ir­tóku stjórn­mála­flokk sem Pét­ur Gunn­laugs­son og Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir voru í fram­boði fyr­ir. Þeir hafa und­an­far­in ár lif­að á rík­is­styrkj­um til flokks­ins. Kristján hef­ur stefnt Pétri fyr­ir meið­yrði.

Bræður á spena Flokks heimilanna
Eyjólfur og Kristján Bræðurnir, sem hafa verið bornir þungum sökum, á góðri stund í Ástralíu.

Bræðurnir Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfssynir hafa undanfarin ár lifað á ríkisstyrkjum sem stjórnmálasamtökin Flokkur heimilanna fær úr ríkissjóði. Flokkurinn var stofnaður af Séra Halldór Gunnarsson í Holti, en útvarpsfólkið Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson voru meðal þeirra sem fóru fram fyrir flokkinn. Var Pétur formaður, áður en bræðurnir yfirtóku flokkinn í kjölfar kosninga.  Flokkurinn fékk um 3 prósent atkvæða sem þýðir að hann á rétt á 40 milljónum króna yfir núverandi kjörtímabil. Þetta kom fram í meiðyrðamáli Kristjáns Snorra gegn Pétri en aðalmeðferð fór fram í síðustu viku. Meint meiðyrði Péturs snúast um orð sem hann lét falla á Eyjunni en þar sagði hann að Kristján Snorri hefði ekki borgað skuldir flokksins en þess í stað farið á heimsmeistaramót í fótbolta í Brasilíu.  

Í kjölfar alþingiskosninganna 2013 hefur Flokkur heimilanna fengið um 19 milljónir króna úr ríkissjóði. Bræðurnir Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfssynir, sem með fjandsamlegri yfirtöku tóku yfir stjórn flokksins í kjölfar kosninganna, eru tveir af þremur stjórnarmönnum. Er Kristján formaður og hefur flokkurinn borgað einkafyrirtæki hans, Helstirni ehf., milljónir fyrir ráðgjafaþjónustu og húsaleigu. Eyjólfur, bróðir hans, fékk tæpar þrjár milljónir í afturvirk laun, og fær að auki 250 þúsund krónur í laun á mánuði sem framkvæmdarstjóri, þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekkert starfað síðan í kosningunum 2013.  

Útvarpsmaður og lögmaður
Útvarpsmaður og lögmaður Pétur eru mjög ósátt við stjórn flokksins og rekstur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár