Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím

Jó­hann­es Þór Skúla­son spil­ar á bassa í hljóm­sveit­inni Vafa­söm síð­mót­un sem hyllti Sig­mund Dav­íð í lag­inu „Sig­mund­ur“ og skaut fast á vinstri stjórn­ina: „Jó­hanna! Þú ert lesbía! Stein­grím­ur! Þú ert sköll­ótt­ur!“

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím
Vafasöm síðmótun Íslenzk þjóðmenning heitir þriðja og síðasta plata hljómsveitarinnar

„Jóhanna! Þú ert lesbía! Steingrímur! Þú ert sköllóttur!“ Svo hljómar brot úr texta lagsins „Arðrán hinnar nýju valdastéttar“ eftir pönkhljómsveitina Vafasöm síðmótun. Bassaleikari hljómsveitarinnar er betur þekktur sem aðstoðarmaður forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Jóhannes Þór Skúlason. Í samtali við Stundina segir Jóhannes Þór ekki hafa spilað með hljómsveitinni um nokkurt skeið en hann sé þó hvergi nærri hættur í pönkinu.

Hljómsveitin hefur gefið út fjórar plötur, meðal annars Bylting og étin börn árið 2011 og  Íslensk þjóðmenning sem kom út 1. október 2013, sama dag og þing var sett eftir kosningasigur Framsóknarflokksins. Árið 2008 vann hljómsveitin pönklagasamkeppni Þjóðleikhússins og Rásar 2 og kom í kjölfarið fram í Kastljósi þar sem þeir spiluðu lagið „Ísland er fokk“. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sigmundur er vöðvastæltur sigurvegari

Vinsælasta lag Vafasöm síðmótun er sennilega lagið „Sigmundur“ en það fékk nokkra spilun á X-inu. Hér er texti fyrri hluta þess lags:

Sigmundur er íslenskur.
Sigmundur er langbestur.
Sigmundur er griðastaður.
Bjargvættur
og ekkert blaður!
Góðir gestir!
Framtíðarvonin!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Sigmundur Davíð!
Hann Sigmundur er ljóshærður.
Sigurvegarinn, vöðvastæltur!
Sigmundur er ekki Freud.
Nei, Sigmundur,
hann er ekki Deutch.

Ekki hættur

„Ég hef nú ekki spilað með hljómsveitinni lengi. Meðlimir eru nú svo sem ekki nafngreindir heldur,“ segir Jóhannes Þór.

Hann lítur ekki svo á að þetta sé vafasöm tónlist fyrir aðstoðarmann forsætisráðherra. „Er pönk ekki bara góð músik? Það er ýmislegt sem pönkarar taka sér fyrir hendur. Ég er ekki hættur að spila pönk en ég hef ekki komið fram með Vafasöm síðmótun í þó nokkurn tíma,“ segir Jóhannes Þór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár