Innsæið er tenging okkar við undirvitundina, sem tekur við miklu meiri upplýsingum en okkar vakandi hugur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar InnSæi. „Þetta þýðir að okkar einbeitti, vakandi hugur er hægari og nemur aðeins brotabrot af því sem við erum að nema með allri meðvitundinni. Ákvarðanir sem við tökum eru að stærstum hluta byggðar á innsæi. Þess vegna er svo mikilvægt að læra að þekkja það.“
Hægt er að æfa sig í því að finna innsæið, hlusta á það og taka tillit til þess í daglegu amstri. InnSæi fjallar öðrum þræði um reynslu Hrundar en hún er sögumaður myndarinnar og handritshöfundur. Sjálf keyrði hún sig út á yngri árum og fann, þegar hún var að byggja sig upp aftur, leiðina að innsæi sínu. Hér á eftir fara ráð hennar fimm.
1.
Athygli okkar er lykillinn að innsæinu. Veittu því athygli sem þú veitir athygli og haltu því til haga. Athyglin er auðlind af skornum skammti í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða og áreiti. Athygli okkar er á víð og dreif og við erum stöðugt að taka eftir, bregðast við, taka inn alls konar upplýsingar, t.d. gegnum fjölmiðla, skemmtiefni, samræður og internetið. Við veitum mörgu athygli í daglegu lífi – en erum við meðvituð um hvað það er sem við erum að taka eftir? Með öllum líkamanum? Heyrum við í innsæinu í öllum látunum?
Athugasemdir