Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Látum söguna ekki endurtaka sig í þetta sinn

Látum söguna ekki endurtaka sig í þetta sinn

Sagan endurtekur sig, er eitt óhugnanlegasta orðatiltæki sem til er, því þó svo mannkynssagan innihaldi mörg afreksverk og athyglisverða hluti þá inniheldur hún ótal atburði sem við ættum að læra af og sjá til þess að endurtaki sig aldrei.

Málshátturinn, þeir sem læra ekki af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana, er aðeins skárri. Manni líður stundum eins og enginn læri neitt, eða breyti neinu, en ég vil þó trúa því að það sé val og að við getum betur.

Við getum séð til þess að sagan endurtaki sig ekki, a.m.k. ekki hér á Íslandi og að bruninn á Bræðraborgarstíg þar sem þrír létust verði einsdæmi. En þá verðum við að hafa hraðar hendur. Alþingi verður að breyta lögum. Sveitastjórnir verða að breyta stefnum. Sumir, þeir sem bera ábyrgð, ættu að víkja til hliðar. Og það verður að refsa fyrir glæpina sem ollu þessum mannskaða.

Við upphaf síðustu aldar bjuggum við í heimi þar sem engar reglur voru til sem vernduðu vinnufólk og því að sjálfsögðu ekkert eftirlit með þeim heldur. Fólk vann við lífshættulegar aðstæður án þess að fá eðlilega hvíld, með þeim afleiðingum að oft urðu hræðileg slys.

En slys er eiginlega rangnefni. Því þegar búið er að vara við einhverju ítrekað, og það er hunsað af því einhver annar vill græða, spara eða telur það sér ekki í hag að bregðast við, þá er um voðaverk að ræða. Jafnvel vísvitandi manndráp.

Eitt af þessum frægustu voðaverkum átti sér stað í New York 1911, þegar Triangle Waist Company brann til grunna. Þessi skyrtu verksmiðja stóð í Greenwich Village og hafði um 500 konur í vinnu hjá sér, konur sem flestar voru innflytjendur og hefðu hugsanlega ekki þekkt rétt sinn, ef réttur þeirra hefði verið nokkur í lagabókstafnum. Á þessum tíma var svo ekki. Engin lög voru gegn því að greiða fólki laun sem dugðu ekki fyrir lifibrauði, og heldur ekki nein sem giltu um stórhættulegan búnaðinn, vélarnar eða úrganginn (hrúgurnar af afgangsefni sem lágu á víð og dreif). Ég þekki ekki hvort þessi eini brunaútgangur sem konurnar höfðu aðgang að hafi verið löglegur þá eða ekki,  en samtímamenn þessarar verksmiðju áttu síðar eftir að fordæma eigendur hennar fyrir þessar aðstæður.

Enda þegar verksmiðjan brann til kaldra kola og 146 starfsmenn létu lífið þá voru eigendur verksmiðjunnar dæmdir fyrir manndráp. Þeir höfðu verið varaðir við og höfðu ekki hlustað.

Því miður þurftu þá 146 manns að láta lífið. Einn þriðji þeirra stökk út um glugga til að verða ekki eldsmatur og hröpuðu til jarðar, sem hlýtur að hafa verið hrikaleg sjón að sjá.

Það eru núna um það bil fjögur ár síðan fjölmiðlar skrifuðu greinar um aðstæðurnar á Bræðraborgarstíg. Um gluggana sem voru ónýtir, um rafmagnssnúrurnar sem stóðu úr veggjum, mygluna og þá staðreynd að „ef kviknaði í stigaganginum yrði fólk að steypa sér gegnum gluggana af 2-3 hæð eða verða eldsmatur.

Þetta er orðrétt tilvitnun. Og þetta er líka einmitt það sem gerðist fyrir nokkrum dögum, fjórum árum eftir að greinin birtist í Stundinni.

Þetta ætti því hvorki að koma slökkviliðinu, verkalýðsfélögum, sveitarstjórn, né stjórnvöldum á óvart.

Þau vissu vel af þessu, og þau vita vel að þetta er ekki einsdæmi. Þau vita t.d. að í húsinu við hliðina á þessu er annað hús með enn fleiri kennitölur í sama lögheimili. Og slökkviliðið hefur langan lista af húsnæði sem telst óhæft til mannabúsetu, en við vitum samt að fólk hírist í.

Fjölmiðlar hafa líka skrifað um nokkur hundruð börn sem búa í svona óöruggu húsnæði.

Við eigum ekki að bíða eftir næstu hörmungum. Við eigum ekki að bíða eftir því að lesa um börn sem kafna í reyk, eða hlusta á þá sem þræta fyrir og gaslýsa þessu máli.

Við verðum að krefjast aðgerða.

Í kjölfar Triangle Shirtwaist hörmungana voru í fyrsta sinn samþykkt í Bandaríkjunum lög sem kváðu um einhvers konar vinnustaðaeftirlit. Skyldur og kvaðir um brunavarnir og útganga. Og mennirnir sem báru ábyrgð á verksmiðjunni fóru í fangelsi fyrir manndráp.

Hvað ætlum við að gera hér?

Hvernig ætlum við að tryggja að sagan endurtaki sig ekki?

Sem betur fer hefur Alþingi ekki enn slitið störfum þó svo búið sé að semja um þinglok. Sé vilji fyrir hendi þá getur vinstri flokkurinn sem leiðir þessa ríkisstjórn, forsetinn Steingrímur J. og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir, kallað alla flokka á fund sinn, ásamt fulltrúum frá verkalýðshreyfingunni og fundið út úr því hvernig við komum í veg fyrir að börn og fullorðnir búi enn einn mánuðinn í viðbót í aðstæðum sem ógna lífi þeirra.

Það er nóg af lausu plássi. Og nóg af vinnandi höndum sem gætu byggt meira. Við þurfum einungis stjórnvöld sem taka húsnæðisvandann alvarlega.

Við getum líka gert launaþjófnað raunverulega ólöglegan. Því ef við getum refsað fólki sem stelur samloku með fangelsisvist, þá getum við refsað fólki sem rænir ígildi þúsund samlokna frá starfsfólki sínu á annan máta en að það leiðrétti launaseðilinn. Því núverandi löggjöf sýnir að við tökum ekki allan þjófnað jafn alvarlega.

Í þriðja lagi þurfa sveitarfélög og slökkvilið að hafa valdið til að grípa inn í strax, og koma fólki úr lífshættulegum aðstæðum um leið og vitað er af þeim. Mögulega er skortur á baráttufólki innan þess geira sem á að hafa eftirlit með þessu, standi fólk ekki undir þessari ábyrgð verður það einfaldlega að víkja, en þetta vald á ekki að þýða umboð til að henda fólki út á götuna.

Það standa tóm hótelherbergi um þessar mundir. Nýtum þau.

 

E.S.

Þing, ríkisstjórn, sveitarfélög og aðrir eftirlitsaðilar hefðu líka getað brugðist við eftir Kveik-þátt fyrir nokkrum árum. Ekki láta gaslýsa ykkur til að halda að núna sé ekki tíminn og að betra sé að gera eitthvað í haust. Tíminn er núna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Ótti og eftirsjá
Ólafur Páll Jónsson
Pistill

Ólafur Páll Jónsson

Ótti og eft­ir­sjá

Hug­leið­ing­ar um hug­ann, geðs­hrær­ing­ar, ótt­ann og eft­ir­sjána.
Mannasiðir
Bíó Tvíó#222

Mannasið­ir

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Maríu Reyn­dal frá 2018, Mannasiði.
Vill að eldsneytisbirgðir dugi í 90 daga
Fréttir

Vill að eldsneyt­is­birgð­ir dugi í 90 daga

Ráð­herra hef­ur kynnt áform um frum­varp til laga um neyð­ar­birgð­ir eldsneyt­is í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.
Verðbólgudraugurinn gengur aftur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Verð­bólgu­draug­ur­inn geng­ur aft­ur

Verð­bólg­an mæl­ist um þess­ar mund­ir 10% á ári. Hvers vegna? Hvað er til ráða?
Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna í sektir vegna mengunar
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg hef­ur þurft að greiða hundruð millj­óna í sekt­ir vegna meng­un­ar

Starf­semi þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­bergs er um­deild víða um heim. Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið fyr­ir að starfa á her­numd­um svæð­um, bæði í Palestínu og Vest­ur-Sa­hara. Fyr­ir­tæk­ið hyggst byggja möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn þar sem mó­berg verð­ur unn­ið í sement.
Blár punktur undir gráum himni
Bergur Ebbi Benediktsson
PistillKjaftæði

Bergur Ebbi Benediktsson

Blár punkt­ur und­ir grá­um himni

Það sem upp­lýs­ing­ar nú­tím­ans veita okk­ur ekki er ein­mitt ná­kvæm­lega þetta síð­asta: dóm­ur um hvað skipt­ir máli. Sú ábyrgð ligg­ur alltaf á okk­ur sjálf­um.
Hvað er hæfileg neysla?
Fréttir

Hvað er hæfi­leg neysla?

Um­mæli fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra Dan­merk­ur um hlut­verk áfeng­is, einkum bjórs, hvað sé hæfi­leg neysla og til­gang­ur­inn með neysl­unni, hafa vak­ið mikla at­hygli í Dan­mörku. Ráð­herr­ann fyrr­ver­andi er nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri sam­taka bjór- og gos­fram­leið­enda.
Jörðin eftir 250 milljón ár: Reykjavík í næsta nágrenni við Dakar í Senegal
Flækjusagan

Jörð­in eft­ir 250 millj­ón ár: Reykja­vík í næsta ná­grenni við Dak­ar í Senegal

Fyr­ir 250 millj­ón­um ára voru öll meg­in­lönd Jarð­ar sam­an­kom­in í einni tröllauk­inni heims­álfu sem við köll­um Pangeu. Sú hafði ver­ið við lýði í tæp 100 millj­ón ár og var reynd­ar byrj­uð að trosna svo­lít­ið í sund­ur. Enn liðu þó tug­ir millj­óna ára áð­ur en Pangea klofn­aði end­an­lega í tvær minni risa­álf­ur, Láras­íu og Gondwana­land, sem löngu síð­ar leyst­ust upp í...
Áfengi og kókaín: Banvæn blanda
Aðsent

Helena Líndal Baldvinsdóttir og Hjalti Már Björnsson

Áfengi og kókaín: Ban­væn blanda

Þótt kókaín og áfengi sé hættu­legt hvort fyr­ir sig er kóka­etý­len mun hættu­legra en sam­an­lögð áhrif hinna tveggja fíkni­efn­anna, vara sér­fræð­ing­ar við.
Fiskari eða sjómaður? Orð eru ekki bara orð
Ólína Þorvarðardóttir
Aðsent

Ólína Þorvarðardóttir

Fisk­ari eða sjómað­ur? Orð eru ekki bara orð

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir svar­ar grein Ei­ríks Rögn­valds­son­ar þar sem hann fjall­aði um gagn­rýni þeirra sem hafa lát­ið í sér heyra vegna þess að orð­ið „fisk­ari“ var tek­ið upp í lög­gjöf í stað orðs­ins „fiski­mað­ur“.
Hvað þýða róttækar kerfisbreytingar?
Guðrún Schmidt
Aðsent

Guðrún Schmidt

Hvað þýða rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar?

Guð­rún Schmidt, sér­fræð­ing­ur hjá Land­vernd, skrif­ar um kerf­is­breyt­ing­ar á tím­um lofts­lags­vanda. „Breyt­ing­ar sem mann­kyn­ið, sér­stak­lega hinn vest­ræni heim­ur, þarf að fara í eru mikl­ar, rót­tæk­ar og djúp­ar,“ skrif­ar Guð­rún.
„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætlum að skilja eftir fyrir börnin okkar“
ViðtalJarðefnaiðnaður í Ölfusi

„Þetta snýst um það hvernig bæ við ætl­um að skilja eft­ir fyr­ir börn­in okk­ar“

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg vill byggja verk­smiðju sem er á stærð við fyr­ir­hug­að­an þjóð­ar­leik­vang inni í miðri Þor­láks­höfn. Fram­kvæmd­in er um­deild í bæn­um og styrk­veit­ing­ar þýska Heidel­bergs til fé­laga­sam­taka í bæn­um hafa vak­ið spurn­ing­ar um hvort fyr­ir­tæk­ið reyni að kaupa sér vel­vild. Bæj­ar­full­trú­inn Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir vill ekki að Þor­láks­höfn verði að verk­smiðju­bæ þar sem mó­berg úr fjöll­um Ís­lands er hið nýja gull.