Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Veitum Chelsea skjól

Veitum Chelsea skjól

Í mars árið 2005 var skákmeistaranum Bobby Fischer veittur íslenskur ríkisborgararéttur af mannúðarástæðum. Síðan árið 1992 hafði þessi fyrrum heimsmeistari í skák verið á flótta eftir að hafa rofið viðskiptabann sem Bandaríkin höfðu sett á Júgóslavíu, með því að fljúga til Belgrade til að tefla við sinn forna andstæðing og félaga Boris Spassky.

Þetta viðskiptabann var ekki sett á í gríni. Ályktun 757 sem öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkti snerist um að koma í veg fyrir frekari átök í Bosníu-Herzegóvínu, en þar átti sér síðar stað hrikalegt umsátur og fjölmargir stríðsglæpir, og ekki sér enn fyrir endanum á afleiðingunum þeirra. Erindi Bobby Fischer var heldur ekki ýkja göfugt, hann fékk greidda háa fjárhæð fyrir skákina.

Engu að síður vakti mál Bobby samúð hjá Íslendingum. Við þekktum hann frá því hann hafði teflt um heimsmeistaratitilinn við Spassky árið 1972 og komið Reykjavík og Íslandi í sviðsljósið alþjóðlega. Þetta var á tímapunkti sem Ísland var ekki á hvers manns vörum sem land sem allir þyrftu að heimsækja að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Við vissum að hann var sérvitur og skrítinn. Bobby var auðvitað snillingur, en ég hugsa að árið 2005 þegar hann var kominn í japanskt fangelsi eftir að hafa verið stöðvaður á flugvellinum Narita með ógilt vegabréf hafi hann verið tæpt kominn bæði líkamlega og andlega.

Sem betur fer björguðum við honum og ég leyfi mér að fullyrða að ef Bobby Fischer hefði verið heimsmeistari í einhverri annarri og líkamlegri íþrótt, einhverri sem fæli í sér að skjóta boltum í körfur, kýla annað fólk, eða ryðjast á grasvelli með tuddaskap, þá hefði hann sennilega verið náðaður af einhverjum forsetanum áður en til þessa kom.

Ég man eftir að hafa séð hann nokkrum sinnum á vappi þegar ég var í Listaháskólanum á Sölvhólsgötu og rölti oft framhjá fornbókabúðinni á Klapparstíg þar sem hann var tíður gertur. Hann leit yfirleitt út fyrir að vera þreyttur og áttavilltur, en auðvitað þekkti ég ekki hagi hans neitt nánar og get ekki dregið neinar ályktanir um þá. Ég er einfaldlega stoltur af því að þessi heimsmeistari skyldi hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt og að hann skyldi hafa fengið að eyða ævikvöldinu á Íslandi.

Nú er önnur afreksmanneskja með sambærileg Íslands-tengsl ofsótt af stjórnvöldum í sínu heimalandi. Ég er að vísa til Chelsea Manning, en árið 2010 opinberaði hún gerendur í skelfilegum fjöldamorðum með hjálp Wikileaks. Á þessum tíma var hún hermaður og opinberunin var mikil fórn af hennar hálfu sem kostaði hana vináttu og virðingu samstarfsfélaga og þýddi að hún þurfti að eyða næstu árum í fangelsi. Í raun gat hún ekki vitað hvort hún myndi nokkurn tímann sleppa, en Barack Obama stytti dóminn rétt áður en hann lét af embætti. Þá hafði hún setið inni í fimm ár og þolað hrikalega meðferð.

Hún hafði verið pyntuð og sætt einangrun með þeim afleiðingum að hún gerði sjálfsmorðstilraun. Margra mánaða einangrun þar sem hún var stundum látin sofa nakin.

Eins og margir kannast við lék ríkisútvarpið stórt hlutverk í opinberun á fjöldamorðum Bandaríkjahers í Írak, og birti m.a. myndbandið sem kallað hefur verið Collateral Murder. Síðan þá hefur Kristinn Hrafnsson sem þá starfaði hjá þjóðar-fjölmiðlinum unnið náið með Wikileaks, meðal annars sem talsmaður. Kristinn Hrafnsson og Ingi Ingason áttu svo eftir að vinna til mannréttindaverðlauna í Barcelona fyrir myndina Collateral Murder árið 2011. Fleiri Íslendingar tóku þátt í þessu verkefni svo sem Birgitta Jónsdóttir þáverandi alþingiskona, en ég læt vera að telja þá upp þar sem þetta snýst um Chelsea Manning en ekki okkur.

Hún tók á sig fórnirnar og óhlýðnaðist sömu stjórnvöldum og Bobby Fischer. En það gerði hún í mun göfugri tilgangi. Hún opinberaði mannréttindabrot. Hún opinberaði spillingu. Hún kom upp um fjöldamorð.

Fyrir þetta var henni var refsað. Fyrir fjöldamorðin í Collateral Murder var henni einni var refsað. Þó svo að sjálfsögðu fælist glæpur hennar einungis í að koma sönnunargögnum í hendur fjölmiðla.

Samkvæmt Ethan McCord, hermanni sem kemur fyrir í myndbandinu Collateral Murder, var alvanalegt að skotið væri á almenning í Bagdad á þessu tímabili hernámsins. (Myndbandsupptakan sjálf er frá júlí 2007). Ég held að það sé öruggt að fullyrða að við vitum ekki um nema brotabrot af þeim hryllingi sem gerðist í Íraksstríðinu því það hefur verið svo vel þaggað niður, og sú sýn ekki borist vestrænum augum á sama máta og til dæmis Víetnamsstríðið.

Þegar Víetnamstríðið átti sér stað var enn einhver virðing borin fyrir rannsóknarblaðamennsku, og þeir sem uppljóstruðu gögnum sem talin voru eiga erindi við almenning eins og t.d. Daniel Ellsberg sem opinberaði Pentagon-Pappírana, voru hylltir sem hetjur. Þeir þurftu ekki að dúsa mánuðum saman í einangrun, naktir og niðurlægðir.

En nú er öldin önnur. Árið 2020 er heimurinn ekki góður staður fyrir hugsjónafólk.

Chelsea Manning hefur sýnt ótrúlegt þol og staðfestu. Þrátt fyrir að vera náðuð var hún aftur handtekin fyrir að vilja ekki vitna gegn Wikileaks í svívirðulegum réttarfars-skandala í Bandaríkjunum. Aftur var hún sett í einangrun. Aftur var hún pyntuð. Og aftur gerði hún sjálfsmorðstilraun.

Þetta er ekkert svo ólíkt nornafári, eða Guðmundar og Geirfinnsmálinu, þar sem einangrun er ætlað að buga fórnarlambið og þvinga úr því þann vitnisburð sem stjórnvöld vilja heyra.

Í þetta sinn leiddi bágt ásigkomulag Chelsea til þess að henni var sleppt úr haldi, eftir að hafa verið lokuð inni frá því í 8 mars í fyrra. Það gerir árs fangelsisvist fyrir þann glæp einan að segja stjórnvöldum ekki það sem þau vilja heyra.

Í ljósi þessa held ég við sem þjóð ættum að bjóða Chelsea Manning skjól. Við og heimurinn allur skuldum henni fyrir uppljóstranir hennar, en Manning hefur í það minnsta alveg jafn mikla Íslandstengingu og Bobby Fischer, auk þess sem við getum öll verið sammála um að hún er mun betri manneskja en við flest.

Að gefa henni kost á ríkisborgararétt og öryggi á Íslandi væri lítið skref í átt til þess að bæta upp fyrir stuðning okkar við innrásina í Írak.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.
„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

„Kannski er lögg­an að fara að mæta á skrif­stof­ur Efl­ing­ar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.
Brot á stjórnarskránni?
Gunnar Alexander Ólafsson
Aðsent

Gunnar Alexander Ólafsson

Brot á stjórn­ar­skránni?

Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son furð­ar sig á því af hverju laga­ráð starfar ekki á Al­þingi, ráð sem mun skoða öll frum­varps­drög sem lögð eru fyr­ir Al­þingi og meta hvort þau stand­ist stjórn­ar­skrá eða ekki.
Verkföll Eflingar lögleg
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Verk­föll Efl­ing­ar lög­leg

Fé­lags­dóm­ur féllst ekki á mála­til­bún­að Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Að óbreyttu munu verk­föll um 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela því hefjast á há­degi á morg­un.
Efling þarf að afhenda félagatalið
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Efl­ing þarf að af­henda fé­laga­tal­ið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.
Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Fréttir

Þóra Arn­órs­dótt­ir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.
Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
FréttirLaxeldi

Veik­burða og brota­kennd stjórn­sýsla ekki í stakk bú­in til að tak­ast á við auk­in um­svif sjókvía­eld­is

Stefnu­laus upp­bygg­ing og rekst­ur sjókvía á svæð­um hef­ur fest sig í sessi og stjórn­sýsla og eft­ir­lit með sjókvía­eldi er veik­burða og brota­kennd að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem ger­ir at­huga­semd­ir í 23 lið­um í ný­út­kom­inni skýrslu um sjókvía­eldi
Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Fréttir

Ham­far­ir í Tyrklandi og Sýr­landi – Tala lát­inna hækk­ar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.
Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Fréttir

Nýr Laug­ar­dalsvöll­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut?

Formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands seg­ir margt mæla með því að nýr þjóð­ar­leik­vang­ur knatt­spyrnu verði byggð­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut og gamli Laug­ar­dalsvöll­ur­inn standi sem þjóð­ar­leik­vang­ur frjálsra íþrótta. Hug­mynd­in kom frá arki­tekt sem sit­ur í mann­virkja­nefnd KSÍ.