Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bakkavör olli „hummuskreppu“ í Bretlandi

Kvart­að var und­an málmbragði í humm­us fram­leidd­um af Bakka­vör, flagg­skipi bræðr­anna Ág­úst og Lýðs Guð­munds­sona. Fyr­ir­tæk­ið við­ur­kenndi að mis­tök hefðu orð­ið í fram­leiðslu­ferl­inu.

Bakkavör olli „hummuskreppu“ í Bretlandi

Kvartað var undan „málmbragði“ í hummus framleiddum af Bakkavör Group fyrir matvælaverslanir í Bretlandi. Guardian greinir frá málinu og lýsir því hvernig „hummuskreppa“ skall á í Bretlandi vegna mistaka fyrirtækisins. 

Bakkavör framleiðir meðal annars hummus fyrir matvælakeðjur á borð við Sainsbury’s, Marks & Spencer og Co-op og var hummusinn víða tekinn úr sölu í kjölfar kvartana. 

Bakkavör Group er alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem gerir upp í Bretlandi og var stofnað af Ágústi og Lýði Guðmundssonum árið 1986. Bræðurnir voru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi á útrásarárunum, misstu félagið eftir hrun en eignuðust Bakkavör aftur ásamt meðfjárfestum í fyrra. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu fyrirtækisins námu tekjur þess 1,8 milljónum punda á síðasta ári, eða 7 milljörðum íslenskra króna.

Fjöldi fólks hefur kvartað vegna hummusar Bakkavarar á samfélagsmiðlum og hefur fyrirtækið viðurkennt að mistök hafi orðið í framleiðsluferlinu. Bragðið af hummusinum sé vissulega undarlegt, en heilsu fólks stafi engin hætta af gölluðu vörunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár