Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Stóra Gaslýsingin

Maður fær stundum illt í sálina þegar maður rökræðir þjóðfélagsmál við ókunnuga á netinu. Þá er ég ekki að meina tröllin, sem kannski orðljót, fávís og illa stafandi hvetja til mannvonsku. Nei, það sem fær sálartetrið í mér fyrst og fremst til að verkja er þegar ég rekst á fólk sem er á launum og vinnur við að gaslýsa allan daginn í þágu hagsmunaaðila, reynir að sannfæra mig um að við í grunninn séum sammála um að það sé öllum fyrir bestu að hrófla aldrei við neinu óréttlæti, og ræða aldrei nein aðalatriði.

Þessir atvinnu-gaslýsarar vinna stundum fyrir samtök, ef þeir eru ekki beinlínis beint á launaskrá einhvers sjávarútvegs-fyrirtækis við að hrella fólk, og stundum heyra þeir beint undir einhvern stjórnarráðinu. Þeir eru sérstaklega áberandi þessa daganna vegna umræðu um stjórnarskrá.

Þó svo að umgangast þetta fólk rafrænt sé eflaust óhollt fyrir geðheilsu þína, þá hvet ég þig kæri hlustandi til að smjatta á röksemdum þessa fólks, og svara, og hafa hugfast að láta ekki teyma þig af leið heldur spyrja alltaf að aðalatriðunum. Aðalatriði er ekki endilega hvort forseti eigi að sitja sex ára kjörtímabil í stóli eða fjögur, heldur eitthvað eins og, en af hverju innihalda þessar tillögur ekki eitthvað um að þjóðin hafi eignarrétt á auðlindum sínum, að Íslendingar eigi rétt á náttúru, heilsu, menntun, eða geti krafist þess að hafa einhver áhrif á stjórn landsins sem þeir búa í.

En auðvitað eru takmörk á hversu lengi maður getur þolað að láta teyma sig rafrænt á asnaeyrunum. Sumt fólk vinnur við að snúa út úr, og annað fólk hefur alvöru vinnu (eða hafði áður en Covid kom og ríkisstjórninni tókst að missa efnahagsmálin úr höndum sínum). Mundu samt að þú gerir öðrum greiða þegar þú leiðréttir rangfærslur og sýnir hinum sem algórithminn leiðir að þessum net-þrætum að þau séu ekki klikkuð, þeim hafi ekki bara dreymt það, þjóðin í alvöru kaus um tillögur að nýrri stjórnarskrá fyrir átta árum og niðurstöðurnar hafa verið hunsaðar síðan þá.

Og þessi ríkisstjórn hunsar líka þjóðaratkvæðagreiðsluna, sama hvað öllu tali um samráð, samráðsgáttir, og rökræðukannanir líður. Því barátta fyrir nýrri stjórnarskrá hófst með draum um betra Ísland, frjálsara, jafnara og heiðarlegra, ekki baráttu fyrir breyttum skrifstofutíma á Bessastöðum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
„Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

„Klára­vín feiti og merg­ur með mun þar til rétta veitt“

Er sál­ar­kreppa of­urauð­kýf­ing­anna leyst með ein­stak­lings­fram­taki frjáls­hyggj­unn­ar þar sem hinum hólpnu er boð­ið upp á veislu í silf­urgljá­andi loft­belg?
Borgar sig að stunda líkamsrækt á sumrin?
Fréttir

Borg­ar sig að stunda lík­ams­rækt á sumr­in?

Sum­ar­frí ætti ekki að vera af­sök­un fyr­ir að hætta að hreyfa sig og sum­ir grípa jafn­vel tæki­fær­ið og fjár­festa í sér­stök­um su­mar­kort­um í lík­ams­rækt. En hvað kost­ar að æfa yf­ir sum­ar­tím­ann?
Loka auglýsingu