Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Eigandi Players og fyrrverandi aðstoðarmaður þingmanns ákærðir fyrir að flytja inn vín og sveigja fram hjá skatti

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur ákært Hendrik Her­manns­son og Hall­dór Leví Björns­son fyr­ir fjár­svik í tengsl­um við inn­flutn­ing á sjö þús­und vín­flösk­um.

Eigandi Players og fyrrverandi aðstoðarmaður þingmanns ákærðir fyrir að flytja inn vín og sveigja fram hjá skatti

 

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á Hendriki Birni Hermannssyni og Halldóri Leví Björnssyni. Báðum er gefið að sök að hafa stundað fjársvik í mars og apríl árið 2012 í tengslum við innflutning á áfengi. Hendrik hefur áður komist í kast við lögin og var til að mynda árið 2008 gert að greiða 77 milljónir króna í fjársekt vegna svika á vörslusköttum. Halldór Leví er fyrrverandi formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum, en árið 2011 var hann bendlaður við fjárdrátt hjá samtökunum. Ósamræmi var í bókhaldi samtakanna en hætt var við lögreglurannsókn í kjölfar þess að Halldór Leví endurgreiddi upphæðina. Halldór Leví starfaði enn fremur sem aðstoðarmaður Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hendrik er í dag annar eigandi Players í Kópavogi en hann eignaðist skemmtistaðinn ásamt Magnúsi Steinþórssyni úrsmiði á dögunum.

„Þetta á ekki við nein rök að styðjast,“ segir Hendrik í samtali við Stundina. Hann segist ekki reiðubúinn að lýsa sinni hlið á málinu fyrr en hann hafi rætt við lögmenn sína, en hann muni skýra sína hlið á málinu á næstunni.

Halldór Leví Björnsson
Halldór Leví Björnsson Halldór er fyrrum aðstoðarmaður Bjarkar Guðjónsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann var enn fremur formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum
 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár