Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni: Þarf geðveiki til að sjá ekki hvað ástandið er gott á Íslandi

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vor­kenn­ir þeim sem eru nei­kvæð­ir á Ís­land.

Bjarni: Þarf geðveiki til að sjá ekki hvað ástandið er gott á Íslandi
Bjarni Benediktsson í Kryddsíld Stöðvar 2 Bjarni var léttur í bragði, en hann sagði að hann vorkenndi þeim sem væru svartsýnir og neikvæðir á ástand og atburði á Íslandi á árinu. Mynd: Stöð 2

„Ég vorkenni fólki sem líður svona,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um neikvæðni fólks gagnvart atburðum ársins á Íslandi í áramótauppgjörsþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag.

Bjarni sagði að það þyrfti „náttúrulega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á“.

Bjarni ræddi um árið og atburði þess í Kryddsíldinni og kvaðst vera ánægður með að þingið hefði samþykkt fjárlög hans, jafnvel þótt hann hefði ekki ríkisstjórnarmeirihluta. Hann grínaðist með að breyta mætti stjórnarskránni í þá átt að ekki þyrfti þingbundna stjórn þegar þingið virkaði svo vel. Allir væru ánægðir, enda væri Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn við stjórn. Formenn annara stjórnmálaflokka á Alþingi voru í þættinum, sem stýrt var af Loga Bergmanni Eiðssyni og Thelmu Tómasdóttur. Þátturinn einkenndist af gleði og var meðal annars tekið sameiginlegt hú-klapp.

„Það þarf náttúrulega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á, sagði Bjarni. Hvað við búum í öruggu landi, friðsælu landi, lýðræðislegu landi þar sem menn boða til kosninga til þess að hleypa fólki að. Til þess að velja sér leiðtoga þegar ákall kemur um það og rís upp. Land þar sem langlífi er mest í heiminum, kaupmáttur hefur vaxið, allir hafa atvinnu, lífsgæði á nánast hvaða mælikvarða sem er eru há.“

Bjarni greip þannig til orða um þá sem eru ósáttir við atburði og ástandið á Íslandi á árinu eftir að uppistandarinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi Benediktsson fór yfir atburði ársins á heimsvísu í pistli sem sýndur var í Kryddsíldinni.

Gagnrýndi firringu á árinu

Bergur Ebbi ræddi kjör Donalds Trump, ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu, Brúneggjamálið og hvernig Ísland vakti heimsathygli fyrir hversu margir stjórnmálamenn í landinu reyndust eiga aflandsfélög, og svo viðbrögð eða skort á viðbrögðum við því. Hann ályktaði hann að árið hefði einkennst af ákveðinni firringu. „Kannski var 2016 ár geðveikinnar,“ sagði hann í því samhengi. 

Hann gagnrýndi einnig Bjarna Benediktsson. „Svo má ekki gleyma að Bjarni Benediktsson tók sinn gagnalekaskandal á cruise control, enda öllu vanur, og bauð upp á Panamatvist með viðkomu í Lúxemborg og Seychelles eyjum fyrir ströndum Afríku, en virðist koma nokkuð óskaddaður frá þeirri sjóferð.“

Bjarni svaraði því til að hann vorkenndi slíku fólki. Að taka árið saman og segja þetta er nú geðveikt ár og hér er allt rotið og spillt og merki um það miðað við þá atburði sem gerðust á þessu ári að við erum bara sökkvandi skip sem að verður ekki viðbjargað. Þetta er ákveðin lífssýn, en ég vorkenni fólki sem líður svona.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár