Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bræður á spena Flokks heimilanna

Bræð­urn­ir Kristján Snorri og Eyj­ólf­ur Vest­mann Ing­ólfs­syn­ir yf­ir­tóku stjórn­mála­flokk sem Pét­ur Gunn­laugs­son og Arn­þrúð­ur Karls­dótt­ir voru í fram­boði fyr­ir. Þeir hafa und­an­far­in ár lif­að á rík­is­styrkj­um til flokks­ins. Kristján hef­ur stefnt Pétri fyr­ir meið­yrði.

Bræður á spena Flokks heimilanna
Eyjólfur og Kristján Bræðurnir, sem hafa verið bornir þungum sökum, á góðri stund í Ástralíu.

Bræðurnir Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfssynir hafa undanfarin ár lifað á ríkisstyrkjum sem stjórnmálasamtökin Flokkur heimilanna fær úr ríkissjóði. Flokkurinn var stofnaður af Séra Halldór Gunnarsson í Holti, en útvarpsfólkið Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson voru meðal þeirra sem fóru fram fyrir flokkinn. Var Pétur formaður, áður en bræðurnir yfirtóku flokkinn í kjölfar kosninga.  Flokkurinn fékk um 3 prósent atkvæða sem þýðir að hann á rétt á 40 milljónum króna yfir núverandi kjörtímabil. Þetta kom fram í meiðyrðamáli Kristjáns Snorra gegn Pétri en aðalmeðferð fór fram í síðustu viku. Meint meiðyrði Péturs snúast um orð sem hann lét falla á Eyjunni en þar sagði hann að Kristján Snorri hefði ekki borgað skuldir flokksins en þess í stað farið á heimsmeistaramót í fótbolta í Brasilíu.  

Í kjölfar alþingiskosninganna 2013 hefur Flokkur heimilanna fengið um 19 milljónir króna úr ríkissjóði. Bræðurnir Kristján Snorri og Eyjólfur Vestmann Ingólfssynir, sem með fjandsamlegri yfirtöku tóku yfir stjórn flokksins í kjölfar kosninganna, eru tveir af þremur stjórnarmönnum. Er Kristján formaður og hefur flokkurinn borgað einkafyrirtæki hans, Helstirni ehf., milljónir fyrir ráðgjafaþjónustu og húsaleigu. Eyjólfur, bróðir hans, fékk tæpar þrjár milljónir í afturvirk laun, og fær að auki 250 þúsund krónur í laun á mánuði sem framkvæmdarstjóri, þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekkert starfað síðan í kosningunum 2013.  

Útvarpsmaður og lögmaður
Útvarpsmaður og lögmaður Pétur eru mjög ósátt við stjórn flokksins og rekstur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármál stjórnmálaflokka

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár