Bakkavör olli „hummuskreppu“ í Bretlandi

Kvart­að var und­an málmbragði í humm­us fram­leidd­um af Bakka­vör, flagg­skipi bræðr­anna Ág­úst og Lýðs Guð­munds­sona. Fyr­ir­tæk­ið við­ur­kenndi að mis­tök hefðu orð­ið í fram­leiðslu­ferl­inu.

Bakkavör olli „hummuskreppu“ í Bretlandi

Kvartað var undan „málmbragði“ í hummus framleiddum af Bakkavör Group fyrir matvælaverslanir í Bretlandi. Guardian greinir frá málinu og lýsir því hvernig „hummuskreppa“ skall á í Bretlandi vegna mistaka fyrirtækisins. 

Bakkavör framleiðir meðal annars hummus fyrir matvælakeðjur á borð við Sainsbury’s, Marks & Spencer og Co-op og var hummusinn víða tekinn úr sölu í kjölfar kvartana. 

Bakkavör Group er alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem gerir upp í Bretlandi og var stofnað af Ágústi og Lýði Guðmundssonum árið 1986. Bræðurnir voru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi á útrásarárunum, misstu félagið eftir hrun en eignuðust Bakkavör aftur ásamt meðfjárfestum í fyrra. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu fyrirtækisins námu tekjur þess 1,8 milljónum punda á síðasta ári, eða 7 milljörðum íslenskra króna.

Fjöldi fólks hefur kvartað vegna hummusar Bakkavarar á samfélagsmiðlum og hefur fyrirtækið viðurkennt að mistök hafi orðið í framleiðsluferlinu. Bragðið af hummusinum sé vissulega undarlegt, en heilsu fólks stafi engin hætta af gölluðu vörunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár