Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Eigandi Players og fyrrverandi aðstoðarmaður þingmanns ákærðir fyrir að flytja inn vín og sveigja fram hjá skatti

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur ákært Hendrik Her­manns­son og Hall­dór Leví Björns­son fyr­ir fjár­svik í tengsl­um við inn­flutn­ing á sjö þús­und vín­flösk­um.

Eigandi Players og fyrrverandi aðstoðarmaður þingmanns ákærðir fyrir að flytja inn vín og sveigja fram hjá skatti

 

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á Hendriki Birni Hermannssyni og Halldóri Leví Björnssyni. Báðum er gefið að sök að hafa stundað fjársvik í mars og apríl árið 2012 í tengslum við innflutning á áfengi. Hendrik hefur áður komist í kast við lögin og var til að mynda árið 2008 gert að greiða 77 milljónir króna í fjársekt vegna svika á vörslusköttum. Halldór Leví er fyrrverandi formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, en árið 2011 var hann bendlaður við fjárdrátt hjá samtökunum. Ósamræmi var í bókhaldi samtakanna en hætt var við lögreglurannsókn í kjölfar þess að Halldór Leví endurgreiddi upphæðina. Halldór Leví starfaði enn fremur sem aðstoðarmaður Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hendrik er í dag annar eigandi Players í Kópavogi en hann eignaðist skemmtistaðinn ásamt Magnúsi Steinþórssyni úrsmiði á dögunum.

„Þetta á ekki við nein rök að styðjast,“ segir Hendrik í samtali við Stundina. Hann segist ekki reiðubúinn að lýsa sinni hlið á málinu fyrr en hann hafi rætt við lögmenn sína, en hann muni skýra sína hlið á málinu á næstunni.

Halldór Leví Björnsson
Halldór Leví Björnsson Halldór er fyrrum aðstoðarmaður Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann var enn fremur formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum
 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár