Frá því Guðni Th. Jóhannesson varð forseti fyrsta ágúst hafa fylgt fréttir af alþýðlegu framferði hans. En er verið að grafa undan alþýðleika hans með því að veita honum athygli?
1. Fékk sér pitsu á megaviku
„Hann virðist ætla að vera afar alþýðlegur í embættinu,“ sagði í frétt Nútímans, „Forseti Íslands fékk sér pizzu í megaviku alveg eins og við hin“, í lok ágúst. Í fréttinni var einfaldlega greint frá því að Guðni hefði gripið sér flatböku á afslætti hjá bökusmiðum Dominos við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Fréttinni fylgdi að Guðni hefði rætt við samlanda sína.
Athugasemdir