Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím

Jó­hann­es Þór Skúla­son spil­ar á bassa í hljóm­sveit­inni Vafa­söm síð­mót­un sem hyllti Sig­mund Dav­íð í lag­inu „Sig­mund­ur“ og skaut fast á vinstri stjórn­ina: „Jó­hanna! Þú ert lesbía! Stein­grím­ur! Þú ert sköll­ótt­ur!“

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím
Vafasöm síðmótun Íslenzk þjóðmenning heitir þriðja og síðasta plata hljómsveitarinnar

„Jóhanna! Þú ert lesbía! Steingrímur! Þú ert sköllóttur!“ Svo hljómar brot úr texta lagsins „Arðrán hinnar nýju valdastéttar“ eftir pönkhljómsveitina Vafasöm síðmótun. Bassaleikari hljómsveitarinnar er betur þekktur sem aðstoðarmaður forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Jóhannes Þór Skúlason. Í samtali við Stundina segir Jóhannes Þór ekki hafa spilað með hljómsveitinni um nokkurt skeið en hann sé þó hvergi nærri hættur í pönkinu.

Hljómsveitin hefur gefið út fjórar plötur, meðal annars Bylting og étin börn árið 2011 og  Íslensk þjóðmenning sem kom út 1. október 2013, sama dag og þing var sett eftir kosningasigur Framsóknarflokksins. Árið 2008 vann hljómsveitin pönklagasamkeppni Þjóðleikhússins og Rásar 2 og kom í kjölfarið fram í Kastljósi þar sem þeir spiluðu lagið „Ísland er fokk“. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sigmundur er vöðvastæltur sigurvegari

Vinsælasta lag Vafasöm síðmótun er sennilega lagið „Sigmundur“ en það fékk nokkra spilun á X-inu. Hér er texti fyrri hluta þess lags:

Sigmundur er íslenskur.
Sigmundur er langbestur.
Sigmundur er griðastaður.
Bjargvættur
og ekkert blaður!
Góðir gestir!
Framtíðarvonin!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Sigmundur Davíð!
Hann Sigmundur er ljóshærður.
Sigurvegarinn, vöðvastæltur!
Sigmundur er ekki Freud.
Nei, Sigmundur,
hann er ekki Deutch.

Ekki hættur

„Ég hef nú ekki spilað með hljómsveitinni lengi. Meðlimir eru nú svo sem ekki nafngreindir heldur,“ segir Jóhannes Þór.

Hann lítur ekki svo á að þetta sé vafasöm tónlist fyrir aðstoðarmann forsætisráðherra. „Er pönk ekki bara góð músik? Það er ýmislegt sem pönkarar taka sér fyrir hendur. Ég er ekki hættur að spila pönk en ég hef ekki komið fram með Vafasöm síðmótun í þó nokkurn tíma,“ segir Jóhannes Þór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár