Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bakkavör olli „hummuskreppu“ í Bretlandi

Kvart­að var und­an málmbragði í humm­us fram­leidd­um af Bakka­vör, flagg­skipi bræðr­anna Ág­úst og Lýðs Guð­munds­sona. Fyr­ir­tæk­ið við­ur­kenndi að mis­tök hefðu orð­ið í fram­leiðslu­ferl­inu.

Bakkavör olli „hummuskreppu“ í Bretlandi

Kvartað var undan „málmbragði“ í hummus framleiddum af Bakkavör Group fyrir matvælaverslanir í Bretlandi. Guardian greinir frá málinu og lýsir því hvernig „hummuskreppa“ skall á í Bretlandi vegna mistaka fyrirtækisins. 

Bakkavör framleiðir meðal annars hummus fyrir matvælakeðjur á borð við Sainsbury’s, Marks & Spencer og Co-op og var hummusinn víða tekinn úr sölu í kjölfar kvartana. 

Bakkavör Group er alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem gerir upp í Bretlandi og var stofnað af Ágústi og Lýði Guðmundssonum árið 1986. Bræðurnir voru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi á útrásarárunum, misstu félagið eftir hrun en eignuðust Bakkavör aftur ásamt meðfjárfestum í fyrra. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu fyrirtækisins námu tekjur þess 1,8 milljónum punda á síðasta ári, eða 7 milljörðum íslenskra króna.

Fjöldi fólks hefur kvartað vegna hummusar Bakkavarar á samfélagsmiðlum og hefur fyrirtækið viðurkennt að mistök hafi orðið í framleiðsluferlinu. Bragðið af hummusinum sé vissulega undarlegt, en heilsu fólks stafi engin hætta af gölluðu vörunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár