Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Átta ráð sem auka hamingjuna samstundis

Átta ráð sem auka hamingjuna samstundis

Hin enska Susie Moore er afar vinsæll markþjálfi sem hefur verið fengin til að skrifa pistla fyrir Marie Claire og The Huffington Post svo eitthvað sé nefnt, en hún heldur að auki úti vefsíðu þar sem hún deilir góðum ráðum um hvernig auka megi hamingju, sjálfstraust og starfsframa. Í nýlegum pistli gefur hún lesendum átta góð ráð sem auka hamingjuna samstundis. Eins og Susie bendir á þá eigum við öll okkar daga þar sem okkur líður ekki nógu vel. Við vöknum eitthvað pirruð, fáum leiðinlegar fréttir eða erum af einhverjum ástæðum örlítið döpur. Þetta er hins vegar mjög eðlilegt og góðu fréttirnar eru þær að þú getur tekið meðvitaða ákvörðun um að bæta líðan þína með mjög einföldum aðgerðum. 

Hér eru átta ráð frá Susie Moore sem auka hamingju þína samstundis:

1.Hlátur

Hvað fær þig til að hlæja? Láttu það eftir þér! Uppáhalds grínþátturinn þinn eða jafnvel stutt myndskeið á YouTube geta hjálpað þér upp úr lægðinni í einum grænum. Rifjaðu upp fyndna lífsreynslu með vinum þínum eða maka sem fær ykkur bæði til að veltast um af hlátri. Rannsóknir sýna að hlátur styrkir ónæmiskerfið, veitir þér orku, dregur úr verkjum og verndar þig gegn alvarlegum afleiðingum streitu. 

2.Núvitund

Staldraðu við, þó ekki nema stundarkorn, og andaðu. Taktu eftir umhverfinu þínu – hljóðunum sem heyrast í herberginu, birtunni og hvernig þér líður í líkamanum. Við eigum það til að gleyma því að staldra við og meta ró og fegurð líðandi augnabliks. Þegar við lifum í núinu höfum við ekki áhyggjur af framtíðinni né upplifum við sektarkennd vegna fortíðarinnar. Núvitund færir okkur frið og fyrir vikið verðum við meira lifandi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár