Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni bregst við: Aukin skattbyrði hjá lágtekju- og millitekjufólki eðlileg í ljósi launahækkana

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins bend­ir á að skatt­byrði lág­tekju- og milli­tekju­fólks hef­ur auk­ist vegna launa­hækk­ana. Hjá tekju­hæstu 20 pró­sent­un­um hef­ur hins veg­ar skatt­byrð­in minnk­að þrátt fyr­ir aukn­ar tekj­ur.

Bjarni bregst við: Aukin skattbyrði hjá lágtekju- og millitekjufólki eðlileg í ljósi launahækkana

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur eðlilegt að skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa hafi aukist á kjörtímabilinu í ljósi þess að laun hafi hækkað. Hann gerir ekki athugasemd við að skattbyrði þeirra tekjuhæstu hafi minnkað á sama tíma jafnvel þótt tekjur þess hóps hafi hækkað mest.

Bjarni birti Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann bregst við fréttaflutningi Stundarinnar og umfjöllun Indriða H. Þorlákssonar, fyrrverandi ríkisskattstjóra, um aukna skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa á yfirstandandi kjörtímabili. 

„Þessi umræða er með því daprasta sem ég hef séð lengi,“ skrifar Bjarni og bendir á að tekjuskattsprósentan hafi vissulega verið lækkuð í tíð ríkisstjórnarinnar. „Það er sama hvaða tekjur þú hefur, tekjuskatturinn hefur lækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Við höfum lækkað lægsta þrepið og afnumið miðþrepið. Fyrir langflesta hefur tekjuskatturinn lækkað um 3,3 prósentustig.“

Þá fullyrðir Bjarni að þess sé „hvergi getið að meginástæðan fyrir því að nær allar tekjutíundir greiða hærra hlutfall af launum í skatt, þrátt fyrir lægri tekjuskatt, er einföld: Launin hafa hækkað verulega“.

Í umfjöllun Stundarinnar var hins vegar skýrt tekið fram að þróun skattbyrðinnar hefði að miklu leyti ráðist „af þróun verðlags og launa og eftir atvikum af breytingum á tekjustiganum, en jafnframt af brottfalli auðlegðarskatts og auknu vægi fjármagnstekna sem skattlagðar eru minna en launatekjur“. 

Indriði H. Þorláksson bendir einnig á það í grein sinni að aukin skattbyrði geti stafað af hækkun launa; sú hafi að vissu leyti verið raunin í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í kringum aldamótin. „Það er að hluta tæknilega rétt, en skýrir ekki af hverju ekki var brugðist við og komið í veg fyrir hækkun skatta og einkum því að þeir lendi í meira mæli á lágum tekjum en háum,“ skrifar Indriði sem telur að hafa þurfi í huga að afleiðingar skattkerfis eru að vissu leyti undir ytri aðstæðum komnar sem ekki eru alltaf fyrirséðar svo sem þróun í verðlagsmálum og launum. „Þau áhrif geta breytt skattbyrði og dreifingu hennar án breytinga á lögum en ætla verður að stjórnmálamenn séu meðvitaðir um þessi áhrif og bregðist við þeim eftir því sem tilefni er til,“ skrifar hann. 

Bjarni skrifar: „Hin raunverulega frétt er ekki sú að skattbyrði allra tekjutíunda sé að vaxa. Fréttin er: allir hafa mun hærri laun.“

Eins og Stundin hefur áður greint frá jókst skattbyrði beinna skatta hjá 80 prósentum framteljenda á tímabilinu 2012 til 2015 en hjá tekjuhæstu 20 prósentunum minnkaði skattbyrðin. Ljóst er að launahækkanir geta ekki skýrt lægri skattbyrði tekjuhæstu 20 prósentanna.

Skattbyrði hjóna og sambúðarfólks árin 2012 og 2015.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár