Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur þýtt bókina Þjóðaplágan íslam á íslensku. Bókin heitir á frummálinu Islam. Den 11. landeplage og er eftir Hege Storhaug, norska baráttukonu gegn múslimum sem gagnrýnd hefur verið fyrir að ala á hatri gegn innflytjendum. Sjálfur vakti Magnús Þór athygli fyrir nokkrum árum þegar hann lagðist gegn því að Akranessbær tæki á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum. Nýlega réði útgáfufélagið Vefpressan, sem gefur meðal annars út Pressuna.is, Eyjuna.is og DV, hann sem ritstjóra blaðsins Vesturland.
Bók Hege Storhaug er seld í Eymundsson og í Bókabúð Máls og menningar. Mál og menning geymdi bókina fyrst um sinn í skúffu á bak við afgreiðsluborðið og til að kaupa bókina þurfti að biðja sérstaklega um hana. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Þjóðaplágan íslam einnig höfð í felum í Eymundsson á Skólavörðustíg þar til nýlega. Hún rataði á íslenskan metsölulista í síðustu viku en fékk þó ekki að prýða metsölubókahillu búðarinnar.
Athugasemdir