Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím

Jó­hann­es Þór Skúla­son spil­ar á bassa í hljóm­sveit­inni Vafa­söm síð­mót­un sem hyllti Sig­mund Dav­íð í lag­inu „Sig­mund­ur“ og skaut fast á vinstri stjórn­ina: „Jó­hanna! Þú ert lesbía! Stein­grím­ur! Þú ert sköll­ótt­ur!“

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs í pönkbandi sem söng um Jóhönnu og Steingrím
Vafasöm síðmótun Íslenzk þjóðmenning heitir þriðja og síðasta plata hljómsveitarinnar

„Jóhanna! Þú ert lesbía! Steingrímur! Þú ert sköllóttur!“ Svo hljómar brot úr texta lagsins „Arðrán hinnar nýju valdastéttar“ eftir pönkhljómsveitina Vafasöm síðmótun. Bassaleikari hljómsveitarinnar er betur þekktur sem aðstoðarmaður forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Jóhannes Þór Skúlason. Í samtali við Stundina segir Jóhannes Þór ekki hafa spilað með hljómsveitinni um nokkurt skeið en hann sé þó hvergi nærri hættur í pönkinu.

Hljómsveitin hefur gefið út fjórar plötur, meðal annars Bylting og étin börn árið 2011 og  Íslensk þjóðmenning sem kom út 1. október 2013, sama dag og þing var sett eftir kosningasigur Framsóknarflokksins. Árið 2008 vann hljómsveitin pönklagasamkeppni Þjóðleikhússins og Rásar 2 og kom í kjölfarið fram í Kastljósi þar sem þeir spiluðu lagið „Ísland er fokk“. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Sigmundur er vöðvastæltur sigurvegari

Vinsælasta lag Vafasöm síðmótun er sennilega lagið „Sigmundur“ en það fékk nokkra spilun á X-inu. Hér er texti fyrri hluta þess lags:

Sigmundur er íslenskur.
Sigmundur er langbestur.
Sigmundur er griðastaður.
Bjargvættur
og ekkert blaður!
Góðir gestir!
Framtíðarvonin!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Gleðilega hátið!
Það er kominn!
Sigmundur Davíð!
Hann Sigmundur er ljóshærður.
Sigurvegarinn, vöðvastæltur!
Sigmundur er ekki Freud.
Nei, Sigmundur,
hann er ekki Deutch.

Ekki hættur

„Ég hef nú ekki spilað með hljómsveitinni lengi. Meðlimir eru nú svo sem ekki nafngreindir heldur,“ segir Jóhannes Þór.

Hann lítur ekki svo á að þetta sé vafasöm tónlist fyrir aðstoðarmann forsætisráðherra. „Er pönk ekki bara góð músik? Það er ýmislegt sem pönkarar taka sér fyrir hendur. Ég er ekki hættur að spila pönk en ég hef ekki komið fram með Vafasöm síðmótun í þó nokkurn tíma,“ segir Jóhannes Þór.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár