Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Almannatengill enn að störfum hjá Sigmundi

End­ur­skoð­un upp­lýs­inga- og sam­skipta­mála held­ur áfram í stjórn­ar­ráð­inu und­ir hand­leiðslu Hrann­ars Pét­urs­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra sam­skipta­sviðs Voda­fo­ne. „Sér­stak­lega verði reynt að ná bet­ur til ungs fólks.“

Almannatengill enn að störfum hjá Sigmundi
Nýlega fór fram hátíðleg athöfn við stjórnarráðið þegar nýtt skilti var afhjúpað. Með Sigmundi Davíð á myndinni eru m.a. Sigurður Már Jónsson (þriðji frá vinstri) og Hrannar Pétursson (lengst til hægri) sem tóku myndskeið af athöfnininni með farsímunum sínum.

„Ráðningin var framlengd um nokkra mánuði. Vinnan felst í því að skoða og innleiða ákveðnar breytingar í stjórnarráðinu, það er að segja öllum ráðuneytum, samhæfa vinnulag, einfalda og gera samskipti og upplýsingagjöf skilvirkari,“ segir Hrannar Pétursson almannatengill sem starfað hefur sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu frá því í desember í fyrra. Áður var hann framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone.

Þegar forsætisráðuneytið tilkynnti um ráðningu Hrannars á sínum tíma kom fram að hann hefði aðeins verið ráðinn til tveggja mánaða til að stýra heildarendurskoðun á stefnu Stjórnarráðsins í upplýsinga- og samskiptamálum. Horft væri til þess að almenningur – þar með talin fyrirtæki, stofnanir og aðrir lögaðilar – fengi aðgengilegar og skýrar upplýsingar um réttindi sín og skyldur og nyti nauðsynlegra leiðbeininga. 

Þá kom fram að framsetning upplýsinga á vef Stjórnarráðsins og einstakra ráðuneyta yrði endurskoðuð og horft til samfélagsmiðla og annarra miðla sem gegna vaxandi hlutverki í upplýsingagjöf. Auk þess yrði reynt að ná betur til ungs fólks. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hefur þessi vinna reynst tímafrekari en gert var ráð fyrir að hún yrði. Er því áfram þörf á starfskröftum Hrannars.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár