Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bókabúðir fela áróðursbók gegn múslimum – höfundur æfur

Bók­in „Þjóðaplág­an íslam“ var fyrst um sinn geymd of­an í skúffu í Bóka­búð Máls og menn­ing­ar. Þýð­andi bók­ar­inn­ar var rek­inn af af hér­aðsmiðl­in­um Skessu­horni í kjöl­far kvört­un­ar en skömmu síð­ar réði Press­an hann sem rit­stjóra. „Hvar er prent­frels­ið í land­inu?“ spyr hann.

Bókabúðir fela áróðursbók gegn múslimum – höfundur æfur

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur þýtt bókina Þjóðaplágan íslam á íslensku. Bókin heitir á frummálinu Islam. Den 11. landeplage og er eftir Hege Storhaug, norska baráttukonu gegn múslimum sem gagnrýnd hefur verið fyrir að ala á hatri gegn innflytjendum. Sjálfur vakti Magnús Þór athygli fyrir nokkrum árum þegar hann lagðist gegn því að Akranessbær tæki á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum. Nýlega réði útgáfufélagið Vefpressan, sem gefur meðal annars út Pressuna.is, Eyjuna.is og DV, hann sem ritstjóra blaðsins Vesturland.

Bók Hege Storhaug er seld í Eymundsson og í Bókabúð Máls og menningar. Mál og menning geymdi bókina fyrst um sinn í skúffu á bak við afgreiðsluborðið og til að kaupa bókina þurfti að biðja sérstaklega um hana. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Þjóðaplágan íslam einnig höfð í felum í Eymundsson á Skólavörðustíg þar til nýlega. Hún rataði á íslenskan metsölulista í síðustu viku en fékk þó ekki að prýða metsölubókahillu búðarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár