Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aðeins meira um -leysi

Tísk­an að fjar­lægja inni­halds­efni úr mat get­ur leitt til sjálfs­blekk­inga, blekk­inga eða óbragðs.

Aðeins meira um -leysi

Ég hef fengið ansi margar fyrirspurnir um mat og ýmislegt matartengt í gegnum tíðina. Sumar um einfalda hluti eða grundvallaratriði, sumar um flóknari eða sérhæfðari hluti, sumar um matarvenjur, geymsluþol, bökunartíma, kryddjurtaræktun, gæludýrafóðurgerð, síldarsöltun og – ja, eiginlega bara alla skapaða hluti. Sumar hafa verið um hluti sem ég gjörþekki og hef kunnað skil á síðan ég var smástelpa, aðrar um hluti sem ég er satt að segja afskaplega fáfróð um (til dæmis síldarsöltun). En ég hef nú yfirleitt reynt að leysa úr því sem til mín er beint eftir bestu getu, eða vísa allavega á einhverja sem gætu vitað svör.

Marensbotn úr lofti?

Sumar spurningarnar hafa verið svolítið undarlegar – eða mér hefur þótt það en fyrirspyrjandanum líklega ekki. Þó held ég að langundarlegasta spurningin sem ég hef fengið hafi verið hafi verið þessi: Veistu nokkuð um uppskrift að sykur- og eggjalausum marensbotni?

Nú er marens í sinni einföldustu mynd samansettur úr þremur þáttum, sem eru eggjahvítur, sykur og loft. Og það er alveg ljóst hvað eftir er þegar eggjahvíturnar og sykurinn eru tekin út. Svo að þessari spurningu gat ég með góðri samvisku svarað: nei, ég veit ekki um neina uppskrift að eggja- og sykurlausum marens.

Það er langt síðan þetta var og mikið hefur gerst í matarheiminum – ja, eða gervimatarheiminum. Ýmiss konar sykurlíki og sætuefni hafa komið fram, svo og eggjalíki og margt annað, og ég efast ekki um að nú sé hægt að baka eitthvað úr þessu og kalla það marens. Og það getur verið að þetta minni dálítið á marens og það getur vel verið að þetta sé meira að segja gott, allavega ef maður er hrifinn af marens og vill gjarnan telja sér trú um að þetta sé bara víst marens og maður geti haldið áfram að borða hann þrátt fyrir eggja- og sykurleysið.

Getur pizza verið gerð úr blómkáli?

Þetta er bara ekki marens. Marens er vel skilgreint hugtak og eitthvað sem gert er úr eggjalíki og sykurlíki verður aldrei marens, ekki frekar en að blómkálsbotn eða eggjabotn með pizzuáleggi verður pizza. Það getur verið alveg ágætur matur en er komið ansi langt frá pizzunni – en ég skrifa þetta reyndar stödd í Róm, þar sem pizzur eru teknar mjög alvarlega og matseðlinum á pizzeríunum er oftast skipt í pizza rosso og pizza bianco – með eða án tómatsósu – og ég sé ekki alveg fyrir mér pizza cavolifiore í þeim félagsskap. Fyrir mér er þetta svolítið eins og kjötlausar kjötbökur.

En heyrðu, spyr kannski einhver, varst þú ekki að gefa út bók um sykurlaust sætmeti? Ójú, og það er einmitt þess vegna sem ég er búin að vera mikið að velta þessum hlutum fyrir mér að undanförnu. Ég veit að það er ákveðin mótsögn í þessu. Ég get reyndar bjargað mér fyrir horn með því að benda á að ég er fyrst og fremst að benda á leiðir til að forðast viðbættan sykur og verksmiðjuframleidd sætuefni en nota ávexti í staðinn (og nei, það er engin marensuppskrift í bókinni), en það sama má örugglega segja um blómkálspizzuna og annað slíkt. 

Ber maturinn ábyrgð?

Ég var áðan að fletta ensku tímariti sem heitir Free-From Heaven. Fallegar myndir og girnilegar uppskriftir en mér finnst samt pínulítið dapurlegt að sjá að því sé líkt við himnaríki að losna við hinar og þessar fæðutegundir. Mér finnst visst áhyggjuefni hvað mataruppskriftir og umfjöllun um mat er farin að beinast mikið að því að forðast eða útiloka alveg ákveðna þætti úr mat. Að gera matinn að sökudólgi eða blóraböggli – og þar er ég auðvitað sek líka. Sumir þurfa þess vissulega með vegna sjúkdóma, óþols eða annars og sumir telja sig bæta heilsuna, losna við meltingarvandamál og annað ef þeir sleppa ákveðnum fæðutegundum eða fæðuflokkum. Sjálf hætti ég að borða sykur vegna þess að blóðsykurinn var orðinn óeðlilega hár. En ég veit vel að það var ekki sykrinum að kenna, heldur mér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár