Í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum er ekki gert ráð fyrir að opinber stuðningur við framleiðslu landbúnaðarafurða komi til endurskoðunar ef bændur verða uppvísir að ítrekaðri illri meðferð dýra. Ekki er lögð til nein breyting á þessu í breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem birtist á vef Alþingis á mánudaginn.
Á þetta benda Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, í nefndarálitum sínum um frumvarpið. Þá hefur Lilja Rafney lagt fram tillögu um að bætt verði inn í lögin heimild til að fella niður greiðslur til þeirra sem brotið hafa gróflega eða ítrekað gegn ákvæðum laga um velferð dýra.
Í upphaflegu frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði fram árið 2012, var gert ráð fyrir að við brot á lögunum yrði Matvælastofnun heimilt að fella niður opinberar greiðslur til bænda að undangenginni áminningu.
Þetta ákvæði var fellt brott eftir að Bændasamtök Íslands höfðu tekið eindregna afstöðu gegn því, einkum á þeim grundvelli að slíkt fyrirkomulag
Athugasemdir