Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

5 leiðir að innsæinu

Inn­sæ­ið er teng­ing okk­ar við und­irvit­und­ina og ákvarð­an­ir okk­ar eru að stærst­um hluta byggð­ar á því. Þess vegna er svo mik­il­vægt að læra að þekkja það. Þetta seg­ir Hrund Gunn­steins­dótt­ir, ann­ar tveggja leik­stjóra heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar Inn­Sæi. Hún gef­ur les­end­um fimm góð ráð til að finna veg­vís­inn að sínu eig­in inn­sæi.

5 leiðir að innsæinu
Stilla úr InnSæi Niðurstaða heimildarmyndarinnar er að innsæið sé lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem nauðsynlegur er til að takast á við samfélag nútímans og framtíðarinnar.

Innsæið er tenging okkar við undirvitundina, sem tekur við miklu meiri upplýsingum en okkar vakandi hugur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar InnSæi. „Þetta þýðir að okkar einbeitti, vakandi hugur er hægari og nemur aðeins brotabrot af því sem við erum að nema með allri meðvitundinni. Ákvarðanir sem við tökum eru að stærstum hluta byggðar á innsæi. Þess vegna er svo mikilvægt að læra að þekkja það.“ 

Hægt er að æfa sig í því að finna innsæið, hlusta á það og taka tillit til þess í daglegu amstri. InnSæi fjallar öðrum þræði um reynslu Hrundar en hún er sögumaður myndarinnar og handritshöfundur. Sjálf keyrði hún sig út á yngri árum og fann, þegar hún var að byggja sig upp aftur, leiðina að innsæi sínu. Hér á eftir fara ráð hennar fimm. 


1.
Athygli okkar er lykillinn að innsæinu. Veittu því athygli sem þú veitir athygli og haltu því til haga. Athyglin er auðlind af skornum skammti í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða og áreiti. Athygli okkar er á víð og dreif og við erum stöðugt að taka eftir, bregðast við, taka inn alls konar upplýsingar, t.d. gegnum fjölmiðla, skemmtiefni, samræður og internetið. Við veitum mörgu athygli í daglegu lífi – en erum við meðvituð um hvað það er sem við erum að taka eftir? Með öllum líkamanum? Heyrum við í innsæinu í öllum látunum? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu