Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím

Jó­hann­es Þór Skúla­son spil­ar á bassa í hljóm­sveit­inni Vafa­söm síð­mót­un sem hyllti Sig­mund Dav­íð í lag­inu „Sig­mund­ur“ og skaut fast á vinstri stjórn­ina: „Jó­hanna! Þú ert lesbía! Stein­grím­ur! Þú ert sköll­ótt­ur!“

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím
Vafasöm síðmótun Íslenzk þjóðmenning heitir þriðja og síðasta plata hljómsveitarinnar

„Jóhanna! Þú ert lesbía! Steingrímur! Þú ert sköllóttur!“ Svo hljómar brot úr texta lagsins „Arðrán hinnar nýju valdastéttar“ eftir pönkhljómsveitina Vafasöm síðmótun. Bassaleikari hljómsveitarinnar er betur þekktur sem aðstoðarmaður forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Jóhannes Þór Skúlason. Í samtali við Stundina segir Jóhannes Þór ekki hafa spilað með hljómsveitinni um nokkurt skeið en hann sé þó hvergi nærri hættur í pönkinu.

Hljómsveitin hefur gefið út fjórar plötur, meðal annars Bylting og étin börn árið 2011 og  Íslensk þjóðmenning sem kom út 1. október 2013, sama dag og þing var sett eftir kosningasigur Framsóknarflokksins. Árið 2008 vann hljómsveitin pönklagasamkeppni Þjóðleikhússins og Rásar 2 og kom í kjölfarið fram í Kastljósi þar sem þeir spiluðu lagið „Ísland er fokk“. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sigmundur er vöðvastæltur sigurvegari

Vinsælasta lag Vafasöm síðmótun er sennilega lagið „Sigmundur“ en það fékk nokkra spilun á X-inu. Hér er texti fyrri hluta þess lags:

Sigmundur er íslenskur.
Sigmundur er langbestur.
Sigmundur er griðastaður.
Bjargvættur
og ekkert blaður!
Góðir gestir!
Framtíðarvonin!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Sigmundur Davíð!
Hann Sigmundur er ljóshærður.
Sigurvegarinn, vöðvastæltur!
Sigmundur er ekki Freud.
Nei, Sigmundur,
hann er ekki Deutch.

Ekki hættur

„Ég hef nú ekki spilað með hljómsveitinni lengi. Meðlimir eru nú svo sem ekki nafngreindir heldur,“ segir Jóhannes Þór.

Hann lítur ekki svo á að þetta sé vafasöm tónlist fyrir aðstoðarmann forsætisráðherra. „Er pönk ekki bara góð músik? Það er ýmislegt sem pönkarar taka sér fyrir hendur. Ég er ekki hættur að spila pönk en ég hef ekki komið fram með Vafasöm síðmótun í þó nokkurn tíma,“ segir Jóhannes Þór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár