Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ætlar ríkið að útvega börnunum mínum nýjan föður?“

Regína Os­aramaese fékk ekki að kveðja barns­föð­ur sinn í dag áð­ur en hann verð­ur flutt­ur úr landi. Ís­lenska rík­ið hef­ur stí­að í sund­ur níg­er­ískri fjöl­skyldu og hyggst senda barns­föð­ur­inn úr landi síð­ar í dag. Fjöl­skyld­an hef­ur ver­ið á Ís­landi í þrjú ár og tvö yngri börn­in fædd­ust hér á landi.

„Ætlar ríkið að útvega börnunum mínum nýjan föður?“
Fékk ekki að kveðja Regína fór inn á lögreglustöðina í morgun í von um að fá að kveðja Eugene, en fékk ekki leyfi til þess. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Börnin mín spyrja og spyrja um pabba sinn. Það eina sem ég get sagt er að hann komi heim bráðum,“ segir Regína Osaramaese, barnsmóðir Eugene, í samtali við Stundina. Eugene verður sendur úr landi til Nígeríu síðar í dag, en mótmæli standa nú yfir fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem brottvísun hans er mótmælt. Regína er á meðal mótmælenda ásamt dóttur sinni, hinni sex mánaða gömlu Precious. 

Eugene var kominn með tímabundið atvinnuleyfi og hafði unnið á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík í fimm daga þegar lögreglan handtók hann í gær í þeim tilgangi að vísa honum úr landi. Regína Osaramaese, barnsmóðir Eugene, svaf lítið í nótt þar sem hún óttaðist að lögreglan kæmi og tæki sig og börnin hennar þrjú. Aðspurð hvort hún vilji koma einhverju á framfæri við íslensk stjórnvöld segir Regína: „Ég vil fá að vita hvort íslenska ríkið ætli að útvega börnunum mínum nýjan föður?“

Stundin greindi frá því í gær að fjölskyldunni hefði verið stíað í sundur af íslenska ríkinu. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir ákvörðunina um að vísa Eugene einum úr landi hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Búið væri að fresta för Regínu og barnanna þriggja og taldi Gísli þá ákvörðun einnig gilda um fjölskylduföðurinn. En sú var ekki raunin. 

Elísabet og EsterVinnuveitendur Eugene á Sægreifanum hafa verið Regínu til halds og trausts síðan í gær. Þær telja að ríkið sé að brjóta mannréttindalög með því að vísa Eugene úr landi.

Telja Barnasáttmálann brotinn

Á meðal mótmælenda voru Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, og Ester Hansen starfsmaður veitingastaðarins. Þær hafa verið Regínu innan handar síðasta sólarhringinn. „Það er verið að brjóta á mannréttindum. Hann á þrjú börn hérna og tvö þeirra fæddust hér á landi. Það er verið að brjóta á Barnasáttmálanum með því að stía fjölskylduna í sundur. Það er komið fram við hann eins og hann eigi engin börn. Þó svo að þau séu ekki gift, þá er hann faðir barnanna og það er verið að brjóta á þeim með því að taka hann í burtu. Vita börnin að pabbi þeirra sé að fara? Er búið að spyrja þau hvað þeim finnist um það?“ spyr Ester í samtali við Stundina. „Maður vill ekki trúa því að ríki eins og Ísland ætli að halda áfram að haga sér svona.“

„Vita börnin að pabbi þeirra sé að fara? Er búið að spyrja þau hvað þeim finnist um það?“

Elísabet segist hafa kynnst Eugene í mars en þá hafi hann sótt um vinnu á veitingastaðnum. Hún hafi þá ráðfært sig við Vinnumálastofnun og sótt um atvinnuleyfi fyrir hann. Fyrst var henni sagt að umsóknarferlið tæki tvær til þrjár vikur, en það var ekki fyrr en á miðvikudeginum í síðustu viku sem hún fékk tölvupóst um að Eugene fengi leyfi til að vinna. Fimm dögum síðar var hann handtekinn af lögreglunni. „Hann var svo ánægður að fá að vinna. Þú hefðir átt að sjá gleðina í andlitinu á honum. Þetta gaf honum von,“ segir Elísabet. „Hann hefur verið inni á gólfi hjá okkur síðan í mars og reglulega athugað hvort hann fengi ekki örugglega starfið. Hann er svo áhugasamur og metnaðarfullur, ótrúlega duglegur.“ 

Í gær hafi Eugene síðan hringt í Elísabetu og sagt henni að hann gæti ekki mætt í vinnuna, hann væri niðri á lögreglustöð og það ætti að flytja hann úr landi. „Hann er svo samviskusamur að hann hringdi meira að segja í mig í gær og lét mig vita að hann gæti ekki mætt í vinnuna,“ segir hún. 

Brottvísun Eugene mótmæltHópur fólks safnaðist saman fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu í hádeginu í dag til að mótmæla brottvísun Eugene.

Fjölskyldan verið í óvissu í þrjú ár

Þær gagnrýna meðal annars tímasetningu stjórnvalda við brottvísunina. Eugene hafi ekki fengið að vita af henni fyrr en klukkan hálf fjögur í gær, en þá hafi verið búið að loka öllum stofnunum og lítið sem lögmaður hans gat gert. 

Elísabet og Ester höfðu aldrei hitt Regínu, aðeins heyrt Eugene tala um hana, þegar þær keyrðu út í Reykjanesbæ í gær og hittu hana. Þær hafa verið henni innan handar síðan. „Það var ótrúlega erfitt að fara heim til hennar í gær. Hún er svo buguð. Eins og hún sagði, þá má hún vera hérna einn mánuðinn og þann næsta á að henda henni úr landi. Hún situr heima allan daginn og bíður eftir því að það verði bankað og hún tekin frá börnunum sínum.“

Regína sitji nú eftir í enn meiri óvissu en áður. „Hann ætlaði að vera fyrirvinnan. Hann vildi vinna og var ekki kominn hingað til þess að lifa á kerfinu,“ segir Elísabet. „Fjölskyldan og börnin eru honum allt.“

Stundin hefur fjallað ítarlega um fjölskylduna undanfarið ár. Eugene og Regina Osaramaese koma bæði frá Nígeríu og flúðu bæði landið vegna ofsókna. Regína hefur ekki komið til Nígeríu síðan hún var sex ára gömul, þegar hún flúði landið ásamt systur sinni. Fjölskyldan hefur nú verið á Íslandi í þrjú ár og tvö barnanna fæddust á Íslandi. Felix, elsti sonur þeirra, er rúmlega fjögurra ára gamall, Daníel er rúmlega tveggja ára og Precious fæddist í janúar síðastliðnum. Börnin þekkja ekkert annað líf en á Íslandi.

Í algjörri óvissuRegína og börnin hennar þrjú eru sem fyrr í algjörri óvissu um framtíð sína.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár