Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðstoðarmenn fatlaðra rukkaðir í líkamsræktarstöð

Tveir fatl­að­ir ein­stak­ling­ar geta ekki stund­að lík­ams­rækt í Ree­bok Fit­n­ess nema að­stoð­ar­menn þeirra séu sjálf­ir með áskrift að stöð­inni. Mála­miðl­un um eitt árskort, sem kost­ar rúm­lega 70 þús­und, fyr­ir níu starfs­menn sam­býl­is­ins var hafn­að. Tölvu­kerf­ið býð­ur ekki upp á það, seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Aðstoðarmenn fatlaðra rukkaðir í líkamsræktarstöð
Aðstoðarmönnum meinaðar aðgangur Líkamsræktarstöðin Reebok Fitness krafðist þess að aðstoðarmenn fatlaðra einstaklinga í Hafnarfirði væru með áskrift að stöðinni. Mynd: Shutterstock

Tveimur fötluðum einstaklingum hefur verið meinað að fara ásamt aðstoðarmönnum í líkamræktarstöðina Reebok Fitness sem er staðsett í húsi Ásvallalaugar í Hafnarfirði. Ástæðan er sú að aðstoðarmenn hinna fötluðu eru ekki korthafar í líkamsræktinni.

Uppfært: Vegna fréttaflutnings Stundarinnar af málinu hefur Reebok Fitness sent frá sér yfirlýsingu. Þar biðjast þau afsökunar og segjast munu læra af málinu. Jafnframt hefur verið búið svo um hnútana að aðstoðarfólk einstaklinga með fötlun fái frían aðgang að líkamsræktarstöðvum Reebok Fitness.

Starfsmaður á sambýli í Hafnarfirði, þar sem einstaklingarnir búa, segist í samtali við Stundina afar hneykslaður á fyrirkomulaginu. „Við höfum alltaf verið með fólkið okkar í líkamsrækt og höfum aldrei þurft að greiða fyrir aðstoðarmennina. Þegar okkur var tilkynnt að fyrirkomulagið væri þannig buðumst við til að kaupa kort sem starfsmenn sambýlisins gætu samnýtt þegar við fylgdum heimilismanni í líkamsrækt. Því var hafnað líka.“

Guðrún Erla Torfadóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitness, segir ástæðuna þá að tölvukerfið bjóði ekki upp á það. „Það verður að vera ein kennitala og hún verður að stemma við augnmyndir,“ segir Guðrún Erla.

Níu starfsmenn vinna á sambýlinu og veltur á vaktaskipan hver þeirra fylgir skjólstæðingum í líkamsræktina. „Það er ótrúlega lélegt að krefjast þess að við kaupum níu áskriftir að stöðinni svo við getum sinnt starfi okkar. Árskort fyrir einn starfsmann kostar rúmar 70 þúsund krónur. Það gengur auðvitað ekki upp og við neyðumst til að færa okkar fólk í aðra stöð,” segir starfsmaðurinn.

Guðríður Erla Torfadóttir framkvæmdastjóri Reebok FitnessÞekkti ekki til málsins en vildi skoða það.

Guðrún Erla segist í samtali við Stundina ekki þekkja til þessa máls. „Við erum samt alveg tilbúin að skoða þetta og hjá okkur hafa verið gestir með fylgdarmenn, við erum til dæmis með samning við Batastöðina. Gestir þaðan geta farið inn með tvo fylgdarmenn án þess að greitt sé sérstaklega fyrir,” segir Guðrún Erla.

Fyrirkomulag svokallaðra „öryrkjakorta“ er einnig gagnrýnivert að mati starfsmanns sambýlisins. Einvörðungu sé hægt að nota slík kort í þeirri stöð þar sem það er keypt og aðeins sé hægt að fá þau í þremur stöðvum; Ásvallalaug, Kópavogslaug og Salalaug. „Það er ætlast til þess að fólk með fötlun stundi líkamskrækt í sérstökum stöðvum en því miður verður að segjast að aðbúnaðurinn er mun verri í sundlaugastöðvunum þremur en í stóru stöðvunum. Þetta fyrirkomulag hentar oft ekki okkar fólki sem þarf að komast í sérstök líkamsþjálfunartæki,“ segir starfsmaðurinn. Þetta hefur leitt af sér að í sumum tilvikum hefur þurft að kaupa kort fullu verði fyrir fatlaða einstaklinga, þótt sérstök öryrkjakort séu ætluð þeim.

Guðrún Erla segist ekki geta svarað fyrir af hverju fyrirkomulagið sé svona og vísaði á eiganda Reebok Fitness, Guðmund Ágúst Pétursson. Hann svaraði því til að sala og útgáfa öryrkjakortsins sé til komin vegna útboðs Hafnarfjarðarbæjar og Kópavogs – og grundvallist á samningi við fyrrnefnd tvö bæjarfélög. Þá sagði Guðmundur Ágúst að það væri framkvæmdastjórans, Guðrúnar Erlu, að svara fyrir fyrirkomulag öryrkjakortanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár