Pólitísk veðmál geta reynst varasöm. Í Bretlandi vó Theresa May forsætisráðherra stöðuna, mat Verkamannaflokkinn máttvana og kastaði teningunum af jökulköldu sjálfsöryggi. Þegar hún boðaði til nýafstaðinna þingkosninga virtist hún standa með pálmann í höndunum, aðalandstæðingurinn við það að veslast upp í langvinnum innanmeinum og allt leit út fyrir að hún myndi eiga sigurinn vísan. Að hún tæki Verkamannaflokkinn einfaldlega í bólinu, hann hefði ekki ráðrúm til að raka nægjanlega snögglega saman löskuðum vopnum sínum og leggja upp í alvöru kosningabaráttu. Í þeim efnum reyndist henni skjöplast hrapallega. Enn og aftur erum við minnt á að vika er langur tími í pólitík, Theresu May mistókst ætlunarverkið, glataði meirihluta sínum á þingi svo nú er flest í uppnámi í breskum stjórnmálum.
Kjósendur, endemis kjósendur
Og enn og aftur sannast hér líka að kjósendur láta ekki endilega svo glatt misnota sig í flokkspólitískum tilgangi. Meirihluti íhaldsmanna á þinginu var tæpur eftir kosningarnar 2015 …
Athugasemdir