5 leiðir að innsæinu

Inn­sæ­ið er teng­ing okk­ar við und­irvit­und­ina og ákvarð­an­ir okk­ar eru að stærst­um hluta byggð­ar á því. Þess vegna er svo mik­il­vægt að læra að þekkja það. Þetta seg­ir Hrund Gunn­steins­dótt­ir, ann­ar tveggja leik­stjóra heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar Inn­Sæi. Hún gef­ur les­end­um fimm góð ráð til að finna veg­vís­inn að sínu eig­in inn­sæi.

5 leiðir að innsæinu
Stilla úr InnSæi Niðurstaða heimildarmyndarinnar er að innsæið sé lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem nauðsynlegur er til að takast á við samfélag nútímans og framtíðarinnar.

Innsæið er tenging okkar við undirvitundina, sem tekur við miklu meiri upplýsingum en okkar vakandi hugur,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar InnSæi. „Þetta þýðir að okkar einbeitti, vakandi hugur er hægari og nemur aðeins brotabrot af því sem við erum að nema með allri meðvitundinni. Ákvarðanir sem við tökum eru að stærstum hluta byggðar á innsæi. Þess vegna er svo mikilvægt að læra að þekkja það.“ 

Hægt er að æfa sig í því að finna innsæið, hlusta á það og taka tillit til þess í daglegu amstri. InnSæi fjallar öðrum þræði um reynslu Hrundar en hún er sögumaður myndarinnar og handritshöfundur. Sjálf keyrði hún sig út á yngri árum og fann, þegar hún var að byggja sig upp aftur, leiðina að innsæi sínu. Hér á eftir fara ráð hennar fimm. 


1.
Athygli okkar er lykillinn að innsæinu. Veittu því athygli sem þú veitir athygli og haltu því til haga. Athyglin er auðlind af skornum skammti í nútímasamfélagi sem einkennist af hraða og áreiti. Athygli okkar er á víð og dreif og við erum stöðugt að taka eftir, bregðast við, taka inn alls konar upplýsingar, t.d. gegnum fjölmiðla, skemmtiefni, samræður og internetið. Við veitum mörgu athygli í daglegu lífi – en erum við meðvituð um hvað það er sem við erum að taka eftir? Með öllum líkamanum? Heyrum við í innsæinu í öllum látunum? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár